Innlent

Makrílhátíð á Ingólfstorgi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Samtökin segja nei við ESB.
Samtökin segja nei við ESB. mynd/Daníel Orri Einarsson
Makrílhátíð á Ingólfstorgi er haldin í dag. Það eru fjöldasamtökin Heimssýn og fleiri samtök sem standa nú í fyrsta sktipti að makrílhátíðinni.

Gunnlaugur Ingvarsson, stjórnarformaður Heimsýnar segir að til standi að gefa gestum og gangandi makríl sem er grillaður á staðnum. Hann reiknar með því að hátíðarhöldin nái hámarki um klukkan 16 til 17 í dag.

Hinir landskunnu Harmonikkubræður munu skemmta og þenja nikkur sínar.



Það hafa komið hingað fullt af fólki, Íslendingum, Færeyjingum og Grænlendingum og öllum hafi þótt makríllinn góður. Hér hefur verið mikil stemning þrátt fyrir rigningu,

Tilefni hátíðarinnar er sú að um helgina standa yfir í Reykjavík viðræður við Evrópusambandið vegna makríls. Að sögn Gunnlaugs hefur Evrópusambandið hóta Íslendingum allskonar viðskiptaþvingunum ef við semjum ekki um makrílinn á þeirra forsendum.

Jafnframt vilja samtökin sýna frændum og vinum í Færeyjum og Grænlandi samstöðu í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×