Einn á næturvakt fyrir um sextíu íbúa Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 10. september 2013 08:00 Í Norðurbrún 1 búa á sjötta tug aldraðra. Einn er á vakt á nóttunni og á hann að sinna öllum íbúum hússins. Fréttablaðið/Stefán „Við erum að fara yfir alla þætti þessa máls og það verður skoðað sérstaklega hvort úrbóta sé þörf. Við höfum átt fundi með starfsfólki og íbúum og ætlum að eiga fund með aðstandendum hins látna,“ segir Aðalbjörg Traustadóttir, forstöðumaður þjónustuíbúða Laugardals og Háaleitis. Þjónustuíbúðir fyrir aldraða við Norðurbrún falla undir þann kjarna. Aðfaranótt laugardags lést vistmaður þar af slysförum. Félagsbústaðir eiga 59 þjónustuíbúðir við Norðurbrún 1. Þar leigir fólk af borginni sem er orðið of veikburða til að dvelja eitt heima en ekki nógu veikt til að vera á hjúkrunarheimili. Íbúarnir hafa lykla að útidyrum. Þeir þurfa mismikla þjónustu, hver og einn á að fá þjónustu í samræmi við heilsufar. Meðalaldur íbúanna er 89 ár. Um nætur er einn starfsmaður á vakt og hefur hann aðsetur í anddyri hússins. Þar er inngangur í húsið en auk hans eru tveir aðrir inngangar. Öryggismyndavélar eru við alla inngangana. Vaktmaðurinn hefur ekki yfirsýn yfir alla útgangana í einu á sjónvarpsskjá. Auk þess að fylgjast með því hverjir koma og fara inn í húsið á næturvörðurinn að líta til þeirra sem hafa fast innlit og sinna þeim sem hringja og biðja um aðstoð.Aðalbjörg Traustadóttir, , forstöðumaður þjónustuíbúða Laugardals og Háaleitis.Fréttablaðið/Stefán „Eitt af því sem við erum að skoða sérstaklega er hvort það þurfi að breyta staðsetningu öryggismyndavéla á þann hátt að vaktmaðurinn hafi yfirsýn yfir alla útgangana í einu,“ segir Aðalbjörg. Af upptöku úr öryggismyndavél sést að hinn látni fór úr húsi tíu mínútur yfir eitt aðfaranótt laugardags, án þess að næturvörðurinn yrði þess var. Hann féll fram af steinvegg við bílastæði Hrafnistu og um klukkan hálf þrjú fann starfsmaður Hrafnistu hann mikið slasaðan. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en lést síðar af sárum sínum. Ekki var litið til með honum á nóttunni þar sem þess þótti ekki þörf. Hinn látni, sem var á níræðisaldri, beið eftir því að komast í færni- og vistunarmat. Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
„Við erum að fara yfir alla þætti þessa máls og það verður skoðað sérstaklega hvort úrbóta sé þörf. Við höfum átt fundi með starfsfólki og íbúum og ætlum að eiga fund með aðstandendum hins látna,“ segir Aðalbjörg Traustadóttir, forstöðumaður þjónustuíbúða Laugardals og Háaleitis. Þjónustuíbúðir fyrir aldraða við Norðurbrún falla undir þann kjarna. Aðfaranótt laugardags lést vistmaður þar af slysförum. Félagsbústaðir eiga 59 þjónustuíbúðir við Norðurbrún 1. Þar leigir fólk af borginni sem er orðið of veikburða til að dvelja eitt heima en ekki nógu veikt til að vera á hjúkrunarheimili. Íbúarnir hafa lykla að útidyrum. Þeir þurfa mismikla þjónustu, hver og einn á að fá þjónustu í samræmi við heilsufar. Meðalaldur íbúanna er 89 ár. Um nætur er einn starfsmaður á vakt og hefur hann aðsetur í anddyri hússins. Þar er inngangur í húsið en auk hans eru tveir aðrir inngangar. Öryggismyndavélar eru við alla inngangana. Vaktmaðurinn hefur ekki yfirsýn yfir alla útgangana í einu á sjónvarpsskjá. Auk þess að fylgjast með því hverjir koma og fara inn í húsið á næturvörðurinn að líta til þeirra sem hafa fast innlit og sinna þeim sem hringja og biðja um aðstoð.Aðalbjörg Traustadóttir, , forstöðumaður þjónustuíbúða Laugardals og Háaleitis.Fréttablaðið/Stefán „Eitt af því sem við erum að skoða sérstaklega er hvort það þurfi að breyta staðsetningu öryggismyndavéla á þann hátt að vaktmaðurinn hafi yfirsýn yfir alla útgangana í einu,“ segir Aðalbjörg. Af upptöku úr öryggismyndavél sést að hinn látni fór úr húsi tíu mínútur yfir eitt aðfaranótt laugardags, án þess að næturvörðurinn yrði þess var. Hann féll fram af steinvegg við bílastæði Hrafnistu og um klukkan hálf þrjú fann starfsmaður Hrafnistu hann mikið slasaðan. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en lést síðar af sárum sínum. Ekki var litið til með honum á nóttunni þar sem þess þótti ekki þörf. Hinn látni, sem var á níræðisaldri, beið eftir því að komast í færni- og vistunarmat.
Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira