Ferðamaðurinn er "kjöríbúi“ hvers sveitarfélags Ásbjörn Björgvinsson skrifar 25. október 2013 10:17 Að undanförnu hefur farið fram mjög góð og gagnleg umræða um framtíð íslenskrar ferðaþjónustu en að mínu mati hefur verið einblínt um of á efnahagsleg áhrif af ferðamönnum og fjölgun ferðamanna. Samfélagslegu áhrifin af ferðamönnum og ferðaþjónustunni hafa lítt verið til skoðunar og nánast ekkert rædd eða talin til tekna þótt öll rök hnígi að því að þau áhrif geti verið allt eins mikilvæg fyrir Ísland. Einn stærsti kosturinn við ferðamenn, bæði innlenda og erlenda, er að þeir koma inn í viðskipta-, efnahags- og atvinnulífið eins og hverjir aðrir íbúar þessa lands. Þessir nýju „íbúar“ styrkja og styðja margvíslegan rekstur á viðkomandi svæðum ásamt því að stuðla að hærra þjónustustigi fyrir heimamenn, til dæmis með bættum samgöngum, fjölgun veitingahúsa, hótela og gististaða, nýrri afþreyingu, minjagripa- og matvælaframleiðslu og auknu framboði alls konar afþreyingar og lengingu opnunartíma almannaþjónustu svo sem sundlauga, safna og verslana og fleira. Þessir aufúsugestir nýta hins vegar lítt þá grunnþjónustu sem hvert sveitarfélag þarf að hafa, s.s. skóla, félagsþjónustu, heilsugæslu, slökkvilið, elliheimili, leikskóla og svo framvegis. Þetta eru því „kjöríbúar“ sem skilja eftir sig mikil félagsleg verðmæti ekki síður en efnahagsleg sem nýtast öllu samfélaginu. Ferðamenn bæta búsetuskilyrði og lífsgæði þeirra íbúa sem fyrir eru með margvíslegum hætti ásamt því að stuðla beint að aukinni bjartsýni og vellíðan heimamanna sem seint verður til fjár metin. Að auki njóta sveitarfélögin margvíslegra tekna af ferðaþjónustunni, s.s. útsvarstekna, aðstöðugjalda, fasteignagjalda og ýmissa þjónustugjalda af þessari fjölbreyttu atvinnugrein. Í umræðunni um framtíð ferðaþjónustunnar hefur mikið verið rætt um fjölgun ferðamanna í stað þess að skoða frekar með hvaða hætti hægt er að lengja dvöl ferðamanna og fá þannig fram meiri tekjur af hverjum ferðamanni og bæta arðsemi innan greinarinnar. Lenging dvalar ætti að vera höfuðmarkmið greinarinnar frekar en endalaus fjölgun. Ein besta leiðin til að lengja dvöl ferðamanna er að bjóða upp á nýja afþreyingu, nýja segla, nýja þjónustu, aukin gæði og vingjarnlegra viðmót, að benda ferðamanninum á að heimsækja líka „samkeppnisaðilann“ eða svæðið sem þú keppir við. Þannig náum við fram mun betri nýtingu á fjárfestingunni. Það er umhugsunarefni að atvinnugrein sem í ár mun líklega skila mestum gjaldeyristekjum til þjóðarinnar skuli stöðugt vera að bregðast við ástandi sem þegar hefur skapast í stað þess að búið sé að skapa þær aðstæður að fjölgun og lenging dvalar ferðamanna sé ekki vandamál heldur verkefni. Ferðaþjónustan hefur undanfarin ár unnið markvist að stefnumótun en henni lýkur aldrei því aðstæður breytast hraðar en reiknað er með. Í mínum huga er stefnumótun að vera vitur eftir á, fyrirfram. Þessi umræða þarf stöðugt að vera í gangi. Ferðaþjónustan, stjórnvöld og sveitarfélögin verða alltaf að fylgja þeim þremur markmiðum sem sjálfbær nýting byggir grundvöll sinn á, því að öðrum kosti er hætta á að auðlindin skaðist, samfélögin verði ósátt og gesturinn okkar fær ekki lengur trúverðuga upplifun eða þau gæði sem við lofum. Gæði en ekki græðgi þarf að vera okkar leiðarljós inn í nýja framtíð íslenskrar ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur farið fram mjög góð og gagnleg umræða um framtíð íslenskrar ferðaþjónustu en að mínu mati hefur verið einblínt um of á efnahagsleg áhrif af ferðamönnum og fjölgun ferðamanna. Samfélagslegu áhrifin af ferðamönnum og ferðaþjónustunni hafa lítt verið til skoðunar og nánast ekkert rædd eða talin til tekna þótt öll rök hnígi að því að þau áhrif geti verið allt eins mikilvæg fyrir Ísland. Einn stærsti kosturinn við ferðamenn, bæði innlenda og erlenda, er að þeir koma inn í viðskipta-, efnahags- og atvinnulífið eins og hverjir aðrir íbúar þessa lands. Þessir nýju „íbúar“ styrkja og styðja margvíslegan rekstur á viðkomandi svæðum ásamt því að stuðla að hærra þjónustustigi fyrir heimamenn, til dæmis með bættum samgöngum, fjölgun veitingahúsa, hótela og gististaða, nýrri afþreyingu, minjagripa- og matvælaframleiðslu og auknu framboði alls konar afþreyingar og lengingu opnunartíma almannaþjónustu svo sem sundlauga, safna og verslana og fleira. Þessir aufúsugestir nýta hins vegar lítt þá grunnþjónustu sem hvert sveitarfélag þarf að hafa, s.s. skóla, félagsþjónustu, heilsugæslu, slökkvilið, elliheimili, leikskóla og svo framvegis. Þetta eru því „kjöríbúar“ sem skilja eftir sig mikil félagsleg verðmæti ekki síður en efnahagsleg sem nýtast öllu samfélaginu. Ferðamenn bæta búsetuskilyrði og lífsgæði þeirra íbúa sem fyrir eru með margvíslegum hætti ásamt því að stuðla beint að aukinni bjartsýni og vellíðan heimamanna sem seint verður til fjár metin. Að auki njóta sveitarfélögin margvíslegra tekna af ferðaþjónustunni, s.s. útsvarstekna, aðstöðugjalda, fasteignagjalda og ýmissa þjónustugjalda af þessari fjölbreyttu atvinnugrein. Í umræðunni um framtíð ferðaþjónustunnar hefur mikið verið rætt um fjölgun ferðamanna í stað þess að skoða frekar með hvaða hætti hægt er að lengja dvöl ferðamanna og fá þannig fram meiri tekjur af hverjum ferðamanni og bæta arðsemi innan greinarinnar. Lenging dvalar ætti að vera höfuðmarkmið greinarinnar frekar en endalaus fjölgun. Ein besta leiðin til að lengja dvöl ferðamanna er að bjóða upp á nýja afþreyingu, nýja segla, nýja þjónustu, aukin gæði og vingjarnlegra viðmót, að benda ferðamanninum á að heimsækja líka „samkeppnisaðilann“ eða svæðið sem þú keppir við. Þannig náum við fram mun betri nýtingu á fjárfestingunni. Það er umhugsunarefni að atvinnugrein sem í ár mun líklega skila mestum gjaldeyristekjum til þjóðarinnar skuli stöðugt vera að bregðast við ástandi sem þegar hefur skapast í stað þess að búið sé að skapa þær aðstæður að fjölgun og lenging dvalar ferðamanna sé ekki vandamál heldur verkefni. Ferðaþjónustan hefur undanfarin ár unnið markvist að stefnumótun en henni lýkur aldrei því aðstæður breytast hraðar en reiknað er með. Í mínum huga er stefnumótun að vera vitur eftir á, fyrirfram. Þessi umræða þarf stöðugt að vera í gangi. Ferðaþjónustan, stjórnvöld og sveitarfélögin verða alltaf að fylgja þeim þremur markmiðum sem sjálfbær nýting byggir grundvöll sinn á, því að öðrum kosti er hætta á að auðlindin skaðist, samfélögin verði ósátt og gesturinn okkar fær ekki lengur trúverðuga upplifun eða þau gæði sem við lofum. Gæði en ekki græðgi þarf að vera okkar leiðarljós inn í nýja framtíð íslenskrar ferðaþjónustu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun