Um ábyrgð lækna Elías Sæbjörn Eyþórsson skrifar 11. október 2013 06:00 Í Kastljósi þann 24. september sl. ræddi Jóhannes Kr. Kristjánsson við Fjólu Dögg Sigurðardóttur, formann Félags læknanema, og Ásdísi Örnu Björnsdóttur, formann sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um könnun sem var lögð fyrir nemendur í heilbrigðistengdum greinum við Háskóla Íslands. Í stuttu máli var niðurstaða hennar að fæstir nemar gátu hugsað sér að vinna á Landspítalanum að loknu námi við núverandi aðstæður. Viðtalið var upplýsandi og ég hvet þig lesandi til að nálgast það á vef Ríkisútvarpsins. Jóhannes stóð sig ágætlega. Hann spurði viðmælendur sína til skiptis og dró fram þær upplýsingar sem þurfti. Þegar leið á viðtalið varpaði Jóhannes hins vegar fram þeirri spurningu hvort læknum bæri ekki siðferðisleg skylda til að starfa á Íslandi þar sem námið þeirra væri kostað af skattgreiðendum. Þessari skoðun er nær undantekningalaust skotið inn í umræðuna í hvert sinn sem kjaramál lækna eru rædd. Við nánari athugun er hún í besta falli vanhugsuð og má ekki standa óátalin. Á Íslandi er menntun niðurgreidd af ríkinu. Þjóðfélagið hefur tekið þá ákvörðun að það sé eftirsóknarvert að tryggja rétt allra til náms óháð fjárhag. Þetta samrýmist stefnu þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við og er að mínu viti skynsamlegt. Hægt er að hafa skoðun á þessari stefnu en það er önnur umræða út af fyrir sig. Niðurgreiðslan gildir ekki bara um læknisfræði, heldur allar fræðigreinar sem hægt er að nema. Samt sem áður heyrist aldrei sagt um veðurfræðinga, myndlistarfólk eða viðskiptafræðinga að þeim beri siðferðisleg skylda til að starfa á Íslandi eftir útskrift. Enda væri það bersýnilega fáránlegt.Rót vandans Nú hugsar þú kæri lesandi: „En Elías, læknanemar kosta meira en aðrir nemar!“ Segir hver? Þrátt fyrir mikla leit finn ég hvergi útreiknaðan meðalkostnað á nemanda eftir námsleiðum. Jafnvel ef þær upplýsingar eru til og læknanemar kosta meira en aðrir þá finnst mér ekki að það séu rök til stuðnings átthagafjötrum. Er einhver hámarksupphæð sem nemi má kosta til þess að hann eigi rétt á að flytja til útlanda í framtíðinni? Ímyndum okkur að lækni bæri að starfa þar sem skattgreiðendur hafa kostað nám hans. Flestir læknar sérhæfa sig í undirgreinum læknisfræðinnar. Þetta framhaldsnám er ekki í boði á Íslandi í flestum sérgreinum og læknar sækja sér það nám erlendis. Íslenskir skattgreiðendur borga ekkert með því námi. Það gera erlendir skattgreiðendur hins vegar. Hvar eiga þá læknar að starfa? Hvor siðferðislega skyldan vegur þyngra? Er það bundið við krónutölu? Ég fellst á það að þessi skoðun er sjaldan úthugsuð. Henni er hent fram í örvæntingu af fólki sem sér hættuna á atgervisflótta lækna en sér engar lausnir á því erfiða vandamáli. Ég þykist ekki vita hvernig má leysa vanda heilbrigðiskerfisins. En það gagnast engum að varpa ábyrgðinni á lækna sem telja sig ekki geta starfað við þær aðstæður sem þeim eru boðnar. Það þarf að taka á rót vandans, ekki á afleiðingunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í Kastljósi þann 24. september sl. ræddi Jóhannes Kr. Kristjánsson við Fjólu Dögg Sigurðardóttur, formann Félags læknanema, og Ásdísi Örnu Björnsdóttur, formann sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um könnun sem var lögð fyrir nemendur í heilbrigðistengdum greinum við Háskóla Íslands. Í stuttu máli var niðurstaða hennar að fæstir nemar gátu hugsað sér að vinna á Landspítalanum að loknu námi við núverandi aðstæður. Viðtalið var upplýsandi og ég hvet þig lesandi til að nálgast það á vef Ríkisútvarpsins. Jóhannes stóð sig ágætlega. Hann spurði viðmælendur sína til skiptis og dró fram þær upplýsingar sem þurfti. Þegar leið á viðtalið varpaði Jóhannes hins vegar fram þeirri spurningu hvort læknum bæri ekki siðferðisleg skylda til að starfa á Íslandi þar sem námið þeirra væri kostað af skattgreiðendum. Þessari skoðun er nær undantekningalaust skotið inn í umræðuna í hvert sinn sem kjaramál lækna eru rædd. Við nánari athugun er hún í besta falli vanhugsuð og má ekki standa óátalin. Á Íslandi er menntun niðurgreidd af ríkinu. Þjóðfélagið hefur tekið þá ákvörðun að það sé eftirsóknarvert að tryggja rétt allra til náms óháð fjárhag. Þetta samrýmist stefnu þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við og er að mínu viti skynsamlegt. Hægt er að hafa skoðun á þessari stefnu en það er önnur umræða út af fyrir sig. Niðurgreiðslan gildir ekki bara um læknisfræði, heldur allar fræðigreinar sem hægt er að nema. Samt sem áður heyrist aldrei sagt um veðurfræðinga, myndlistarfólk eða viðskiptafræðinga að þeim beri siðferðisleg skylda til að starfa á Íslandi eftir útskrift. Enda væri það bersýnilega fáránlegt.Rót vandans Nú hugsar þú kæri lesandi: „En Elías, læknanemar kosta meira en aðrir nemar!“ Segir hver? Þrátt fyrir mikla leit finn ég hvergi útreiknaðan meðalkostnað á nemanda eftir námsleiðum. Jafnvel ef þær upplýsingar eru til og læknanemar kosta meira en aðrir þá finnst mér ekki að það séu rök til stuðnings átthagafjötrum. Er einhver hámarksupphæð sem nemi má kosta til þess að hann eigi rétt á að flytja til útlanda í framtíðinni? Ímyndum okkur að lækni bæri að starfa þar sem skattgreiðendur hafa kostað nám hans. Flestir læknar sérhæfa sig í undirgreinum læknisfræðinnar. Þetta framhaldsnám er ekki í boði á Íslandi í flestum sérgreinum og læknar sækja sér það nám erlendis. Íslenskir skattgreiðendur borga ekkert með því námi. Það gera erlendir skattgreiðendur hins vegar. Hvar eiga þá læknar að starfa? Hvor siðferðislega skyldan vegur þyngra? Er það bundið við krónutölu? Ég fellst á það að þessi skoðun er sjaldan úthugsuð. Henni er hent fram í örvæntingu af fólki sem sér hættuna á atgervisflótta lækna en sér engar lausnir á því erfiða vandamáli. Ég þykist ekki vita hvernig má leysa vanda heilbrigðiskerfisins. En það gagnast engum að varpa ábyrgðinni á lækna sem telja sig ekki geta starfað við þær aðstæður sem þeim eru boðnar. Það þarf að taka á rót vandans, ekki á afleiðingunum.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun