Beinþynning eykst hraðar hjá fólki sem fer í magahjáveituaðgerð Helga Arnardóttir skrifar 9. mars 2013 18:44 Díana Óskarsdóttir geislafræðingur hefur fylgst með 50 manns sem hafa farið í magahjáveitu síðustu tvö ár. Beinþynning eykst hraðar hjá fólki sem gengist hefur undir magahjáveituaðgerð vegna offitu en þeim sem ekki fara í slíka aðgerð. Þetta kemur fram í frumniðurstöðum rannsóknar sem staðið hefur í tvö ár við Háskóla Íslands. Á bilinu 30-40 manns hér á landi gangast undir magahjáveituaðgerð vegna offitu á hverju ári. Fjallað hefur verið um að næringarupptaka þeirra sem fara í slíka aðgerð minnki töluvert í kjölfarið og þeir verði að vera undir nánu eftirliti lækna. En nú er verið að rannsaka fleiri áhættuþætti eins og beinþynningu hjá þessum hópi. Díana Óskarsdóttir geislafræðingur hefur fylgst með 50 manns sem hafa farið í magahjáveitu síðustu tvö ár. „Við erum að reyna sjá hvaða áhrif þessar aðgerðir hafa á beinin en vísbendingar eru um að mikið þyngdartap, getur valdið minnkandi beinþéttni hjá einstaklingum," segir hún. Og niðurstöðurnar eru sláandi. „Þéttleikinn í beinunum minnkar eftir aðgerðina við vitum ekki hvað veldur en við erum að reyna átta okkur á því með því að fylgja fólkinu eftir í lengri tíma. Við erum að sjá tölur eftir fyrstu tólf mánuðina, þá er beinþéttnin á mjaðmasvæði að minnka um átta prósent og eftir 24 mánuði erum við að sjá allt upp undir fimmtán prósent sem þéttleikinn í beinunum hefur minnkað." Ástæðan er ekki þekkt og enn til rannsóknar en til samanburðar er eðlileg beinþynning hjá körlum eftir sextugt innan við eitt prósent á ári og eitt til tvö prósent hjá konum eftir tíðahvörf. Beinþynning er einkennalaus sjúkdómur sem getur valdið beinbrotum við lítinn áverka. Díana ítrekar að ekki sé skynsamlegt að hætta þessum aðgerðum heldur þurfi að vera meira eftirlit með beinþéttni þeirra sem fara í aðgerð. „Og staðan verði metin áður en fólkið fer í aðgerðirnar hvort það sé ráðlagt að fara út í slíkt, ef þetta verður raunin." Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Beinþynning eykst hraðar hjá fólki sem gengist hefur undir magahjáveituaðgerð vegna offitu en þeim sem ekki fara í slíka aðgerð. Þetta kemur fram í frumniðurstöðum rannsóknar sem staðið hefur í tvö ár við Háskóla Íslands. Á bilinu 30-40 manns hér á landi gangast undir magahjáveituaðgerð vegna offitu á hverju ári. Fjallað hefur verið um að næringarupptaka þeirra sem fara í slíka aðgerð minnki töluvert í kjölfarið og þeir verði að vera undir nánu eftirliti lækna. En nú er verið að rannsaka fleiri áhættuþætti eins og beinþynningu hjá þessum hópi. Díana Óskarsdóttir geislafræðingur hefur fylgst með 50 manns sem hafa farið í magahjáveitu síðustu tvö ár. „Við erum að reyna sjá hvaða áhrif þessar aðgerðir hafa á beinin en vísbendingar eru um að mikið þyngdartap, getur valdið minnkandi beinþéttni hjá einstaklingum," segir hún. Og niðurstöðurnar eru sláandi. „Þéttleikinn í beinunum minnkar eftir aðgerðina við vitum ekki hvað veldur en við erum að reyna átta okkur á því með því að fylgja fólkinu eftir í lengri tíma. Við erum að sjá tölur eftir fyrstu tólf mánuðina, þá er beinþéttnin á mjaðmasvæði að minnka um átta prósent og eftir 24 mánuði erum við að sjá allt upp undir fimmtán prósent sem þéttleikinn í beinunum hefur minnkað." Ástæðan er ekki þekkt og enn til rannsóknar en til samanburðar er eðlileg beinþynning hjá körlum eftir sextugt innan við eitt prósent á ári og eitt til tvö prósent hjá konum eftir tíðahvörf. Beinþynning er einkennalaus sjúkdómur sem getur valdið beinbrotum við lítinn áverka. Díana ítrekar að ekki sé skynsamlegt að hætta þessum aðgerðum heldur þurfi að vera meira eftirlit með beinþéttni þeirra sem fara í aðgerð. „Og staðan verði metin áður en fólkið fer í aðgerðirnar hvort það sé ráðlagt að fara út í slíkt, ef þetta verður raunin."
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira