Nýr vetnisbíll frá Toyota Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2013 10:15 Nýi vetnisbíll Toyota er straumlínulagaður. Þó svo faðir Tesla bílanna, Elon Musk hafi ekki trú á framtíð vetnisbíla er ekki svo farið um alla. Toyota mun kynna nýjan vetnisbíl á komandi bílasýningu í Tokyo sem fengið hefur nafnið FCV (Fuel Cell Vehicle). Þessi bíll fer 500 kílómetra á hverjum vetnistanki og mun kosta á bilinu 50-100 þúsund dollara, eða 6-12 milljónir króna. Ekki telst það lágt verð fyrir fólksbíl í millistærðarflokki, svo það er eins gott að hann hafi ýmislegt gott fram að færa. Toyota hefur mikla trú að honum og vetnisnotkun í bíla og á allt eins von á að þarna sé kominn arftaki Prius bílsins. FCV bíllinn er tvöfalt öflugri en núverandi vetnisbíll, Toyota FCHV. Bíllinn sem kynntur er nú er væntanlegur í sölu árið 2015. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Þó svo faðir Tesla bílanna, Elon Musk hafi ekki trú á framtíð vetnisbíla er ekki svo farið um alla. Toyota mun kynna nýjan vetnisbíl á komandi bílasýningu í Tokyo sem fengið hefur nafnið FCV (Fuel Cell Vehicle). Þessi bíll fer 500 kílómetra á hverjum vetnistanki og mun kosta á bilinu 50-100 þúsund dollara, eða 6-12 milljónir króna. Ekki telst það lágt verð fyrir fólksbíl í millistærðarflokki, svo það er eins gott að hann hafi ýmislegt gott fram að færa. Toyota hefur mikla trú að honum og vetnisnotkun í bíla og á allt eins von á að þarna sé kominn arftaki Prius bílsins. FCV bíllinn er tvöfalt öflugri en núverandi vetnisbíll, Toyota FCHV. Bíllinn sem kynntur er nú er væntanlegur í sölu árið 2015.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent