Hernaðurinn gegn undrum Mývatnssveitar Ómar Þ. Ragnarsson skrifar 16. maí 2013 11:00 Árið 1992 undirrituðu Íslendingar Ríó-sáttmálann um að sjálfbær þróun yrði höfð í hávegum, rányrkja lögð af og náttúran látin njóta vafans. Undirritun okkar hefur reynst marklaus og ekki pappírsins virði, og er saga gufuaflsvirkjananna eitt versta dæmið um það. Í stað sjálfbærrar þróunar er aðeins gert ráð fyrir því í forsendum virkjananna að orkuforði þeirra endist í skitin 50 ár, helst skemur, eins og ætlunin er með Eldvarpavirkjun, en samt er gumað af því um heim allan að um „endurnýjanlega og hreina orku“ sé að ræða. Saga virkjananna er saga slæmra mistaka, rányrkju og loforða, sem stóðust ekki. Fyrir áratug var gefið grænt ljós á tvær gufuaflsvirkjanir, Hellisheiðarvirkjun og Bjarnarflagsvirkjun, á grundvelli mats á umhverfisáhrifum og lofað pottþéttum lausnum varðandi loftmengun og affallsvatn. Hellisheiðarvirkjun reis og nú er ljóst að ekki hefur verið orð að marka af loforðunum um lausnir á þessum vandamálum þar, heldur er uppgjöfin alger. Stækkun hefur verið frestað að minnsta kosti fram yfir 2020 og beðið um frest til jafn langs tíma til þess að rannsaka, hvort hægt sé að leysa þessi vandamál! Ofan á þetta hafa bæst ónefnd vandamál við niðurdælingu: manngerðir jarðskjálftar. Viðurkennt opinberlegaNú mætti ætla að í ljósi þessara ófara myndu menn fara að með gát við Mývatn, sem býr yfir einstæðu og heimsfrægu samspili lífríkis og jarðmyndana, ekki hvað síst vegna þess að Bjarnarflagsvirkjun verður fimm sinnum nær byggð en Hellisheiðarvirkjun. Aðeins 2,8 kílómetrar eru frá virkjuninni í grunnskólann í næstu byggð og tæpir fjórir kílómetrar frá virkjuninni til vatnsins eftir hallandi landi. Ég varaði við þessu í blaðagrein fyrir hálfu öðru ári og á bloggsíðu minni undanfarin ár og hef birt loftmyndir af affallsvatni, sem rennur í átt að vatninu úr þrjátíu sinnum minni virkjun en ætlunin er að reisa og loftmyndir af sístækkandi vatni í 10 kílómetra fjarlægð frá Kröfluvirkjun. Á íbúafundi í fyrra var samt sagt að vandamálið hefði þegar verið leyst! Svipað svar fékkst þegar ég birti myndir af affallsvatni virkjana hér syðra og lét fylgja með að grafa yrði skurð fyrir 1,5 milljarða króna frá Svartsengi til sjávar til að leysa það vandamál. Sagt var að þetta væri forkastanlegur þvættingur og upplognar ásakanir. Ári síðar var viðurkennt opinberlega að svona væri í pottinn búið. Með ólíkindumNýlega sá ég vandaða og ítarlega vísindalega umfjöllun um hið viðkvæma og flókna neðanjarðarstreymi vatns fyrir austan Mývatn, sem er forsenda lífríkisins í vatninu. Í mati á umhverfisáhrifum Bjarnarflagsvirkjunar blasir við stórkostlegur vafi á því hvaða áhrif gufuaflsvirkjun þarna muni hafa á þessa forsendu frægðar Mývatns, sem dregur að sér sívaxandi fjölda ferðamanna. Samt á að drífa í að virkja – sjálft Mývatn fær ekki að njóta vafans. Ástæðan er einföld: Það er hægt að byrja fyrr á að afhenda orkuna þaðan til Bakka en frá Þeistareykjum. Þeir sem hafa efasemdir eða andæfa eru kallaðir öfgamenn en hinir sem vilja virkja allt talsmenn skynsemi og hófsemdar. Í umhverfismatinu koma fram þrír möguleikar áhrifa virkjunarinnar á Hveraröndina – eina hverasvæðið af sínu tagi sem er alveg við hringveginn: 1. Engin áhrif verða á hverasvæðið. 2. Hverirnir munu minnka eða hverfa. 3. Hveravirknin mun aukast. Það er með ólíkindum að jafnvel þótt svona gríðarleg óvissa komi fram skuli virkjunin eiga að njóta vafans en Mývatn ekki, enda búið að afnema lögin um friðlýsingu Laxár og Mývatns. Engir lærdómar dregnirNú er lofað að rannsaka jafnóðum hvaða áhrif virkjunin hafi og að bregðast þá við. Svona loforð hafa verið gefin áður, ekki bara á Hellisheiði, heldur var reynt að rannsaka hvaða áhrif Kísiliðjan hefði á Mývatn, en yfirleitt taka svona rannsóknir áratugi og þá er það oftast of seint. Sams konar loforðalisti er nú settur fram við Bjarnarflagsvirkjun og við virkjanir syðra. Hvers vegna ætti hann að verða marktækari en loforðin hér syðra? Hvers vegna má ekki að minnsta kosti bíða og sjá hvernig gengur að vinna úr vandamálunum hér syðra áður en menn æða af stað fyrir norðan? Blekkingum beittFyrir 43 árum átti að virkja við Laxá og Mývatn og Nóbelskáldið reit greinina „Hernaðurinn gegn landinu“. Hún er enn í fullu gildi. Fyrir dyrum standa virkjanaframkvæmdir við Kröflu sem munu eyðileggja ásýnd hins einstæða svæðis „Leirhnjúkur-Gjástykki“. Í mati á umhverfisáhrifum er beitt blekkingum. Auk þess liggja helstu náttúruperlur nyrðra og um allt land undir skemmdum vegna hinnar íslensku blöndu af nísku, græðgi og sérhagsmunum. Engir lærdómar eru dregnir af meira en 100 ára reynslu í „landi frelsisins“, Bandaríkjunum, sem ég sýndi í sjónvarpi fyrir fjórtán árum. Mývatn er komið á válista vegna hnignunar lífríkisins. Vatnið var ekki látið njóta vafans þegar kísilnám stóð þar yfir. Þingvallavatn er að falla úr a-flokki í b-flokk vegna mengunar. Við bæði þessi einstæðu vötn gerist þetta vegna kæruleysis, græðgi og rányrkju á kostnað komandi kynslóða. Ætlum við að halda svona áfram endalaust, þjóðin, sem á að vera vörslumenn einhverra einstæðustu náttúruverðmæta heimsins fyrir komandi kynslóðir og mannkyn allt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Árið 1992 undirrituðu Íslendingar Ríó-sáttmálann um að sjálfbær þróun yrði höfð í hávegum, rányrkja lögð af og náttúran látin njóta vafans. Undirritun okkar hefur reynst marklaus og ekki pappírsins virði, og er saga gufuaflsvirkjananna eitt versta dæmið um það. Í stað sjálfbærrar þróunar er aðeins gert ráð fyrir því í forsendum virkjananna að orkuforði þeirra endist í skitin 50 ár, helst skemur, eins og ætlunin er með Eldvarpavirkjun, en samt er gumað af því um heim allan að um „endurnýjanlega og hreina orku“ sé að ræða. Saga virkjananna er saga slæmra mistaka, rányrkju og loforða, sem stóðust ekki. Fyrir áratug var gefið grænt ljós á tvær gufuaflsvirkjanir, Hellisheiðarvirkjun og Bjarnarflagsvirkjun, á grundvelli mats á umhverfisáhrifum og lofað pottþéttum lausnum varðandi loftmengun og affallsvatn. Hellisheiðarvirkjun reis og nú er ljóst að ekki hefur verið orð að marka af loforðunum um lausnir á þessum vandamálum þar, heldur er uppgjöfin alger. Stækkun hefur verið frestað að minnsta kosti fram yfir 2020 og beðið um frest til jafn langs tíma til þess að rannsaka, hvort hægt sé að leysa þessi vandamál! Ofan á þetta hafa bæst ónefnd vandamál við niðurdælingu: manngerðir jarðskjálftar. Viðurkennt opinberlegaNú mætti ætla að í ljósi þessara ófara myndu menn fara að með gát við Mývatn, sem býr yfir einstæðu og heimsfrægu samspili lífríkis og jarðmyndana, ekki hvað síst vegna þess að Bjarnarflagsvirkjun verður fimm sinnum nær byggð en Hellisheiðarvirkjun. Aðeins 2,8 kílómetrar eru frá virkjuninni í grunnskólann í næstu byggð og tæpir fjórir kílómetrar frá virkjuninni til vatnsins eftir hallandi landi. Ég varaði við þessu í blaðagrein fyrir hálfu öðru ári og á bloggsíðu minni undanfarin ár og hef birt loftmyndir af affallsvatni, sem rennur í átt að vatninu úr þrjátíu sinnum minni virkjun en ætlunin er að reisa og loftmyndir af sístækkandi vatni í 10 kílómetra fjarlægð frá Kröfluvirkjun. Á íbúafundi í fyrra var samt sagt að vandamálið hefði þegar verið leyst! Svipað svar fékkst þegar ég birti myndir af affallsvatni virkjana hér syðra og lét fylgja með að grafa yrði skurð fyrir 1,5 milljarða króna frá Svartsengi til sjávar til að leysa það vandamál. Sagt var að þetta væri forkastanlegur þvættingur og upplognar ásakanir. Ári síðar var viðurkennt opinberlega að svona væri í pottinn búið. Með ólíkindumNýlega sá ég vandaða og ítarlega vísindalega umfjöllun um hið viðkvæma og flókna neðanjarðarstreymi vatns fyrir austan Mývatn, sem er forsenda lífríkisins í vatninu. Í mati á umhverfisáhrifum Bjarnarflagsvirkjunar blasir við stórkostlegur vafi á því hvaða áhrif gufuaflsvirkjun þarna muni hafa á þessa forsendu frægðar Mývatns, sem dregur að sér sívaxandi fjölda ferðamanna. Samt á að drífa í að virkja – sjálft Mývatn fær ekki að njóta vafans. Ástæðan er einföld: Það er hægt að byrja fyrr á að afhenda orkuna þaðan til Bakka en frá Þeistareykjum. Þeir sem hafa efasemdir eða andæfa eru kallaðir öfgamenn en hinir sem vilja virkja allt talsmenn skynsemi og hófsemdar. Í umhverfismatinu koma fram þrír möguleikar áhrifa virkjunarinnar á Hveraröndina – eina hverasvæðið af sínu tagi sem er alveg við hringveginn: 1. Engin áhrif verða á hverasvæðið. 2. Hverirnir munu minnka eða hverfa. 3. Hveravirknin mun aukast. Það er með ólíkindum að jafnvel þótt svona gríðarleg óvissa komi fram skuli virkjunin eiga að njóta vafans en Mývatn ekki, enda búið að afnema lögin um friðlýsingu Laxár og Mývatns. Engir lærdómar dregnirNú er lofað að rannsaka jafnóðum hvaða áhrif virkjunin hafi og að bregðast þá við. Svona loforð hafa verið gefin áður, ekki bara á Hellisheiði, heldur var reynt að rannsaka hvaða áhrif Kísiliðjan hefði á Mývatn, en yfirleitt taka svona rannsóknir áratugi og þá er það oftast of seint. Sams konar loforðalisti er nú settur fram við Bjarnarflagsvirkjun og við virkjanir syðra. Hvers vegna ætti hann að verða marktækari en loforðin hér syðra? Hvers vegna má ekki að minnsta kosti bíða og sjá hvernig gengur að vinna úr vandamálunum hér syðra áður en menn æða af stað fyrir norðan? Blekkingum beittFyrir 43 árum átti að virkja við Laxá og Mývatn og Nóbelskáldið reit greinina „Hernaðurinn gegn landinu“. Hún er enn í fullu gildi. Fyrir dyrum standa virkjanaframkvæmdir við Kröflu sem munu eyðileggja ásýnd hins einstæða svæðis „Leirhnjúkur-Gjástykki“. Í mati á umhverfisáhrifum er beitt blekkingum. Auk þess liggja helstu náttúruperlur nyrðra og um allt land undir skemmdum vegna hinnar íslensku blöndu af nísku, græðgi og sérhagsmunum. Engir lærdómar eru dregnir af meira en 100 ára reynslu í „landi frelsisins“, Bandaríkjunum, sem ég sýndi í sjónvarpi fyrir fjórtán árum. Mývatn er komið á válista vegna hnignunar lífríkisins. Vatnið var ekki látið njóta vafans þegar kísilnám stóð þar yfir. Þingvallavatn er að falla úr a-flokki í b-flokk vegna mengunar. Við bæði þessi einstæðu vötn gerist þetta vegna kæruleysis, græðgi og rányrkju á kostnað komandi kynslóða. Ætlum við að halda svona áfram endalaust, þjóðin, sem á að vera vörslumenn einhverra einstæðustu náttúruverðmæta heimsins fyrir komandi kynslóðir og mannkyn allt?
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar