Hraðamyndavél sektar 987 ökumenn á klukkutíma Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2013 08:45 Mörgum ökumanninum finnst hraðamyndavélar vera fjársöfnun hins opinbera Hraðamyndavél ein í áströlskum vegi rétt fyrir framan veggöng myndaði 987 ökumenn aka á yfir 40 kílómetra hraða og sektaði ökumenn frá 289 Ástralídollurum uppí 1.660 slíka. Ef meðaltalssektin liggur þar á milli hafa sektirnar numið 961 þúsund dollurum. Vegna vegaframkvæmda hafði leyfilegur hraði verið lækkaður úr 60 í 40 tímabundið. Á þessu áttuðu ökumenn sig ekki og líklega hafa því allir ökumenn þennan klukutíma verið sektaðir. Þessi sektasúpa olli heilmikilli umræðu sem endaði með því að sektirnar hafa allar verið dregnar til baka og punktarnir sem ökumennirnir fengu í skrár sínar voru einnig felldir niður. Ástralska vegaeftirlitið vill meina að ekkert hafi verið að sektarmyndavélinni, en engu að síður viðurkennt að merkingum hafi verið ábótavant og því dregið allt til baka vegna þess þrýstings sem þessi uppákoma olli. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent
Hraðamyndavél ein í áströlskum vegi rétt fyrir framan veggöng myndaði 987 ökumenn aka á yfir 40 kílómetra hraða og sektaði ökumenn frá 289 Ástralídollurum uppí 1.660 slíka. Ef meðaltalssektin liggur þar á milli hafa sektirnar numið 961 þúsund dollurum. Vegna vegaframkvæmda hafði leyfilegur hraði verið lækkaður úr 60 í 40 tímabundið. Á þessu áttuðu ökumenn sig ekki og líklega hafa því allir ökumenn þennan klukutíma verið sektaðir. Þessi sektasúpa olli heilmikilli umræðu sem endaði með því að sektirnar hafa allar verið dregnar til baka og punktarnir sem ökumennirnir fengu í skrár sínar voru einnig felldir niður. Ástralska vegaeftirlitið vill meina að ekkert hafi verið að sektarmyndavélinni, en engu að síður viðurkennt að merkingum hafi verið ábótavant og því dregið allt til baka vegna þess þrýstings sem þessi uppákoma olli.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent