Að gefnu tilefni Ragnar Þorsteinsson skrifar 16. maí 2013 07:00 Á síðustu dögum hafa birst í fjölmiðlum greinar frá foreldrum þroskahamlaðra barna varðandi inntökureglur í Klettaskóla, fyrrum Öskjuhlíðarskóla. Í þessum greinum hafa ýmsar fullyrðingar verið settar fram. Af því tilefni er rétt að eftirfarandi komi fram: Í grein sem Ágúst Kristmann skrifar á visir.is 16. apríl segir Ágúst að samkvæmt lögum sé það réttur fatlaðra barna að ganga í sinn heimaskóla en í tilvikum þroskaskertra barna sé það skylda. Samkvæmt lögum um grunnskóla er öllum börnum skylt að sækja grunnskóla, fötluðum og ófötluðum. Á heimasíðu skóla- og frístundasviðs (www.skolarogfristund.is) kemur fram að lögheimili nemenda ráði því í hvaða hverfisskóla þau eiga námsvist en engu að síður eigi allir foreldra kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni. Í sömu grein Ágústs Kristmanns kemur einnig fram að val foreldra um sérskóla hafi verið tekið frá þeim árið 2010. Ekki er alveg ljóst hvað Ágúst á við en væntanlega hefur það með inntökureglur Öskjuhlíðarskóla að gera og sameiningu Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla í nýjan sérskóla, Klettaskóla árið 2011. Haldið hefur verið fram að settar hafi verið nýjar inntökureglur við Öskjuhlíðarskóla árið 2010. Hið rétta er að í stefnu fræðsluráðs frá 2002 (www.skolarogfristund.is) er kveðið á um að Öskjuhlíðar- og Safamýrarskóli verði sameinaðir og að þeir þjóni fjölfötluðum og mikið þroskahömluðum nemendum. Þróunin hafði þá verið um skeið sú að flestir nemendur með væga þroskahömlun, sérstaklega á yngri stigum, voru í almennum grunnskólum.Nýr sérskóli Sú þróun hélt áfram á komandi árum og setti starfshópur um kennslu þroskahamlaðra nemenda fram nánari viðmið um nemendahópinn árið 2008 sem fræðslustjóri lagði til grundvallar í bréfi til skólastjóra í borginni varðandi nánari skilgreiningu innritunarreglna. Sama ár var sveitarfélögum gert að setja reglur um innritun og útskrift nemenda úr sérskólum og sérúrræðum með reglugerð. Í grein Ástu Kristrúnar Ólafsdóttur á visir.is 18. apríl sl. segir Ásta að Öskjuhlíðarskóli hafi verið lagður niður árið 2008 og síðan þá hafi sá hópur sem átti inni í Öskjuhlíðarskóla verið þvingaður í almenna skóla. Hið rétta er að þegar Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli voru lagðir niður 2011 héldu allir nemendur skólanna áfram námi í nýjum sérskóla, Klettaskóla.Ráðgjafarhlutverk Klettaskóli er grunnskóli og sérskóli fyrir þroskahamlaða nemendur. Hann þjónar öllu landinu, starfar samkvæmt lögum og setur sér reglur um innritun og útskrift nemenda eins og reglugerð um nemendur með sérþarfir kveður á um. Skólinn hefur auk þess ráðgjafarhlutverk við almenna grunnskóla um nám og kennslu þroskahamlaðra nemenda. Við Klettaskóla starfar fagráð sem metur umsókn sérhvers nemanda um skólavist eins og var í Öskjuhlíðarskóla áður. Tillögur fagráðs taka m.a. mið af fötlun nemandans, stöðu hans í námi og hvort aðstæður og möguleikar í skólanum og námshópnum séu líklegar til að stuðla að framförum hans í námi, félagslega og í almennum þroska. Í einstaka tilvikum getur mat fagráðs verið að aðstæður sérskólans séu ekki líklegar til að veita viðkomandi nemanda þá námslegu og félagslegu örvun sem hann þarf og meiri möguleikar séu til að mæta þeim í öðrum aðstæðum. Hvort sem um er að ræða samþykki eða synjun á umsókn um skólavist eru tillögur fagráðs ávallt settar fram innan þeirra reglna sem gilda um innritun nemenda og með hagsmuni hans, þroska og námslegar þarfir að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hafa birst í fjölmiðlum greinar frá foreldrum þroskahamlaðra barna varðandi inntökureglur í Klettaskóla, fyrrum Öskjuhlíðarskóla. Í þessum greinum hafa ýmsar fullyrðingar verið settar fram. Af því tilefni er rétt að eftirfarandi komi fram: Í grein sem Ágúst Kristmann skrifar á visir.is 16. apríl segir Ágúst að samkvæmt lögum sé það réttur fatlaðra barna að ganga í sinn heimaskóla en í tilvikum þroskaskertra barna sé það skylda. Samkvæmt lögum um grunnskóla er öllum börnum skylt að sækja grunnskóla, fötluðum og ófötluðum. Á heimasíðu skóla- og frístundasviðs (www.skolarogfristund.is) kemur fram að lögheimili nemenda ráði því í hvaða hverfisskóla þau eiga námsvist en engu að síður eigi allir foreldra kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni. Í sömu grein Ágústs Kristmanns kemur einnig fram að val foreldra um sérskóla hafi verið tekið frá þeim árið 2010. Ekki er alveg ljóst hvað Ágúst á við en væntanlega hefur það með inntökureglur Öskjuhlíðarskóla að gera og sameiningu Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla í nýjan sérskóla, Klettaskóla árið 2011. Haldið hefur verið fram að settar hafi verið nýjar inntökureglur við Öskjuhlíðarskóla árið 2010. Hið rétta er að í stefnu fræðsluráðs frá 2002 (www.skolarogfristund.is) er kveðið á um að Öskjuhlíðar- og Safamýrarskóli verði sameinaðir og að þeir þjóni fjölfötluðum og mikið þroskahömluðum nemendum. Þróunin hafði þá verið um skeið sú að flestir nemendur með væga þroskahömlun, sérstaklega á yngri stigum, voru í almennum grunnskólum.Nýr sérskóli Sú þróun hélt áfram á komandi árum og setti starfshópur um kennslu þroskahamlaðra nemenda fram nánari viðmið um nemendahópinn árið 2008 sem fræðslustjóri lagði til grundvallar í bréfi til skólastjóra í borginni varðandi nánari skilgreiningu innritunarreglna. Sama ár var sveitarfélögum gert að setja reglur um innritun og útskrift nemenda úr sérskólum og sérúrræðum með reglugerð. Í grein Ástu Kristrúnar Ólafsdóttur á visir.is 18. apríl sl. segir Ásta að Öskjuhlíðarskóli hafi verið lagður niður árið 2008 og síðan þá hafi sá hópur sem átti inni í Öskjuhlíðarskóla verið þvingaður í almenna skóla. Hið rétta er að þegar Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli voru lagðir niður 2011 héldu allir nemendur skólanna áfram námi í nýjum sérskóla, Klettaskóla.Ráðgjafarhlutverk Klettaskóli er grunnskóli og sérskóli fyrir þroskahamlaða nemendur. Hann þjónar öllu landinu, starfar samkvæmt lögum og setur sér reglur um innritun og útskrift nemenda eins og reglugerð um nemendur með sérþarfir kveður á um. Skólinn hefur auk þess ráðgjafarhlutverk við almenna grunnskóla um nám og kennslu þroskahamlaðra nemenda. Við Klettaskóla starfar fagráð sem metur umsókn sérhvers nemanda um skólavist eins og var í Öskjuhlíðarskóla áður. Tillögur fagráðs taka m.a. mið af fötlun nemandans, stöðu hans í námi og hvort aðstæður og möguleikar í skólanum og námshópnum séu líklegar til að stuðla að framförum hans í námi, félagslega og í almennum þroska. Í einstaka tilvikum getur mat fagráðs verið að aðstæður sérskólans séu ekki líklegar til að veita viðkomandi nemanda þá námslegu og félagslegu örvun sem hann þarf og meiri möguleikar séu til að mæta þeim í öðrum aðstæðum. Hvort sem um er að ræða samþykki eða synjun á umsókn um skólavist eru tillögur fagráðs ávallt settar fram innan þeirra reglna sem gilda um innritun nemenda og með hagsmuni hans, þroska og námslegar þarfir að leiðarljósi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun