"Ég er mjög bjartsýn" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. mars 2013 10:52 Ólafía B. Rafnsdóttir Mynd/Valli „Hljóðið er bara mjög gott. Þetta er bjartur og fallegur dagur. Það verður bara ánægjulegt að fá að heyra niðurstöðurnar á eftir," segir Ólafía B. Rafnsdóttir sem býður sig fram til formanns VR. Ólafía býður sig fram gegn sitjandi formanni Stefáni Einari Stefánssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin tvö ár. Ólafía hefur haft gaman af kosningabaráttunni. „Við höfum starfað fyrst og fremst með gleðina að leiðarljósi alla kosningabaráttuna. Það hefur verið afskaplega ánægjulegt að fá tækifæri til að hitta alla þessa VR félaga á vinnustöðum síðustu daga," segir Ólafía. Hún segist finna fyrir miklum áhuga hjá félögum og heimsóknirnar á vinnustaðina séu henni dýrmætar. Kosningaþátttaka var um 20 prósent fyrir stundu. Aðspurð hvað lesa megi í tölurnar segir Ólafía: „Ef þú skoðar tölur frá því fyrir tveimur árum þegar sitjandi formaður var kosinn voru 4600 sem tóku þátt. Hann fékk 977 atkvæði en það voru reyndar fleiri í framboði til formanns þá en nú. Með mínu framboði hef ég vonandi vakið meiri áhuga hjá félagsmönnum. Eitt af mínum markmiðum var að auka þátttökuna. Hún verður að vera góð hjá stéttarfélagi VR. Það er nú þegar komið," segir Ólafía. Kosningu lýkur klukkan tólf og úrslitin verða tilkynnt klukkan tvö. „Ég er mjög bjartsýn. Það hefur verið svo gaman að taka þátt í þessu. Ég er svo stolt og ég finn bara jákvæða strauma og þar viljum við vera." Tengdar fréttir Um 20% hafa kosið - Kosningu lýkur í dag Allsherjaratkvæðagreiðslu til formanns og stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2013 - 2015 lýkur klukkan tólf á hádegi í dag. Klukkan hálftíu í morgun höfðu 5.790 félagsmenn greitt atkvæði af þeim 29.439, sem eru á kjörskrá. Það þýðir að kosningaþátttakan er um 20%. Tveir eru í framboði til formanns, þau Stefán Einar Stefánsson, núverandi formaður, og Ólafía B. Rafnsdóttir, sem meðal annars hefur verið kosningastjóri Árna Páls Árnasonar og starfsmannastjóri 365 miðla. 15. mars 2013 10:21 "Púlsinn fer hækkandi" "Púlsinn fer hækkandi. Ég get vottað það. Eðlilega, annars væri ekkert gaman að þessu," segir Stefán Einar Stefánsson, formaður VR. 15. mars 2013 10:42 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
„Hljóðið er bara mjög gott. Þetta er bjartur og fallegur dagur. Það verður bara ánægjulegt að fá að heyra niðurstöðurnar á eftir," segir Ólafía B. Rafnsdóttir sem býður sig fram til formanns VR. Ólafía býður sig fram gegn sitjandi formanni Stefáni Einari Stefánssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin tvö ár. Ólafía hefur haft gaman af kosningabaráttunni. „Við höfum starfað fyrst og fremst með gleðina að leiðarljósi alla kosningabaráttuna. Það hefur verið afskaplega ánægjulegt að fá tækifæri til að hitta alla þessa VR félaga á vinnustöðum síðustu daga," segir Ólafía. Hún segist finna fyrir miklum áhuga hjá félögum og heimsóknirnar á vinnustaðina séu henni dýrmætar. Kosningaþátttaka var um 20 prósent fyrir stundu. Aðspurð hvað lesa megi í tölurnar segir Ólafía: „Ef þú skoðar tölur frá því fyrir tveimur árum þegar sitjandi formaður var kosinn voru 4600 sem tóku þátt. Hann fékk 977 atkvæði en það voru reyndar fleiri í framboði til formanns þá en nú. Með mínu framboði hef ég vonandi vakið meiri áhuga hjá félagsmönnum. Eitt af mínum markmiðum var að auka þátttökuna. Hún verður að vera góð hjá stéttarfélagi VR. Það er nú þegar komið," segir Ólafía. Kosningu lýkur klukkan tólf og úrslitin verða tilkynnt klukkan tvö. „Ég er mjög bjartsýn. Það hefur verið svo gaman að taka þátt í þessu. Ég er svo stolt og ég finn bara jákvæða strauma og þar viljum við vera."
Tengdar fréttir Um 20% hafa kosið - Kosningu lýkur í dag Allsherjaratkvæðagreiðslu til formanns og stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2013 - 2015 lýkur klukkan tólf á hádegi í dag. Klukkan hálftíu í morgun höfðu 5.790 félagsmenn greitt atkvæði af þeim 29.439, sem eru á kjörskrá. Það þýðir að kosningaþátttakan er um 20%. Tveir eru í framboði til formanns, þau Stefán Einar Stefánsson, núverandi formaður, og Ólafía B. Rafnsdóttir, sem meðal annars hefur verið kosningastjóri Árna Páls Árnasonar og starfsmannastjóri 365 miðla. 15. mars 2013 10:21 "Púlsinn fer hækkandi" "Púlsinn fer hækkandi. Ég get vottað það. Eðlilega, annars væri ekkert gaman að þessu," segir Stefán Einar Stefánsson, formaður VR. 15. mars 2013 10:42 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
Um 20% hafa kosið - Kosningu lýkur í dag Allsherjaratkvæðagreiðslu til formanns og stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2013 - 2015 lýkur klukkan tólf á hádegi í dag. Klukkan hálftíu í morgun höfðu 5.790 félagsmenn greitt atkvæði af þeim 29.439, sem eru á kjörskrá. Það þýðir að kosningaþátttakan er um 20%. Tveir eru í framboði til formanns, þau Stefán Einar Stefánsson, núverandi formaður, og Ólafía B. Rafnsdóttir, sem meðal annars hefur verið kosningastjóri Árna Páls Árnasonar og starfsmannastjóri 365 miðla. 15. mars 2013 10:21
"Púlsinn fer hækkandi" "Púlsinn fer hækkandi. Ég get vottað það. Eðlilega, annars væri ekkert gaman að þessu," segir Stefán Einar Stefánsson, formaður VR. 15. mars 2013 10:42