Innlent

Alger óvissa ríkir um grásleppuveiðarnar í ár

Alger óvissa ríkir um hvort einhverjir hefja grásleppuveiðar á vertíðiinni, sem hefst eftir fimm daga.

Að sögn Arnar Pálssonar framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda hafa hrognakaupendur ekki viðrað neitt verð fyrir hrognin, sem er óvenjulegt við upphaf vertíðar.

Þá eru 15 hundruð tunnur að rúmlega 12 þúsund tunnum, sem fengust í fyrra, enn óseldar og það litla sem selst er á meira en helmingi lægra verði en fékkst í fyrra.

Auk þessa hefur veiðidögum verið fækkað úr 50 í fyrra niður i 20 núna og svo hefur netafjölda á hvern bát verið fækkað úr 300 niður í 200. Margir grásleppusjópmenn segja þetta of marga óvissuþætti til að réttlætanlegt sé að hefja veiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×