Innlent

Alvarleg líkamsárás í miðborginni í nótt

Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni á fjórða tímanum í nótt og er talið að þar hafi verið beitt einhverskonar eggvopni.

Þolandinn, sem er um tvítugt, var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans. Að sögn læknis þar var árásin alvarleg, en líðan mannsins er eftir atvikum góð.

Fleiri en einn stóðu að árásinni, en en þeir komust undan og er ekki vitað hverjir þeir eru, eða hver tildrög árásarinnar voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×