Frá Rómaveldi til Reykjavíkur Guðjón Jensson skrifar 18. apríl 2013 06:00 Saga Rómaveldis einkennist af dugnaði og útsjónarsemi en þar fór oft saman ágirnd, ofríki, svik, undirferli, mútur og spilling. Barátta Grakkusarbræðra fyrir meiri jöfnuði og betri samfélagsháttum meðal Rómverja fyrir um 2.150 árum bar lítinn árangur. Aukin auðsöfnun og stríðástand í samfélaginu varð smám saman megineinkenni samfélagsins. Smábændur flosnuðu upp, landeigendur keyptu við smánarverði jarðir þeirra og þeir hófu stórtæka landbúnaðarframleiðslu með þrælahaldi eða mjög ódýru vinnuafli. Smábændur og annað lágstéttarfólk flykktist til Rómar. Þegar valdið færðist saman í Rómaveldi í færri hendur þá var aðferðin þessi: þrír menn gerðu með sér samkomulag um að styðja hver annan: herforingi, auðmaður og valdamaður í þinginu. Þannig komst Sesar til valda með styrk tveggja annarra og síðar frændi hans Oktavius sem tók sér upp nafnið Ágústus sem fyrsti keisarinn. Yfirstétt Rómaveldis úthlutaði brauði til þeirra sem minna máttu sín í samfélaginu en kusu „rétt“. Þeir fengu einnig aðgang að hringleikahúsunum og horfðu á hvernig kristnu friðsömu fólki var varpað fyrir villidýr sem voru fljót að afgreiða „fjandmenn“ ríkisins.Á Íslandi í dag Í Reykjavík hefur borgarastéttin verið vaxandi síðan á 18. öld. Eignasöfnun getur vart hafa verið stórfelld lengi framan af, en á 19. öld verður borgarastéttin smám saman sú stétt sem fer með völdin í skjóli eigna og aðstöðu. Embættismenn og síðar kaupmenn urðu meginstoðir valdsins en um aldamótin 1900 dregur til tíðinda. Með nýrri öld verður grundvöllur að mun stórfelldari eignasöfnun með útgerð og breyttu viðskiptaumhverfi við útlönd. Þá eru það innlendir aðilar sem selja afurðir, einkum fisk til fjarlægari landa, oftast með miklum hagnaði. Á þessum árum verður til núverandi fyrirkomulag stjórnmálanna þar sem hægri flokkur kemur fram á sjónarsviðið. Rúmum tveimur áratugum fyrr voru Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur stofnaðir af sama manninum, Jónasi frá Hriflu! Og enn síðar með heimsstyrjöldinni síðari verður þessi gríðarlega efnahagsbylting. Íslendingar geta á fremur óviðfeldinn hátt fullyrt að þeir hafi grætt þjóða mest á styrjöldinni. Óhætt má segja að „eins dauði sé annars brauð“. Í Reykjavík er valdamikil auðmannastétt, tilbúin að grípa völdin þegar færi gefst. Bankahrunið varð vegna ágirndar og gegndarlauss kæruleysis við stjórn efnahagsmála. Vinstri stjórn hefur verið iðin við að taka til eftir frjálshyggjuna sem er ein dýrasta reynsla þjóðarinnar af margvíslegum afglöpum. Hernaðartækni hægri manna er einföld: með því að grípa hvert einasta tækifæri til þess að grafa undan ríkisstjórninni, er það gert. Gildir einu hvort það sé Icesave, kvótamálið, stjórnarskrármálið eða málefni náttúruverndar. Fyrir marga hægri menn þá virðast þeir ekki vilja viðurkenna að neitt hrun hafi átt sér stað. Allt er þessum voðalegu vinstri mönnum að kenna! Og umfram allt: það þarf að stoppa þennan voðalega ofvirka Sérstaka saksóknara í að ofsækja þá sem borguðu offjár í kosningasjóði okkar hægri manna!Niðurstaða Í dag þurfum við að kaupa nauðsynjar okkar á tiltölulega háu verði af lágu laununum okkar. Við förum ekki í Kólosseum eins og rómverska alþýðan en fáum að horfa á Eurovision á RÚV í staðinn og íþróttir, handbolta og fótboltaspark. Þegar stórmót eru þá verðum við að borga aðgang um Stöð 2 fyrir afnotarétt til að fylgjast með helstu íþróttaviðburðum. Og svo er stundum ókeypis í hoppukastala fyrir kosningar fyrir börnin! Auðmenn Íslands binda vonir sínar í mönnum eins og Sigmundi Davíð og ýmsum öðrum auðmönnum sem með „tæknilegri“ aðstoð Ólafs Ragnars forseta geta fengið á silfurfati aftur völdin yfir Stjórnarráðinu og þar með haft allt opinbert vald í hendi sér næstu fjögur árin. Ef íslensk alþýða sér ekki gegnum „fagurgala“ hægri manna þá er ekki að vænta að hún eigi nokkurs annars betra en vist hjá nákvæmlega sömu hjörðinni og leiddi okkur fram á hengiflugið haustið 2008. Mætti biðja guðina að forða oss frá slíku! Minnumst: Allt er betra en íhaldið! Og gildir einu um hvort íhaldið er að