Innlent

Stal heimabíói og leikjatölvu

Valur Grettisson skrifar
Maðurinn braust meðal annars inn á heimili í Hafnarfirði.
Maðurinn braust meðal annars inn á heimili í Hafnarfirði.
Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn.

Maðurinn braust meðal annars inn á heimili í Hafnarfirði og stal leikjatölvu, verkfærum og heimabíói. Þá var maðurinn einnig með smáræði af fíkniefnum á sér þegar hann var handtekinn.

Maðurinn var fyrst dæmdur fyrir afbrot þegar hann var sautján ára gamall. Með hliðsjón af brotasögu mannsins var ákveðið að dæma manninn í óskilorðsbundið fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×