Rekstrarform heilsugæslunnar Oddur Steinarsson skrifar 17. júlí 2013 08:00 Heilbrigðisráðherra opnaði í viðtali á Bylgjunni á þann möguleika að opna fyrir önnur rekstrarform í Heilsugæslunni á Íslandi. Nokkur viðbrögð voru við þessu og því miður sum neikvæð. Ég hef síðustu fjögur árin byggt upp sjálfstæða heilsugæslu í Gautaborg. Með því að reka þetta sjálfstætt hefur okkur tekist að vaxa um 5% á ári og toppa gæða- og þjónustukannanir árlega á okkar svæði. Í síðustu könnun vorum við efst í allri Austur-Gautaborg. Eiginkona mín er barnalæknir. Ef við flytjum heim til Íslands getur hún opnað stofu en ég hef ekki slík tækifæri. Þannig er okkur mismunað eftir ólíkum sérgreinum og ekki spennandi starfstækifæri fyrir mig á Íslandi, eins og staðan er í dag. Fjöldi sjálfstæðra aðila rekur heilbrigðisþjónustu á Íslandi í dag. Í heilsugæslunni má nefna Salastöðina, Heilsugæsluna Lágmúla, Læknavaktina og að auki eru nokkrir heimilislæknar með sjálfstæðan rekstur. Í heilsugæslunni er ekki opið fyrir nýja að koma inn í samninga líkt og í öðrum sérgreinum. Góður árangur Sé litið til Norðurlandanna hafa Danir haft heimilislækna á sjálfstæðum samningum í fleiri áratugi. Norðmenn gerðu kerfisbreytingar á heilsugæslunni fyrir um 15 árum en þá vantaði 1.000 heimilislækna í Noregi. Heimilislæknar þar fengu sjálfstæða samninga sem eru að vissu leyti líkir þeim sem aðrir sérfræðingar en heimilislæknar hafa á Íslandi. Þetta 1.000 lækna skarð hefur verið að mestu fyllt síðan. Svíþjóð rak síðan lestina, en Svíar innleiddu breytingar á heilsugæslunni á árunum 2007 til 2009 og horfðu að hluta til árangurs Norðmanna. „Vårdval“ kallast kerfið í Svíþjóð og hugmyndafræðin er að sjúklingurinn velji frjálst þjónustuaðila og að fjármagnið fylgi honum. Síðan eru leikreglurnar ólíkar eftir svæðum, en eftirlitið er strangt alls staðar. Sjálfstæðar og opinberar stöðvar sitja við sama borð og gjaldskráin er sú sama. Árangurinn af „vårdvalinu“ í Svíþjóð hefur verið góður. Afköst hafa aukist umfram kostnað. Í Stokkhólmi jukust afköstin um 28% fyrstu tvö árin á meðan kostnaðurinn jókst um 2,8%. Gæðakannanir hafa sýnt vaxandi ánægju og aukið traust skjólstæðinga til heilsugæslunnar. Einnig bætta þjónustu og aukið aðhald í lyfjakostnaði. Minni heilsugæslur sem eru í eigu starfsmanna koma best út í könnunum. Samkeppnin hefur einnig séð til þess að margar opinberar heilsugæslur standa sig mun betur en áður. Vårdvalið er þannig að stórefla heilsugæsluna í Svíþjóð og sem dæmi hefur fjöldi námslækna í Gautaborg þrefaldast á innan við fjórum árum, úr 70 í um 200. Íslensk heilsugæsla er verulega undirmönnuð af sérfræðingum í faginu og mikil þörf á breytingum til þess að efla hana aftur. Mikilvægt er að nota þau verkfæri sem hafa gefið góða raun á Norðurlöndunum og að umræðan byggist á staðreyndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Heilsugæsla Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra opnaði í viðtali á Bylgjunni á þann möguleika að opna fyrir önnur rekstrarform í Heilsugæslunni á Íslandi. Nokkur viðbrögð voru við þessu og því miður sum neikvæð. Ég hef síðustu fjögur árin byggt upp sjálfstæða heilsugæslu í Gautaborg. Með því að reka þetta sjálfstætt hefur okkur tekist að vaxa um 5% á ári og toppa gæða- og þjónustukannanir árlega á okkar svæði. Í síðustu könnun vorum við efst í allri Austur-Gautaborg. Eiginkona mín er barnalæknir. Ef við flytjum heim til Íslands getur hún opnað stofu en ég hef ekki slík tækifæri. Þannig er okkur mismunað eftir ólíkum sérgreinum og ekki spennandi starfstækifæri fyrir mig á Íslandi, eins og staðan er í dag. Fjöldi sjálfstæðra aðila rekur heilbrigðisþjónustu á Íslandi í dag. Í heilsugæslunni má nefna Salastöðina, Heilsugæsluna Lágmúla, Læknavaktina og að auki eru nokkrir heimilislæknar með sjálfstæðan rekstur. Í heilsugæslunni er ekki opið fyrir nýja að koma inn í samninga líkt og í öðrum sérgreinum. Góður árangur Sé litið til Norðurlandanna hafa Danir haft heimilislækna á sjálfstæðum samningum í fleiri áratugi. Norðmenn gerðu kerfisbreytingar á heilsugæslunni fyrir um 15 árum en þá vantaði 1.000 heimilislækna í Noregi. Heimilislæknar þar fengu sjálfstæða samninga sem eru að vissu leyti líkir þeim sem aðrir sérfræðingar en heimilislæknar hafa á Íslandi. Þetta 1.000 lækna skarð hefur verið að mestu fyllt síðan. Svíþjóð rak síðan lestina, en Svíar innleiddu breytingar á heilsugæslunni á árunum 2007 til 2009 og horfðu að hluta til árangurs Norðmanna. „Vårdval“ kallast kerfið í Svíþjóð og hugmyndafræðin er að sjúklingurinn velji frjálst þjónustuaðila og að fjármagnið fylgi honum. Síðan eru leikreglurnar ólíkar eftir svæðum, en eftirlitið er strangt alls staðar. Sjálfstæðar og opinberar stöðvar sitja við sama borð og gjaldskráin er sú sama. Árangurinn af „vårdvalinu“ í Svíþjóð hefur verið góður. Afköst hafa aukist umfram kostnað. Í Stokkhólmi jukust afköstin um 28% fyrstu tvö árin á meðan kostnaðurinn jókst um 2,8%. Gæðakannanir hafa sýnt vaxandi ánægju og aukið traust skjólstæðinga til heilsugæslunnar. Einnig bætta þjónustu og aukið aðhald í lyfjakostnaði. Minni heilsugæslur sem eru í eigu starfsmanna koma best út í könnunum. Samkeppnin hefur einnig séð til þess að margar opinberar heilsugæslur standa sig mun betur en áður. Vårdvalið er þannig að stórefla heilsugæsluna í Svíþjóð og sem dæmi hefur fjöldi námslækna í Gautaborg þrefaldast á innan við fjórum árum, úr 70 í um 200. Íslensk heilsugæsla er verulega undirmönnuð af sérfræðingum í faginu og mikil þörf á breytingum til þess að efla hana aftur. Mikilvægt er að nota þau verkfæri sem hafa gefið góða raun á Norðurlöndunum og að umræðan byggist á staðreyndum.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar