Um bolta og bækur Ragnar Trausti Ragnarsson skrifar 16. maí 2013 07:00 Kolbrún Bergþórsdóttir vakti heldur betur upp umræðu á kaffistofum margra landsmanna þegar hún gagnrýndi einlæga aðdáendur Alex Fergusson í grein sinni „Gamall maður hættir í vinnu“ sem birtist í Morgunblaðinu 13. maí sl. Í lok greinarinnar bætir hún við að knattspyrna sé „heldur ómerkilegur leikur þeirra sem ekki nenna að lesa bækur“. Nú veit ég ekki hvort Kolbrún hefur horft á knattspyrnuleik eða íþróttaviðburð einhvern tímann á ævinni, ég geri samt fastlega ráð fyrir því. Því þegar Kolbrún segir að knattspyrna sé ómerkilegur leikur þá er hún í raun að segja að allar hópíþróttir séu ómerkilegar og fyrir alla þá sem hafa ekki „gáfur“ til þess að lesa bækur. Mig langar til þess að benda henni á að fyrir mörgum er þessi yndislega íþrótt list, já list. Ég vil líkja þeim hugmyndum sem Kolbrún hefur um knattspyrnu við þær hugmyndir sem ræstitæknirinn Emmanuel Asare hafði um nútímalistaverk. Árið 2001 var sett upp innsetning eftir breska listamanninn Damien Hirst í Eyestorm galleríinu í London. Verkið var svo sannarlega nútímalegt, það samanstóð af sígarettustubbum í öskubökkum, tómum bjórflöskum og öðru rusli sem dreift var um sýningarsalinn. Þegar ræstitæknirinn Asare mætti svo í vinnuna einn morguninn þá áttaði hann sig ekki á því að hér var um listaverk að ræða og tók saman það sem hann áleit vera rusl og henti því. Þegar í ljós kom að verkinu hafði verið hent var leitað í ruslatunnum og hægt var að bjarga verkinu, allavega hluta af því. Í augum Asare var þetta ekki merkileg list, rétt eins og knattspyrna virðist ekki vera merkileg í augum Kolbrúnar. Asare lærði væntanlega margt um nútímalist eftir mistök sín og ég tel að Kolbrún þurfi líka að læra margt um knattspyrnulistina. Listfræðingurinn Ernst Gombrich sagði að það væri ekki til list, aðeins listamenn. Þegar orðræðan um knattspyrnu er skoðuð er ítrekað beitt orðum sem minna á orðasöfn fagurfræðinnar; fallegt, listaverk, listamaður, snilligáfa. Þegar færasta knattspyrnufólki sögunnar er lýst þá er oft talað um listamenn sem framkvæma listaverk eða sýna fallega takta. Svo lengi sem einhver skilgreinir knattspyrnu sem list þá verður hún sjálfkrafa list, eða hvað? Og hvað með alla umgjörðina í kringum knattspyrnuna? Knattspyrnuleikvangar eru í höndum arkitekta sem vilja skapa fallegar byggingar, búningarnir eru hugarsmíð fatahönnuða, auglýsingar fyrir knattspyrnu sækja oft og tíðum innblástur til danslistarinnar og svo mætti lengi telja. Þegar öll þessi list kemur saman í knattspyrnuleik þá gerist eitthvað innra með þeim sem skilja fegurð leiksins. Listfræðingurinn Arthur C. Danto sagði að list væri hið fagra í forminu sem hefur áhrif á viðtakandann. Bókmenntir, kvikmyndir, listaverk o.fl. ásamt knattspyrnu hafa áhrif á þann sem upplifir verkið. Það eru til lélegar bókmenntir og það eru til leiðinlegir knattspyrnuleikir en þegar verkið, hvort sem það er bók eða knattspyrnuleikur, er unnið af fagmennsku og ástríðu hreyfir það við viðtakandanum, rétt eins og gott listaverk. Rithöfundurinn Jack Kerouac, sem skrifaði Á vegum úti, lék bandarískan ruðning á menntaskólaárunum, Stephen Crane, sem skrifaði Hið rauða tákn hugprýðinnar, spilaði lengi vel hafnabolta, Joseph O"Neill, höfundur skáldsögunnar Netherland, leikur krikket og rithöfundurinn Einar Kárason hefur leikið knattspyrnu með utandeildarliðinu Lunch United. Þessir rithöfundar hafa allir haft gaman af hópíþróttum og ég efast um að þeir hafi ekki haft tíma til þess að lesa bækur og augljóslega hafa þeir haft tíma til að skrifa nokkrar. Þó svo að ræstitæknirinn Asare hafi ekki skilið listaverk Hirst þá er það allt í lagi, hann þarf heldur ekkert að skilja það og honum þarf ekki að finnast það vera list. Margir líta svo á að knattspyrna sé ómerkilegur leikur, það er líka allt í lagi. Það eru til listamenn með pensil og penna sem geta skapað ótrúlega hluti. Svo eru þeir til sem geta skapað ótrúlega hluti með bolta. Það er nefnilega þannig að stundum getur bók haft lítil áhrif á mann vegna þess að hún er ekki unnin af nógu mikilli fagmennsku, þá vel ég frekar góðan knattspyrnuleik sem vekur upp hughrif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir 2007 í augsýn! Krafan um að skuldugu fólki verði bætt áföllin sem urðu vegna afleiðinga hrunsins – vegna "forsendubrestsins” svonefnda – er einfaldlega krafa um að staða skuldsettra heimila verði gerð sú hin sama og hún var fyrir hrun. 15. maí 2013 06:00 Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Kolbrún Bergþórsdóttir vakti heldur betur upp umræðu á kaffistofum margra landsmanna þegar hún gagnrýndi einlæga aðdáendur Alex Fergusson í grein sinni „Gamall maður hættir í vinnu“ sem birtist í Morgunblaðinu 13. maí sl. Í lok greinarinnar bætir hún við að knattspyrna sé „heldur ómerkilegur leikur þeirra sem ekki nenna að lesa bækur“. Nú veit ég ekki hvort Kolbrún hefur horft á knattspyrnuleik eða íþróttaviðburð einhvern tímann á ævinni, ég geri samt fastlega ráð fyrir því. Því þegar Kolbrún segir að knattspyrna sé ómerkilegur leikur þá er hún í raun að segja að allar hópíþróttir séu ómerkilegar og fyrir alla þá sem hafa ekki „gáfur“ til þess að lesa bækur. Mig langar til þess að benda henni á að fyrir mörgum er þessi yndislega íþrótt list, já list. Ég vil líkja þeim hugmyndum sem Kolbrún hefur um knattspyrnu við þær hugmyndir sem ræstitæknirinn Emmanuel Asare hafði um nútímalistaverk. Árið 2001 var sett upp innsetning eftir breska listamanninn Damien Hirst í Eyestorm galleríinu í London. Verkið var svo sannarlega nútímalegt, það samanstóð af sígarettustubbum í öskubökkum, tómum bjórflöskum og öðru rusli sem dreift var um sýningarsalinn. Þegar ræstitæknirinn Asare mætti svo í vinnuna einn morguninn þá áttaði hann sig ekki á því að hér var um listaverk að ræða og tók saman það sem hann áleit vera rusl og henti því. Þegar í ljós kom að verkinu hafði verið hent var leitað í ruslatunnum og hægt var að bjarga verkinu, allavega hluta af því. Í augum Asare var þetta ekki merkileg list, rétt eins og knattspyrna virðist ekki vera merkileg í augum Kolbrúnar. Asare lærði væntanlega margt um nútímalist eftir mistök sín og ég tel að Kolbrún þurfi líka að læra margt um knattspyrnulistina. Listfræðingurinn Ernst Gombrich sagði að það væri ekki til list, aðeins listamenn. Þegar orðræðan um knattspyrnu er skoðuð er ítrekað beitt orðum sem minna á orðasöfn fagurfræðinnar; fallegt, listaverk, listamaður, snilligáfa. Þegar færasta knattspyrnufólki sögunnar er lýst þá er oft talað um listamenn sem framkvæma listaverk eða sýna fallega takta. Svo lengi sem einhver skilgreinir knattspyrnu sem list þá verður hún sjálfkrafa list, eða hvað? Og hvað með alla umgjörðina í kringum knattspyrnuna? Knattspyrnuleikvangar eru í höndum arkitekta sem vilja skapa fallegar byggingar, búningarnir eru hugarsmíð fatahönnuða, auglýsingar fyrir knattspyrnu sækja oft og tíðum innblástur til danslistarinnar og svo mætti lengi telja. Þegar öll þessi list kemur saman í knattspyrnuleik þá gerist eitthvað innra með þeim sem skilja fegurð leiksins. Listfræðingurinn Arthur C. Danto sagði að list væri hið fagra í forminu sem hefur áhrif á viðtakandann. Bókmenntir, kvikmyndir, listaverk o.fl. ásamt knattspyrnu hafa áhrif á þann sem upplifir verkið. Það eru til lélegar bókmenntir og það eru til leiðinlegir knattspyrnuleikir en þegar verkið, hvort sem það er bók eða knattspyrnuleikur, er unnið af fagmennsku og ástríðu hreyfir það við viðtakandanum, rétt eins og gott listaverk. Rithöfundurinn Jack Kerouac, sem skrifaði Á vegum úti, lék bandarískan ruðning á menntaskólaárunum, Stephen Crane, sem skrifaði Hið rauða tákn hugprýðinnar, spilaði lengi vel hafnabolta, Joseph O"Neill, höfundur skáldsögunnar Netherland, leikur krikket og rithöfundurinn Einar Kárason hefur leikið knattspyrnu með utandeildarliðinu Lunch United. Þessir rithöfundar hafa allir haft gaman af hópíþróttum og ég efast um að þeir hafi ekki haft tíma til þess að lesa bækur og augljóslega hafa þeir haft tíma til að skrifa nokkrar. Þó svo að ræstitæknirinn Asare hafi ekki skilið listaverk Hirst þá er það allt í lagi, hann þarf heldur ekkert að skilja það og honum þarf ekki að finnast það vera list. Margir líta svo á að knattspyrna sé ómerkilegur leikur, það er líka allt í lagi. Það eru til listamenn með pensil og penna sem geta skapað ótrúlega hluti. Svo eru þeir til sem geta skapað ótrúlega hluti með bolta. Það er nefnilega þannig að stundum getur bók haft lítil áhrif á mann vegna þess að hún er ekki unnin af nógu mikilli fagmennsku, þá vel ég frekar góðan knattspyrnuleik sem vekur upp hughrif.
2007 í augsýn! Krafan um að skuldugu fólki verði bætt áföllin sem urðu vegna afleiðinga hrunsins – vegna "forsendubrestsins” svonefnda – er einfaldlega krafa um að staða skuldsettra heimila verði gerð sú hin sama og hún var fyrir hrun. 15. maí 2013 06:00
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun