Ford Fiesta ST á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2013 12:30 Er nú 20% öflugri og 20% eyðslugrennri en forverinn. Ford hefur nú kynnt ST-kraftaútgáfu af hinum vinsæla Ford Fiesta bíl og fer þar sneggsti bíll sem borið hefur nafnið Fiesta til þessa. Hann er aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið, enda með 182 hestafla vél, sem telst dágott í ekki stærri bíl. Vélin er þó ekki stór í sniðum, þ.e. 1,6 lítra túrbínuvél af EcoBoost gerð. Nú á dögum þurfa kraftabílar ekki endilega að vera eyðsluklær á eldsneyti og sannar þessi bíll það, eyðsla í blönduðum akstri er aðeins 5,9 lítrar. Frá fyrri gerð Fiesta ST er sú nýja 20% öflugri en líka 20% eyðslugrennri. Undirvagninn er frábrugðinn venjulegri Fiestu, hönnuð af Ford Team RS og fjöðrun og bremsur einnig. Bíllinn er með Recaro framsætum og öflugum hljómtækjum. Útlitsbreytingar eru þónokkrar að utan frá venjulegri Fiestu og allt gert til þess að gera hann sem sportlegastan. Ford Fiesta ST er framleiddur í 5 hressilegum litum sem bera það með sér að þar fer ekki hófsamur bíll. Brimborg áætlar að fyrstu bílarnir af Fiesta ST komi í sumar og verði á verðinu 3,8-3,9 milljónir. Það verður að teljast spennandi verð á spennandi bíl og ekki svo langt að bíða. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent
Er nú 20% öflugri og 20% eyðslugrennri en forverinn. Ford hefur nú kynnt ST-kraftaútgáfu af hinum vinsæla Ford Fiesta bíl og fer þar sneggsti bíll sem borið hefur nafnið Fiesta til þessa. Hann er aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið, enda með 182 hestafla vél, sem telst dágott í ekki stærri bíl. Vélin er þó ekki stór í sniðum, þ.e. 1,6 lítra túrbínuvél af EcoBoost gerð. Nú á dögum þurfa kraftabílar ekki endilega að vera eyðsluklær á eldsneyti og sannar þessi bíll það, eyðsla í blönduðum akstri er aðeins 5,9 lítrar. Frá fyrri gerð Fiesta ST er sú nýja 20% öflugri en líka 20% eyðslugrennri. Undirvagninn er frábrugðinn venjulegri Fiestu, hönnuð af Ford Team RS og fjöðrun og bremsur einnig. Bíllinn er með Recaro framsætum og öflugum hljómtækjum. Útlitsbreytingar eru þónokkrar að utan frá venjulegri Fiestu og allt gert til þess að gera hann sem sportlegastan. Ford Fiesta ST er framleiddur í 5 hressilegum litum sem bera það með sér að þar fer ekki hófsamur bíll. Brimborg áætlar að fyrstu bílarnir af Fiesta ST komi í sumar og verði á verðinu 3,8-3,9 milljónir. Það verður að teljast spennandi verð á spennandi bíl og ekki svo langt að bíða.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent