Lífið

Prince opnar Paisley Park

Tónlistarmaðurinn Prince kemur fram í Paisley Park ásamt hljómsveit sinni.
Tónlistarmaðurinn Prince kemur fram í Paisley Park ásamt hljómsveit sinni. NORDICPHOTOS/GETTY
Prince opnar heimili sitt og stúdíó, Paisley Park, um helgina og heldur þar tónleika. Á tónleikunum kemur hann fram með gamalli hljómsveit sinni, Next Power Generation, en einnig nýju sveitinni 3rdEyeGirl.

Trommuleikari Prince, Hannah Ford, sagði að þau vildu opna þessa frægu byggingu fyrir almenningi og kynna fólki tónlistina sem þau hafa verið að vinna í.

Ekki verður rukkað sérstaklega inn á tónleikana en mælt er með að fólk gefi um sex þúsund krónur í góðgerðarskyni. Þá hefur Prince stranglega bannað myndavélar, síma og áfenga drykki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.