Innlent

Tása fannst á vappi við veginn

Stígur Helgason skrifar
Tíkin flúði út úr bílnum, sem var orðinn fullur af snjó. Hún er nú fundin og í fullu fjöri.
Tíkin flúði út úr bílnum, sem var orðinn fullur af snjó. Hún er nú fundin og í fullu fjöri.
SlysBorder collie-tíkin Tása, sem stökk á flótta eftir bílveltu í Öxnadal á mánudagskvöld, er fundin. Hún var á vergangi í tvo sólarhringa þangað til hún fannst í fyrrakvöld.

„Hún fannst á vappi við veginn af vegfaranda, það var farið með hana á Engimýri þar sem hún beið mín í góðu yfirlæti hjá húsfreyjunni þar,“ segir eigandinn, Guðfinna Berg Stefánsdóttir.

Tása var í aftursæti Nissan Micra-bíls þegar ökumaðurinn, Sandra Karen Skjóldal, missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór sex til sjö veltur og staðnæmdist sextíu metra frá veginum.

Sandra og vinkona hennar sluppu ótrúlega vel, þökk sé bílbeltum, eins og Fréttablaðið sagði frá á miðvikudag, en þegar þær áttuðu sig á aðstæðum var Tása horfin út um brotinn glugga.

„Hún var á leið suður á nýtt heimili í Reykjavík en ég er búin að finna annað gott heimili hér á Akureyri svo hún þurfi ekki í aðra bílferð með fólki sem hún þekkir ekki,“ segir Guðfinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×