Um bolta og bækur Ragnar Trausti Ragnarsson skrifar 16. maí 2013 07:00 Kolbrún Bergþórsdóttir vakti heldur betur upp umræðu á kaffistofum margra landsmanna þegar hún gagnrýndi einlæga aðdáendur Alex Fergusson í grein sinni „Gamall maður hættir í vinnu“ sem birtist í Morgunblaðinu 13. maí sl. Í lok greinarinnar bætir hún við að knattspyrna sé „heldur ómerkilegur leikur þeirra sem ekki nenna að lesa bækur“. Nú veit ég ekki hvort Kolbrún hefur horft á knattspyrnuleik eða íþróttaviðburð einhvern tímann á ævinni, ég geri samt fastlega ráð fyrir því. Því þegar Kolbrún segir að knattspyrna sé ómerkilegur leikur þá er hún í raun að segja að allar hópíþróttir séu ómerkilegar og fyrir alla þá sem hafa ekki „gáfur“ til þess að lesa bækur. Mig langar til þess að benda henni á að fyrir mörgum er þessi yndislega íþrótt list, já list. Ég vil líkja þeim hugmyndum sem Kolbrún hefur um knattspyrnu við þær hugmyndir sem ræstitæknirinn Emmanuel Asare hafði um nútímalistaverk. Árið 2001 var sett upp innsetning eftir breska listamanninn Damien Hirst í Eyestorm galleríinu í London. Verkið var svo sannarlega nútímalegt, það samanstóð af sígarettustubbum í öskubökkum, tómum bjórflöskum og öðru rusli sem dreift var um sýningarsalinn. Þegar ræstitæknirinn Asare mætti svo í vinnuna einn morguninn þá áttaði hann sig ekki á því að hér var um listaverk að ræða og tók saman það sem hann áleit vera rusl og henti því. Þegar í ljós kom að verkinu hafði verið hent var leitað í ruslatunnum og hægt var að bjarga verkinu, allavega hluta af því. Í augum Asare var þetta ekki merkileg list, rétt eins og knattspyrna virðist ekki vera merkileg í augum Kolbrúnar. Asare lærði væntanlega margt um nútímalist eftir mistök sín og ég tel að Kolbrún þurfi líka að læra margt um knattspyrnulistina. Listfræðingurinn Ernst Gombrich sagði að það væri ekki til list, aðeins listamenn. Þegar orðræðan um knattspyrnu er skoðuð er ítrekað beitt orðum sem minna á orðasöfn fagurfræðinnar; fallegt, listaverk, listamaður, snilligáfa. Þegar færasta knattspyrnufólki sögunnar er lýst þá er oft talað um listamenn sem framkvæma listaverk eða sýna fallega takta. Svo lengi sem einhver skilgreinir knattspyrnu sem list þá verður hún sjálfkrafa list, eða hvað? Og hvað með alla umgjörðina í kringum knattspyrnuna? Knattspyrnuleikvangar eru í höndum arkitekta sem vilja skapa fallegar byggingar, búningarnir eru hugarsmíð fatahönnuða, auglýsingar fyrir knattspyrnu sækja oft og tíðum innblástur til danslistarinnar og svo mætti lengi telja. Þegar öll þessi list kemur saman í knattspyrnuleik þá gerist eitthvað innra með þeim sem skilja fegurð leiksins. Listfræðingurinn Arthur C. Danto sagði að list væri hið fagra í forminu sem hefur áhrif á viðtakandann. Bókmenntir, kvikmyndir, listaverk o.fl. ásamt knattspyrnu hafa áhrif á þann sem upplifir verkið. Það eru til lélegar bókmenntir og það eru til leiðinlegir knattspyrnuleikir en þegar verkið, hvort sem það er bók eða knattspyrnuleikur, er unnið af fagmennsku og ástríðu hreyfir það við viðtakandanum, rétt eins og gott listaverk. Rithöfundurinn Jack Kerouac, sem skrifaði Á vegum úti, lék bandarískan ruðning á menntaskólaárunum, Stephen Crane, sem skrifaði Hið rauða tákn hugprýðinnar, spilaði lengi vel hafnabolta, Joseph O"Neill, höfundur skáldsögunnar Netherland, leikur krikket og rithöfundurinn Einar Kárason hefur leikið knattspyrnu með utandeildarliðinu Lunch United. Þessir rithöfundar hafa allir haft gaman af hópíþróttum og ég efast um að þeir hafi ekki haft tíma til þess að lesa bækur og augljóslega hafa þeir haft tíma til að skrifa nokkrar. Þó svo að ræstitæknirinn Asare hafi ekki skilið listaverk Hirst þá er það allt í lagi, hann þarf heldur ekkert að skilja það og honum þarf ekki að finnast það vera list. Margir líta svo á að knattspyrna sé ómerkilegur leikur, það er líka allt í lagi. Það eru til listamenn með pensil og penna sem geta skapað ótrúlega hluti. Svo eru þeir til sem geta skapað ótrúlega hluti með bolta. Það er nefnilega þannig að stundum getur bók haft lítil áhrif á mann vegna þess að hún er ekki unnin af nógu mikilli fagmennsku, þá vel ég frekar góðan knattspyrnuleik sem vekur upp hughrif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir 2007 í augsýn! Krafan um að skuldugu fólki verði bætt áföllin sem urðu vegna afleiðinga hrunsins – vegna "forsendubrestsins” svonefnda – er einfaldlega krafa um að staða skuldsettra heimila verði gerð sú hin sama og hún var fyrir hrun. 15. maí 2013 06:00 Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Kolbrún Bergþórsdóttir vakti heldur betur upp umræðu á kaffistofum margra landsmanna þegar hún gagnrýndi einlæga aðdáendur Alex Fergusson í grein sinni „Gamall maður hættir í vinnu“ sem birtist í Morgunblaðinu 13. maí sl. Í lok greinarinnar bætir hún við að knattspyrna sé „heldur ómerkilegur leikur þeirra sem ekki nenna að lesa bækur“. Nú veit ég ekki hvort Kolbrún hefur horft á knattspyrnuleik eða íþróttaviðburð einhvern tímann á ævinni, ég geri samt fastlega ráð fyrir því. Því þegar Kolbrún segir að knattspyrna sé ómerkilegur leikur þá er hún í raun að segja að allar hópíþróttir séu ómerkilegar og fyrir alla þá sem hafa ekki „gáfur“ til þess að lesa bækur. Mig langar til þess að benda henni á að fyrir mörgum er þessi yndislega íþrótt list, já list. Ég vil líkja þeim hugmyndum sem Kolbrún hefur um knattspyrnu við þær hugmyndir sem ræstitæknirinn Emmanuel Asare hafði um nútímalistaverk. Árið 2001 var sett upp innsetning eftir breska listamanninn Damien Hirst í Eyestorm galleríinu í London. Verkið var svo sannarlega nútímalegt, það samanstóð af sígarettustubbum í öskubökkum, tómum bjórflöskum og öðru rusli sem dreift var um sýningarsalinn. Þegar ræstitæknirinn Asare mætti svo í vinnuna einn morguninn þá áttaði hann sig ekki á því að hér var um listaverk að ræða og tók saman það sem hann áleit vera rusl og henti því. Þegar í ljós kom að verkinu hafði verið hent var leitað í ruslatunnum og hægt var að bjarga verkinu, allavega hluta af því. Í augum Asare var þetta ekki merkileg list, rétt eins og knattspyrna virðist ekki vera merkileg í augum Kolbrúnar. Asare lærði væntanlega margt um nútímalist eftir mistök sín og ég tel að Kolbrún þurfi líka að læra margt um knattspyrnulistina. Listfræðingurinn Ernst Gombrich sagði að það væri ekki til list, aðeins listamenn. Þegar orðræðan um knattspyrnu er skoðuð er ítrekað beitt orðum sem minna á orðasöfn fagurfræðinnar; fallegt, listaverk, listamaður, snilligáfa. Þegar færasta knattspyrnufólki sögunnar er lýst þá er oft talað um listamenn sem framkvæma listaverk eða sýna fallega takta. Svo lengi sem einhver skilgreinir knattspyrnu sem list þá verður hún sjálfkrafa list, eða hvað? Og hvað með alla umgjörðina í kringum knattspyrnuna? Knattspyrnuleikvangar eru í höndum arkitekta sem vilja skapa fallegar byggingar, búningarnir eru hugarsmíð fatahönnuða, auglýsingar fyrir knattspyrnu sækja oft og tíðum innblástur til danslistarinnar og svo mætti lengi telja. Þegar öll þessi list kemur saman í knattspyrnuleik þá gerist eitthvað innra með þeim sem skilja fegurð leiksins. Listfræðingurinn Arthur C. Danto sagði að list væri hið fagra í forminu sem hefur áhrif á viðtakandann. Bókmenntir, kvikmyndir, listaverk o.fl. ásamt knattspyrnu hafa áhrif á þann sem upplifir verkið. Það eru til lélegar bókmenntir og það eru til leiðinlegir knattspyrnuleikir en þegar verkið, hvort sem það er bók eða knattspyrnuleikur, er unnið af fagmennsku og ástríðu hreyfir það við viðtakandanum, rétt eins og gott listaverk. Rithöfundurinn Jack Kerouac, sem skrifaði Á vegum úti, lék bandarískan ruðning á menntaskólaárunum, Stephen Crane, sem skrifaði Hið rauða tákn hugprýðinnar, spilaði lengi vel hafnabolta, Joseph O"Neill, höfundur skáldsögunnar Netherland, leikur krikket og rithöfundurinn Einar Kárason hefur leikið knattspyrnu með utandeildarliðinu Lunch United. Þessir rithöfundar hafa allir haft gaman af hópíþróttum og ég efast um að þeir hafi ekki haft tíma til þess að lesa bækur og augljóslega hafa þeir haft tíma til að skrifa nokkrar. Þó svo að ræstitæknirinn Asare hafi ekki skilið listaverk Hirst þá er það allt í lagi, hann þarf heldur ekkert að skilja það og honum þarf ekki að finnast það vera list. Margir líta svo á að knattspyrna sé ómerkilegur leikur, það er líka allt í lagi. Það eru til listamenn með pensil og penna sem geta skapað ótrúlega hluti. Svo eru þeir til sem geta skapað ótrúlega hluti með bolta. Það er nefnilega þannig að stundum getur bók haft lítil áhrif á mann vegna þess að hún er ekki unnin af nógu mikilli fagmennsku, þá vel ég frekar góðan knattspyrnuleik sem vekur upp hughrif.
2007 í augsýn! Krafan um að skuldugu fólki verði bætt áföllin sem urðu vegna afleiðinga hrunsins – vegna "forsendubrestsins” svonefnda – er einfaldlega krafa um að staða skuldsettra heimila verði gerð sú hin sama og hún var fyrir hrun. 15. maí 2013 06:00
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun