Engar eyjar í netheimum Chris Jagger og Jakob Þór Kristjánsson skrifar 25. maí 2013 06:00 Þessi grein varpar ljósi á aukið mikilvægi þess að almenningur sé meðvitaður um þær hættur sem leynast á netinu og hvaða ráð einstaklingar hafa til að öðlast aukið öryggi. 2,2 milljarðar manna nota netið og samtengd tæki eru orðin fleiri en notendurnir. Við erum hvert orðið háð aðgerðum annars á internetinu. Hinn samtengdi heimur sem við lifum í veitir milljörðum manna áður óþekkt tækifæri og ávinningurinn er augljós. Við kaupum vörur, notum heimabanka og stundum viðskipti á netinu. Mörg okkar eru alltaf tengd netinu, heima hjá okkur, í bílnum og í vinnunni. Fæst getum við hugsað okkur lífið án fjarsamskiptatækja, en því að vera háður einhverju fylgir varnarleysi. Hvar sem við erum stödd í heiminum erum við mögulega varnarlaus gegn tölvuþrjótum. Hætturnar ná þannig út í alla króka og kima heimsins og fara sífellt vaxandi, eru síbreytilegar og teygja anga sína í sífellu til nýrra sviða í lífi okkar. Það eru engar eyjar í netheimum. Mikilvægt er að almenningur geri sér í ríkari mæli grein fyrir þeim öryggishættum sem fyrirfinnast í netheimum. Einstaklingar, ekki einungis ríkisstjórnir og vinnuveitendur, verða að auka árvekni sína. Allt samfélagið verður að svara þessu kalli. Sem einstaklingar verðum við að vara okkur á þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir á netinu og átta okkur á þeirri ábyrgð sem við berum gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Lykillinn að auknu öryggi okkar í netheimum er vitundarvakning sem einungis næst með fræðslu um hættur og viðeigandi ráðstöfunum. Sálfræðilegar hindranir Þó að við gerum okkur mörg grein fyrir því að við verðum að gera meira til að auka netöryggi okkar, eru þrjár sálfræðilegar hindranir sem nauðsynlegt er að ryðja úr vegi. Fyrsta og líklega stærsta hindrunin er sú viðtekna skoðun að netöryggi sé afar flókið tæknilegt viðfangsefni. Í þeirri fölsku skynjun felst að flest erum við ófær um að gera nokkuð í öryggismálum okkar og að slíkt hljóti að vera á ábyrgð annarra. Önnur hindrunin er sú trú að ef okkar eigin hegðun á netinu er heiðarleg, þá sé ekki hægt að valda okkur skaða og því sé óþarfi að grípa til aðgerða til varnar. Þriðja hindrunin er það sem virðist óyfirstíganlegt verkefni: safna og tileinka okkur þau feikn af upplýsingum sem nauðsynleg eru til að vera meðvituð, á varðbergi og viðbúin hættunum svo að við getum varist þeim. Til þess að ryðja þessum hindrunum úr vegi kynnum við hugtakið netheilbrigðisvitund. Þetta einfalda en jafnframt kraftmikla hugtak útskýrir þörfina á fræðslu á ákveðnum undirstöðuatriðum sem leiða okkur áleiðis að öruggari hegðun á netinu. Nýlegar alhliða rannsóknir benda til þess að um 80-90% þeirra ógna sem fyrir hendi eru á netinu væri hægt að fjarlægja með auknu netheilbrigði. Án réttrar tækniþekkingar og gagnaðgerða mun „vírusinn“ einfaldlega dreifa sér. Lausnin felst í því að koma netheilbrigðisvitund á framfæri við sem allra flesta netnotendur með auðskiljanlegum og greinargóðum hætti. Ein leið að því markmiði er að bjóða upp á þjálfun sem útskýrir öryggismál á netinu gegnum reynslusögur og með dæmum, þar sem einstaklingnum er gert kleift að nota lærdóminn í sínum eigin aðstæðum. Reynslusögurnar og dæmin verða að ná yfir allt litróf þess umhverfis sem við hrærumst í á netinu; á heimilinu, á skrifstofunni, á ferðalögum o.s.frv. Þessi lærdómsaðferð gerir einstaklingum kleift að byggja upp víðtækan skilning á þeim öryggishættum sem fylgja netnotkun og notkun þeirra í daglegu lífi. Netið hefur fært okkur nýjan heim og áður óþekkt tækifæri. Það er á okkar ábyrgð að skilja þær hættur sem honum fylgja og geta þannig notið tækifæranna sem í boði eru án þess að hljóta skaða af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi grein varpar ljósi á aukið mikilvægi þess að almenningur sé meðvitaður um þær hættur sem leynast á netinu og hvaða ráð einstaklingar hafa til að öðlast aukið öryggi. 2,2 milljarðar manna nota netið og samtengd tæki eru orðin fleiri en notendurnir. Við erum hvert orðið háð aðgerðum annars á internetinu. Hinn samtengdi heimur sem við lifum í veitir milljörðum manna áður óþekkt tækifæri og ávinningurinn er augljós. Við kaupum vörur, notum heimabanka og stundum viðskipti á netinu. Mörg okkar eru alltaf tengd netinu, heima hjá okkur, í bílnum og í vinnunni. Fæst getum við hugsað okkur lífið án fjarsamskiptatækja, en því að vera háður einhverju fylgir varnarleysi. Hvar sem við erum stödd í heiminum erum við mögulega varnarlaus gegn tölvuþrjótum. Hætturnar ná þannig út í alla króka og kima heimsins og fara sífellt vaxandi, eru síbreytilegar og teygja anga sína í sífellu til nýrra sviða í lífi okkar. Það eru engar eyjar í netheimum. Mikilvægt er að almenningur geri sér í ríkari mæli grein fyrir þeim öryggishættum sem fyrirfinnast í netheimum. Einstaklingar, ekki einungis ríkisstjórnir og vinnuveitendur, verða að auka árvekni sína. Allt samfélagið verður að svara þessu kalli. Sem einstaklingar verðum við að vara okkur á þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir á netinu og átta okkur á þeirri ábyrgð sem við berum gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Lykillinn að auknu öryggi okkar í netheimum er vitundarvakning sem einungis næst með fræðslu um hættur og viðeigandi ráðstöfunum. Sálfræðilegar hindranir Þó að við gerum okkur mörg grein fyrir því að við verðum að gera meira til að auka netöryggi okkar, eru þrjár sálfræðilegar hindranir sem nauðsynlegt er að ryðja úr vegi. Fyrsta og líklega stærsta hindrunin er sú viðtekna skoðun að netöryggi sé afar flókið tæknilegt viðfangsefni. Í þeirri fölsku skynjun felst að flest erum við ófær um að gera nokkuð í öryggismálum okkar og að slíkt hljóti að vera á ábyrgð annarra. Önnur hindrunin er sú trú að ef okkar eigin hegðun á netinu er heiðarleg, þá sé ekki hægt að valda okkur skaða og því sé óþarfi að grípa til aðgerða til varnar. Þriðja hindrunin er það sem virðist óyfirstíganlegt verkefni: safna og tileinka okkur þau feikn af upplýsingum sem nauðsynleg eru til að vera meðvituð, á varðbergi og viðbúin hættunum svo að við getum varist þeim. Til þess að ryðja þessum hindrunum úr vegi kynnum við hugtakið netheilbrigðisvitund. Þetta einfalda en jafnframt kraftmikla hugtak útskýrir þörfina á fræðslu á ákveðnum undirstöðuatriðum sem leiða okkur áleiðis að öruggari hegðun á netinu. Nýlegar alhliða rannsóknir benda til þess að um 80-90% þeirra ógna sem fyrir hendi eru á netinu væri hægt að fjarlægja með auknu netheilbrigði. Án réttrar tækniþekkingar og gagnaðgerða mun „vírusinn“ einfaldlega dreifa sér. Lausnin felst í því að koma netheilbrigðisvitund á framfæri við sem allra flesta netnotendur með auðskiljanlegum og greinargóðum hætti. Ein leið að því markmiði er að bjóða upp á þjálfun sem útskýrir öryggismál á netinu gegnum reynslusögur og með dæmum, þar sem einstaklingnum er gert kleift að nota lærdóminn í sínum eigin aðstæðum. Reynslusögurnar og dæmin verða að ná yfir allt litróf þess umhverfis sem við hrærumst í á netinu; á heimilinu, á skrifstofunni, á ferðalögum o.s.frv. Þessi lærdómsaðferð gerir einstaklingum kleift að byggja upp víðtækan skilning á þeim öryggishættum sem fylgja netnotkun og notkun þeirra í daglegu lífi. Netið hefur fært okkur nýjan heim og áður óþekkt tækifæri. Það er á okkar ábyrgð að skilja þær hættur sem honum fylgja og geta þannig notið tækifæranna sem í boði eru án þess að hljóta skaða af.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar