Hafa upplýsingar sem benda til samkeppnisbrota Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. september 2013 18:30 Samkeppniseftirlitið hefur undir höndum upplýsingar sem benda til ólögmæts samráðs Eimskips, Samskipa og dótturfélaga þeirra. Stofnunin framkvæmdi í dag samtímis húsleitir hjá fyrirtækjunum vegna gruns um ólögmætt samráð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið réðst í húsleitirnar í morgun á grundvelli dómsúrskurða frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Húsleitirnar stóðu framyfir hádegi og með hléum í allan dag. Ráðist var í húsleitir hjá Eimskip og dótturfélögum þess Eimskip Ísland ehf. og TVG Zimsen og hjá Samskipum og dótturfélögunum Jónum Transport og Landflutningum. Grunur leikur á ólögmætu samráði á grundvelli 10. gr. Samkeppnislaga og misnotkun á markaðsráðandi stöðu samvkæmt 11. Gr. Sömu laga. Samkeppniseftirlitið ræðst ekki í húsleitir eða vettvangsrannsóknir af þessu tagi upp úr þurru enda segir í 20. gr. Samkeppnislaga að „Samkeppniseftirlitið geti við rannsókn máls gert athuganir á starfsstað fyrirtækis og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn lögum þessum eða ákvörðunum samkeppnisyfirvalda.“ Þannig þurfa að vera ríkar ástæður til að ætla að brot hafi verið framið. Að þessu virtu er ljóst að Samkeppniseftirlitið hefur einhver gögn undir höndum sem benda til brots ella ræðst stofnunin ekki í húsleit. Heimildir fréttastofu herma að svo sé, en ekki féngust upplýsingar um hvers eðlis þessi gögn væru. Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskipa sagði að fyrirtækið hefði ekki fengið neina skýringu á húsleitinni og að hún hefði í raun komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins svaraði ekki skilaboðum fréttastofu. Samkeppniseftirlitið rannsakar meint brot til að gæta almannahagsmuna. Þeir sem tapa á samkeppnisbrotum eru alltaf neytendur, almenningur í landinu. Misnotkun á markaðsráðandi stöðu og samráð spornar gegn heilbrigðri samkeppni á markaði og kemur í veg fyrir að verðmyndun til neytandans grundvallist á lögmálum eðlilegrar samkeppni. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa. Eins og þruma úr heiðskíru lofti Hefurðu hugmynd um hvað kveikir þessa húsleit, því þeir ráðast ekki í slíkt að tilefnislausu? „Nei, nei, það hef ég ekki,“ segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa. Þannig að þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti? „Já, það er bara þannig.“ Er eitthvað samstarf á milli fyrirtækjanna sem orkar tvímælis? „Við höfum haft aðgang að þeirra kerfi (Eimskips) til og frá Bandaríkjunum. Það lýsir sér þannig að þeir sigla og við fáum að flytja gámana í þeirra skip með heimild Samkeppniseftirlitsins.“ Hefurðu eitthvað rætt við Pál Gunnar dag? „Nei, ekkert.“ Hvað tóku þeir af gögnum? „Þeir afrituðu mikið af tölvugögnum en óverulegt magn af pappír. Það gætu verið skýrslur og ýmis konar gögn sem finnast í skúffum og hillum hjá fámennum hópi stjórnenda. Það var allt í góðum gír. Við kölluðum til okkar lögfræðinga og fórum yfir úrskurðinn. Þegar það var klappað og klárt þá skipulögðu menn sig. Þetta voru bæði fulltrúar Samkeppniseftirlitsins og lögreglumenn. Nokkrir tugir manna.“ Ásbjörn segir að á morgun verði starfsemi Samskipa óbreytt og rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafi engin áhrif á reksturinn. „Skipin sigla og þetta rúllar allt áfram,“ segir hann. Niðurstaða rannsóknar Samkeppniseftirlitsins ætti að liggja fyrir eftir sex mánuði hið minnsta, miðað við málshraða hjá stofnuninni í sambærilegum málum. Samkeppnismál Eimskip Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur undir höndum upplýsingar sem benda til ólögmæts samráðs Eimskips, Samskipa og dótturfélaga þeirra. Stofnunin framkvæmdi í dag samtímis húsleitir hjá fyrirtækjunum vegna gruns um ólögmætt samráð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið réðst í húsleitirnar í morgun á grundvelli dómsúrskurða frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Húsleitirnar stóðu framyfir hádegi og með hléum í allan dag. Ráðist var í húsleitir hjá Eimskip og dótturfélögum þess Eimskip Ísland ehf. og TVG Zimsen og hjá Samskipum og dótturfélögunum Jónum Transport og Landflutningum. Grunur leikur á ólögmætu samráði á grundvelli 10. gr. Samkeppnislaga og misnotkun á markaðsráðandi stöðu samvkæmt 11. Gr. Sömu laga. Samkeppniseftirlitið ræðst ekki í húsleitir eða vettvangsrannsóknir af þessu tagi upp úr þurru enda segir í 20. gr. Samkeppnislaga að „Samkeppniseftirlitið geti við rannsókn máls gert athuganir á starfsstað fyrirtækis og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn lögum þessum eða ákvörðunum samkeppnisyfirvalda.“ Þannig þurfa að vera ríkar ástæður til að ætla að brot hafi verið framið. Að þessu virtu er ljóst að Samkeppniseftirlitið hefur einhver gögn undir höndum sem benda til brots ella ræðst stofnunin ekki í húsleit. Heimildir fréttastofu herma að svo sé, en ekki féngust upplýsingar um hvers eðlis þessi gögn væru. Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskipa sagði að fyrirtækið hefði ekki fengið neina skýringu á húsleitinni og að hún hefði í raun komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins svaraði ekki skilaboðum fréttastofu. Samkeppniseftirlitið rannsakar meint brot til að gæta almannahagsmuna. Þeir sem tapa á samkeppnisbrotum eru alltaf neytendur, almenningur í landinu. Misnotkun á markaðsráðandi stöðu og samráð spornar gegn heilbrigðri samkeppni á markaði og kemur í veg fyrir að verðmyndun til neytandans grundvallist á lögmálum eðlilegrar samkeppni. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa. Eins og þruma úr heiðskíru lofti Hefurðu hugmynd um hvað kveikir þessa húsleit, því þeir ráðast ekki í slíkt að tilefnislausu? „Nei, nei, það hef ég ekki,“ segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa. Þannig að þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti? „Já, það er bara þannig.“ Er eitthvað samstarf á milli fyrirtækjanna sem orkar tvímælis? „Við höfum haft aðgang að þeirra kerfi (Eimskips) til og frá Bandaríkjunum. Það lýsir sér þannig að þeir sigla og við fáum að flytja gámana í þeirra skip með heimild Samkeppniseftirlitsins.“ Hefurðu eitthvað rætt við Pál Gunnar dag? „Nei, ekkert.“ Hvað tóku þeir af gögnum? „Þeir afrituðu mikið af tölvugögnum en óverulegt magn af pappír. Það gætu verið skýrslur og ýmis konar gögn sem finnast í skúffum og hillum hjá fámennum hópi stjórnenda. Það var allt í góðum gír. Við kölluðum til okkar lögfræðinga og fórum yfir úrskurðinn. Þegar það var klappað og klárt þá skipulögðu menn sig. Þetta voru bæði fulltrúar Samkeppniseftirlitsins og lögreglumenn. Nokkrir tugir manna.“ Ásbjörn segir að á morgun verði starfsemi Samskipa óbreytt og rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafi engin áhrif á reksturinn. „Skipin sigla og þetta rúllar allt áfram,“ segir hann. Niðurstaða rannsóknar Samkeppniseftirlitsins ætti að liggja fyrir eftir sex mánuði hið minnsta, miðað við málshraða hjá stofnuninni í sambærilegum málum.
Samkeppnismál Eimskip Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Sjá meira