Innlent

Fyrrverandi eiginmaður Önnu Mjallar látinn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Anna Mjöll og Cal Worthington á góðri stundu ásamt George Clooney.
Anna Mjöll og Cal Worthington á góðri stundu ásamt George Clooney.
Cal Worthington, fyrrverandi eiginmaður Önnu Mjallar Ólafsdóttur er látinn 92 ára að aldri. Cal var þekktur bílasali í Bandaríkjunum og hagnaðist vel á sölunni. Fjölskylda Cals hefur staðfest tíðindin.

Cal varð þekktur á Íslandi þegar hann gekk að eiga Önnu Mjöll í apríl árið 2011. Hjónabandið var ekki langlíft og í lok árs komu fréttir af því að Anna Mjöll hefði sótt um skilnað frá honum. Um fimmtíu ára aldursmunur var með hjónunum.

Cal varð þekktur í Bandaríkjunum fyrir útvarps- og sjónvarpsauglýsingar þar sem hann var iðulega í fylgd „hundsins“ síns Spot, sem þó var alla jafna ekki raunverulegur hundur heldur til dæmis fíll eða tígrisdýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×