ræða, Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Saga Rómaveldis einkennist af dugnaði og útsjónarsemi en þar fór oft saman ágirnd, ofríki, svik, undirferli, mútur og spilling. Barátta Grakkusarbræðra fyrir meiri jöfnuði og betri samfélagsháttum meðal Rómverja fyrir um 2.150 árum bar lítinn árangur. Aukin auðsöfnun og stríðástand í samfélaginu varð smám saman megineinkenni samfélagsins. Smábændur flosnuðu upp, landeigendur keyptu við smánarverði jarðir þeirra og þeir hófu stórtæka landbúnaðarframleiðslu með þrælahaldi eða mjög ódýru vinnuafli. Smábændur og annað lágstéttarfólk flykktist til Rómar. Þegar valdið færðist saman í Rómaveldi í færri hendur þá var aðferðin þessi: þrír menn gerðu með sér samkomulag um að styðja hver annan: herforingi, auðmaður og valdamaður í þinginu. Þannig komst Sesar til valda með styrk tveggja annarra og síðar frændi hans Oktavius sem tók sér upp nafnið Ágústus sem fyrsti keisarinn. Yfirstétt Rómaveldis úthlutaði brauði til þeirra sem minna máttu sín í samfélaginu en kusu „rétt“. Þeir fengu einnig aðgang að hringleikahúsunum og horfðu á hvernig kristnu friðsömu fólki var varpað fyrir villidýr sem voru fljót að afgreiða „fjandmenn“ ríkisins.Á Íslandi í dag Í Reykjavík hefur borgarastéttin verið vaxandi síðan á 18. öld. Eignasöfnun getur vart hafa verið stórfelld lengi framan af, en á 19. öld verður borgarastéttin smám saman sú stétt sem fer með völdin í skjóli eigna og aðstöðu. Embættismenn og síðar kaupmenn urðu meginstoðir valdsins en um aldamótin 1900 dregur til tíðinda. Með nýrri öld verður grundvöllur að mun stórfelldari eignasöfnun með útgerð og breyttu viðskiptaumhverfi við útlönd. Þá eru það innlendir aðilar sem selja afurðir, einkum fisk til fjarlægari landa, oftast með miklum hagnaði. Á þessum árum verður til núverandi fyrirkomulag stjórnmálanna þar sem hægri flokkur kemur fram á sjónarsviðið. Rúmum tveimur áratugum fyrr voru Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur stofnaðir af sama manninum, Jónasi frá Hriflu! Og enn síðar með heimsstyrjöldinni síðari verður þessi gríðarlega efnahagsbylting. Íslendingar geta á fremur óviðfeldinn hátt fullyrt að þeir hafi grætt þjóða mest á styrjöldinni. Óhætt má segja að „eins dauði sé annars brauð“. Í Reykjavík er valdamikil auðmannastétt, tilbúin að grípa völdin þegar færi gefst. Bankahrunið varð vegna ágirndar og gegndarlauss kæruleysis við stjórn efnahagsmála. Vinstri stjórn hefur verið iðin við að taka til eftir frjálshyggjuna sem er ein dýrasta reynsla þjóðarinnar af margvíslegum afglöpum. Hernaðartækni hægri manna er einföld: með því að grípa hvert einasta tækifæri til þess að grafa undan ríkisstjórninni, er það gert. Gildir einu hvort það sé Icesave, kvótamálið, stjórnarskrármálið eða málefni náttúruverndar. Fyrir marga hægri menn þá virðast þeir ekki vilja viðurkenna að neitt hrun hafi átt sér stað. Allt er þessum voðalegu vinstri mönnum að kenna! Og umfram allt: það þarf að stoppa þennan voðalega ofvirka Sérstaka saksóknara í að ofsækja þá sem borguðu offjár í kosningasjóði okkar hægri manna!Niðurstaða Í dag þurfum við að kaupa nauðsynjar okkar á tiltölulega háu verði af lágu laununum okkar. Við förum ekki í Kólosseum eins og rómverska alþýðan en fáum að horfa á Eurovision á RÚV í staðinn og íþróttir, handbolta og fótboltaspark. Þegar stórmót eru þá verðum við að borga aðgang um Stöð 2 fyrir afnotarétt til að fylgjast með helstu íþróttaviðburðum. Og svo er stundum ókeypis í hoppukastala fyrir kosningar fyrir börnin! Auðmenn Íslands binda vonir sínar í mönnum eins og Sigmundi Davíð og ýmsum öðrum auðmönnum sem með „tæknilegri“ aðstoð Ólafs Ragnars forseta geta fengið á silfurfati aftur völdin yfir Stjórnarráðinu og þar með haft allt opinbert vald í hendi sér næstu fjögur árin. Ef íslensk alþýða sér ekki gegnum „fagurgala“ hægri manna þá er ekki að vænta að hún eigi nokkurs annars betra en vist hjá nákvæmlega sömu hjörðinni og leiddi okkur fram á hengiflugið haustið 2008. Mætti biðja guðina að forða oss frá slíku! Minnumst: Allt er betra en íhaldið! Og gildir einu um hvort íhaldið er að ræða, Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun