Fékk loks að kaupa mótorhjól og lét lífið eftir 5 km Finnur Thorlacius skrifar 17. júlí 2013 11:03 Barry heitinn hafði lengi dreymt um að eignast Harley Davidson Barry Strang hafði nauðað í konu sinni að hann mætti kaupa sér mótorhjól í 38 ár, en án árangurs. Þegar hann fyrir stuttu var kominn á eftirlaun, lét kona hans loks undan. Barry fór beinustu leið, ásamt konu sinni, í Harley Davidson söluumboðið í heimabæ sínum í Wyoming og keypti sér uppáhalds hjólið sitt. Hjónin mæltu sér síðan mót hálftíma síðar í kasínói bæjarins, hún á heimilisbílnum og hann á nýja mótorhjólinu sínum. Barry komst þó aldrei á áfangastað, því eftir um 5 kílómetra akstur lenti hann í árekstri við flutningabíl, endaði undir honum og dó samstundis. Kona Barry hafði neitað honum um kaup á mótorhjóli öll þessi ár með þeim rökstuðningi að það væri alltof hættulegt. Það reyndust orð að sönnu og enn ein sönnun þess að eiginmenn gera oft rétt með því að fara að ráðum eiginkvenna sinna. Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent
Barry Strang hafði nauðað í konu sinni að hann mætti kaupa sér mótorhjól í 38 ár, en án árangurs. Þegar hann fyrir stuttu var kominn á eftirlaun, lét kona hans loks undan. Barry fór beinustu leið, ásamt konu sinni, í Harley Davidson söluumboðið í heimabæ sínum í Wyoming og keypti sér uppáhalds hjólið sitt. Hjónin mæltu sér síðan mót hálftíma síðar í kasínói bæjarins, hún á heimilisbílnum og hann á nýja mótorhjólinu sínum. Barry komst þó aldrei á áfangastað, því eftir um 5 kílómetra akstur lenti hann í árekstri við flutningabíl, endaði undir honum og dó samstundis. Kona Barry hafði neitað honum um kaup á mótorhjóli öll þessi ár með þeim rökstuðningi að það væri alltof hættulegt. Það reyndust orð að sönnu og enn ein sönnun þess að eiginmenn gera oft rétt með því að fara að ráðum eiginkvenna sinna.
Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent