Innlent

„Gott að fá að heyra í honum“

Brjánn Jónasson skrifar
Davíð Örn Gunnarsson verður í farbanni þar til réttað hefur verið í máli hans.
Davíð Örn Gunnarsson verður í farbanni þar til réttað hefur verið í máli hans.
„Það var auðvitað rosalega gott að fá að heyra í honum,“ segir Þóra Björg Birgisdóttir, sambýliskona Davíðs Arnar Bjarnasonar, sem setið hefur í tyrknesku fangelsi frá því á síðasta föstudag.

Davíð var í gær fluttur frá fangelsinu þar sem hann hafði verið í varðhaldi á lögreglustöð. Þar fékk hann að hitta íslenskan sendiráðsstarfsmann frá Danmörku sem fór utan á miðvikudag til að vinna í hans málum.

Davíð var í kjölfarið látinn laus og þurfti ekki að leggja fram neina tryggingu. Hann verður í farbanni til 25. apríl næstkomandi.

„Við lögðum áherslu á að ná honum úr fangelsi eins hratt og hægt væri,“ segir Pétur Ásgeirsson, sviðsstjóri hjá utanríkisráðuneytinu. Hann segir að Davíð muni væntanlega dvelja á hóteli á meðan hann bíður þess að mál hans verði dómtekið.

„Hann hefur það eftir atvikum ágætt,“ segir Pétur en bætir við að hafa verði í huga að fangelsisvist sé fólki aldrei auðveld.

Þóra talaði við Davíð í síma í gær en vildi lítið segja um aðstæður hans eða líðan. Hún segir hann ekki vilja ræða við fjölmiðla í bili af ótta við að segja eitthvað sem gæti haft neikvæð áhrif á málið.

Davíð var handtekinn á flugvellinum í Antalya á Tyrklandi föstudaginn 8. mars grunaður um tilraun til að smygla fornminjum. Hann var með marmarastein í farangrinum sem hann segist hafa keypt á ferðamannamarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×