Innlent

Brúarfoss mættur til Ísafjarðar

Eimskip hóf í gær strandsiglingar sínar þegar Brúarfoss lagði úr höfn í Reykjavík. Brúarfoss mætti til Ísafjarðar fyrir hádegi í dag.

Brúarfoss er á leið sinni norður fyrir Ísland en heldur í framhaldinu til Færeyja, Bretlands og meginlands Evrópu.

Samskip hefur strandsiglingar þann 18. mars. Skipið Pioneer Bay heldur þá frá Reykjavík til Ísafjarðar, þaðan til Akureyrar og Reyðarfjarðar. Kollafjörður í Færeyjum verður næsti viðkomustaður Pioneer Bay áður en skipið mætir til Immingham í Bretlandi og Rotterdam í Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×