Engar eyjar í netheimum Chris Jagger og Jakob Þór Kristjánsson skrifar 25. maí 2013 06:00 Þessi grein varpar ljósi á aukið mikilvægi þess að almenningur sé meðvitaður um þær hættur sem leynast á netinu og hvaða ráð einstaklingar hafa til að öðlast aukið öryggi. 2,2 milljarðar manna nota netið og samtengd tæki eru orðin fleiri en notendurnir. Við erum hvert orðið háð aðgerðum annars á internetinu. Hinn samtengdi heimur sem við lifum í veitir milljörðum manna áður óþekkt tækifæri og ávinningurinn er augljós. Við kaupum vörur, notum heimabanka og stundum viðskipti á netinu. Mörg okkar eru alltaf tengd netinu, heima hjá okkur, í bílnum og í vinnunni. Fæst getum við hugsað okkur lífið án fjarsamskiptatækja, en því að vera háður einhverju fylgir varnarleysi. Hvar sem við erum stödd í heiminum erum við mögulega varnarlaus gegn tölvuþrjótum. Hætturnar ná þannig út í alla króka og kima heimsins og fara sífellt vaxandi, eru síbreytilegar og teygja anga sína í sífellu til nýrra sviða í lífi okkar. Það eru engar eyjar í netheimum. Mikilvægt er að almenningur geri sér í ríkari mæli grein fyrir þeim öryggishættum sem fyrirfinnast í netheimum. Einstaklingar, ekki einungis ríkisstjórnir og vinnuveitendur, verða að auka árvekni sína. Allt samfélagið verður að svara þessu kalli. Sem einstaklingar verðum við að vara okkur á þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir á netinu og átta okkur á þeirri ábyrgð sem við berum gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Lykillinn að auknu öryggi okkar í netheimum er vitundarvakning sem einungis næst með fræðslu um hættur og viðeigandi ráðstöfunum. Sálfræðilegar hindranir Þó að við gerum okkur mörg grein fyrir því að við verðum að gera meira til að auka netöryggi okkar, eru þrjár sálfræðilegar hindranir sem nauðsynlegt er að ryðja úr vegi. Fyrsta og líklega stærsta hindrunin er sú viðtekna skoðun að netöryggi sé afar flókið tæknilegt viðfangsefni. Í þeirri fölsku skynjun felst að flest erum við ófær um að gera nokkuð í öryggismálum okkar og að slíkt hljóti að vera á ábyrgð annarra. Önnur hindrunin er sú trú að ef okkar eigin hegðun á netinu er heiðarleg, þá sé ekki hægt að valda okkur skaða og því sé óþarfi að grípa til aðgerða til varnar. Þriðja hindrunin er það sem virðist óyfirstíganlegt verkefni: safna og tileinka okkur þau feikn af upplýsingum sem nauðsynleg eru til að vera meðvituð, á varðbergi og viðbúin hættunum svo að við getum varist þeim. Til þess að ryðja þessum hindrunum úr vegi kynnum við hugtakið netheilbrigðisvitund. Þetta einfalda en jafnframt kraftmikla hugtak útskýrir þörfina á fræðslu á ákveðnum undirstöðuatriðum sem leiða okkur áleiðis að öruggari hegðun á netinu. Nýlegar alhliða rannsóknir benda til þess að um 80-90% þeirra ógna sem fyrir hendi eru á netinu væri hægt að fjarlægja með auknu netheilbrigði. Án réttrar tækniþekkingar og gagnaðgerða mun „vírusinn“ einfaldlega dreifa sér. Lausnin felst í því að koma netheilbrigðisvitund á framfæri við sem allra flesta netnotendur með auðskiljanlegum og greinargóðum hætti. Ein leið að því markmiði er að bjóða upp á þjálfun sem útskýrir öryggismál á netinu gegnum reynslusögur og með dæmum, þar sem einstaklingnum er gert kleift að nota lærdóminn í sínum eigin aðstæðum. Reynslusögurnar og dæmin verða að ná yfir allt litróf þess umhverfis sem við hrærumst í á netinu; á heimilinu, á skrifstofunni, á ferðalögum o.s.frv. Þessi lærdómsaðferð gerir einstaklingum kleift að byggja upp víðtækan skilning á þeim öryggishættum sem fylgja netnotkun og notkun þeirra í daglegu lífi. Netið hefur fært okkur nýjan heim og áður óþekkt tækifæri. Það er á okkar ábyrgð að skilja þær hættur sem honum fylgja og geta þannig notið tækifæranna sem í boði eru án þess að hljóta skaða af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þessi grein varpar ljósi á aukið mikilvægi þess að almenningur sé meðvitaður um þær hættur sem leynast á netinu og hvaða ráð einstaklingar hafa til að öðlast aukið öryggi. 2,2 milljarðar manna nota netið og samtengd tæki eru orðin fleiri en notendurnir. Við erum hvert orðið háð aðgerðum annars á internetinu. Hinn samtengdi heimur sem við lifum í veitir milljörðum manna áður óþekkt tækifæri og ávinningurinn er augljós. Við kaupum vörur, notum heimabanka og stundum viðskipti á netinu. Mörg okkar eru alltaf tengd netinu, heima hjá okkur, í bílnum og í vinnunni. Fæst getum við hugsað okkur lífið án fjarsamskiptatækja, en því að vera háður einhverju fylgir varnarleysi. Hvar sem við erum stödd í heiminum erum við mögulega varnarlaus gegn tölvuþrjótum. Hætturnar ná þannig út í alla króka og kima heimsins og fara sífellt vaxandi, eru síbreytilegar og teygja anga sína í sífellu til nýrra sviða í lífi okkar. Það eru engar eyjar í netheimum. Mikilvægt er að almenningur geri sér í ríkari mæli grein fyrir þeim öryggishættum sem fyrirfinnast í netheimum. Einstaklingar, ekki einungis ríkisstjórnir og vinnuveitendur, verða að auka árvekni sína. Allt samfélagið verður að svara þessu kalli. Sem einstaklingar verðum við að vara okkur á þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir á netinu og átta okkur á þeirri ábyrgð sem við berum gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Lykillinn að auknu öryggi okkar í netheimum er vitundarvakning sem einungis næst með fræðslu um hættur og viðeigandi ráðstöfunum. Sálfræðilegar hindranir Þó að við gerum okkur mörg grein fyrir því að við verðum að gera meira til að auka netöryggi okkar, eru þrjár sálfræðilegar hindranir sem nauðsynlegt er að ryðja úr vegi. Fyrsta og líklega stærsta hindrunin er sú viðtekna skoðun að netöryggi sé afar flókið tæknilegt viðfangsefni. Í þeirri fölsku skynjun felst að flest erum við ófær um að gera nokkuð í öryggismálum okkar og að slíkt hljóti að vera á ábyrgð annarra. Önnur hindrunin er sú trú að ef okkar eigin hegðun á netinu er heiðarleg, þá sé ekki hægt að valda okkur skaða og því sé óþarfi að grípa til aðgerða til varnar. Þriðja hindrunin er það sem virðist óyfirstíganlegt verkefni: safna og tileinka okkur þau feikn af upplýsingum sem nauðsynleg eru til að vera meðvituð, á varðbergi og viðbúin hættunum svo að við getum varist þeim. Til þess að ryðja þessum hindrunum úr vegi kynnum við hugtakið netheilbrigðisvitund. Þetta einfalda en jafnframt kraftmikla hugtak útskýrir þörfina á fræðslu á ákveðnum undirstöðuatriðum sem leiða okkur áleiðis að öruggari hegðun á netinu. Nýlegar alhliða rannsóknir benda til þess að um 80-90% þeirra ógna sem fyrir hendi eru á netinu væri hægt að fjarlægja með auknu netheilbrigði. Án réttrar tækniþekkingar og gagnaðgerða mun „vírusinn“ einfaldlega dreifa sér. Lausnin felst í því að koma netheilbrigðisvitund á framfæri við sem allra flesta netnotendur með auðskiljanlegum og greinargóðum hætti. Ein leið að því markmiði er að bjóða upp á þjálfun sem útskýrir öryggismál á netinu gegnum reynslusögur og með dæmum, þar sem einstaklingnum er gert kleift að nota lærdóminn í sínum eigin aðstæðum. Reynslusögurnar og dæmin verða að ná yfir allt litróf þess umhverfis sem við hrærumst í á netinu; á heimilinu, á skrifstofunni, á ferðalögum o.s.frv. Þessi lærdómsaðferð gerir einstaklingum kleift að byggja upp víðtækan skilning á þeim öryggishættum sem fylgja netnotkun og notkun þeirra í daglegu lífi. Netið hefur fært okkur nýjan heim og áður óþekkt tækifæri. Það er á okkar ábyrgð að skilja þær hættur sem honum fylgja og geta þannig notið tækifæranna sem í boði eru án þess að hljóta skaða af.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar