Dubai lögreglan á 700 hestafla Geländerwagen Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2013 15:15 Geländerwagen Dubai lögreglunnar. Það er greinilega ekki nóg fyrir lögregluna í olíuríkinu Dubai að vera á Audi R8, Nissan GT-R og Mercedes Benz SL63 AMG sportbílum, það þarf helst helst enn öflugri jeppa til starfans. Geländerwagen jeppinn er framleiddur af Mercedes Benz en þessi er breyttur af Brabus og svona búinn heitir hann Brabus B63S-700 Widestar og þeir finnast ekki aflmeiri. Vél bílsins er 5,5 lítra V8 með tveimur forþjöppum og er þessi þungi bíll aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur fram hvað þessi bíll kostar lögregluna, en það skiptir víst litlu máli þegar fjármagnið veltur uppúr ríkiskassanum. Líklega vildi íslenska lögreglan geta leitað í svo digra sjóði, en því er ekki að heilsa, a.m.k. ekki fyrr en við finnum olíulindir við Ísland! Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent
Það er greinilega ekki nóg fyrir lögregluna í olíuríkinu Dubai að vera á Audi R8, Nissan GT-R og Mercedes Benz SL63 AMG sportbílum, það þarf helst helst enn öflugri jeppa til starfans. Geländerwagen jeppinn er framleiddur af Mercedes Benz en þessi er breyttur af Brabus og svona búinn heitir hann Brabus B63S-700 Widestar og þeir finnast ekki aflmeiri. Vél bílsins er 5,5 lítra V8 með tveimur forþjöppum og er þessi þungi bíll aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur fram hvað þessi bíll kostar lögregluna, en það skiptir víst litlu máli þegar fjármagnið veltur uppúr ríkiskassanum. Líklega vildi íslenska lögreglan geta leitað í svo digra sjóði, en því er ekki að heilsa, a.m.k. ekki fyrr en við finnum olíulindir við Ísland!
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent