Býr barn til súkkulaðið þitt? Elísabet Ingólfsdóttir skrifar 30. mars 2013 06:00 Á liðnu ári stofnuðu alþjóðasamtökin Stop the Traffik deild á Íslandi. Markmið samtakanna er að beita sér gegn mansali um heim allan og vekja almenning til meðvitundar um að mansal snertir okkur öll, meira að segja bara þegar við kaupum okkur súkkulaði. Staðreyndin er sú að um 70% kakóframleiðslu heimsins eiga sér stað í Vestur-Afríku. Í þeim heimshluta viðgangast kaup og sala með börn. Sem dæmi eru börn seld frá Malí til Fílabeinsstrandarinnar á degi hverjum, eftir að hafa fengið ýmis gylliboð sem síðan reynast vera fölsk fyrirheit. Haustið 2011 kom út skýrsla á vegum Stop the Traffik og fleiri alþjóðasamtaka sem beita sér gegn mansali og bar hún heitið „10 campaign“. Í skýrslunni kom fram að tíu árum áður hafi nokkrir stærstu súkkulaðiframleiðendur heims skrifað undir bókun sem kallast Harkin-Engel Protocol. Samkvæmt bókuninni ábyrgðust framleiðendurnir að beita sér fyrir því að útrýma verstu birtingarmyndum barnaþrælkunar í kakóiðnaðinum á Fílabeinsströndinni og í Gana. Þrátt fyrir þetta hafa ákvæðin sex í bókuninni ekki verið innleidd að fullu og fyrirhugaðar umbætur í kakóiðnaðinum hafa enn ekki átt sér stað.Hvað er til ráða? Eina leiðin til að staðreyna að súkkulaðið þitt sé mansalsfrítt er að kaupa vottað súkkulaði. Til eru hinar ýmsu vottanir og er Fairtrade einna þekktust en til eru miklu fleiri tegundir, s.s. Rainforest, UTZ og fleira. Auk þess eru mörg fyrirtæki með sína eigin vottun og versla þá við tiltekna bændur milliliðalaust. Enn sem komið er framleiðir ekkert íslenskt fyrirtæki vottað súkkulaði. Íslandsdeild Stop the Traffik hefur þegar haft samband við alla stærstu súkkulaðiframleiðendurna á Íslandi en aðeins Nói Síríus brást við og fundaði með fulltrúum samtakanna. Viðbrögð þeirra við áhyggjum okkar voru annars vegar tortryggni í garð vottunarfyrirtækja og hins vegar fyrirsláttur um að slík breyting væri of kostnaðarsöm. Auk þess vildi framleiðandinn ekki skipta við annan millilið og hætta þannig á að bragð vörunnar myndi breytast. Í þessu samhengi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að eins og staðan er í dag kostar íslenska súkkulaðið okkar heilsu, menntun og æsku fjölmargra barna. Það er kostnaðarsamt.Breytt viðhorf Okkur til mikillar ánægju fengum við annan fund með Nóa Síríus og kvað þá við annan tón enda höfðu nokkrir starfsmenn gert sér ferð til Vestur-Afríku til þess að kynna sér starfsemi dreifingaraðilanna. Þeim var mjög brugðið yfir því sem þeir sáu og viðhorf þeirra gagnvart vottun hafði greinilega breyst. Það er mjög ólíklegt að stórfyrirtæki sem starfar á samkeppnismarkaði muni breyta framleiðslu sinni nema krafa komi um það frá neytendum. Því skorar Íslandsdeild Stop the Traffik á alla Íslendinga að senda sínum uppáhaldssúkkulaðiframleiðanda áskorun um að framvegis ætli þeir aðeins að kaupa vottað súkkulaði, hvar sem bændurnir fá greitt sanngjarnt verð fyrir kakóbaunirnar sínar og börn hafa ekki komið nálægt ræktun þeirra. Einnig skora samtökin á alla neytendur að beita sér fyrir því að selt verði vottað súkkulaði í öllum verslunum og söluturnum á landinu. Fyrir þá sem það kjósa höfum við samið staðlað bréf til íslenskra súkkulaðiframleiðenda. Sendið okkur tölvupóst á acticeland@gmail.com og þá munum við senda ykkur bréfið um hæl. Endilega kynnið ykkur málið frekar á Facebook undir Stop the Traffik: ACT Iceland og á heimasíðu samtakanna www.stopthetraffik.org. Fyrir þá sem hafa sérstakan áhuga á að kynna sér mansal í tengslum við kakóiðnaðinn mælum við eindregið með heimildarmyndinni „The Dark Side of Chocolate“, en hana er hægt að nálgast ókeypis á vefsíðunni Youtube. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Á liðnu ári stofnuðu alþjóðasamtökin Stop the Traffik deild á Íslandi. Markmið samtakanna er að beita sér gegn mansali um heim allan og vekja almenning til meðvitundar um að mansal snertir okkur öll, meira að segja bara þegar við kaupum okkur súkkulaði. Staðreyndin er sú að um 70% kakóframleiðslu heimsins eiga sér stað í Vestur-Afríku. Í þeim heimshluta viðgangast kaup og sala með börn. Sem dæmi eru börn seld frá Malí til Fílabeinsstrandarinnar á degi hverjum, eftir að hafa fengið ýmis gylliboð sem síðan reynast vera fölsk fyrirheit. Haustið 2011 kom út skýrsla á vegum Stop the Traffik og fleiri alþjóðasamtaka sem beita sér gegn mansali og bar hún heitið „10 campaign“. Í skýrslunni kom fram að tíu árum áður hafi nokkrir stærstu súkkulaðiframleiðendur heims skrifað undir bókun sem kallast Harkin-Engel Protocol. Samkvæmt bókuninni ábyrgðust framleiðendurnir að beita sér fyrir því að útrýma verstu birtingarmyndum barnaþrælkunar í kakóiðnaðinum á Fílabeinsströndinni og í Gana. Þrátt fyrir þetta hafa ákvæðin sex í bókuninni ekki verið innleidd að fullu og fyrirhugaðar umbætur í kakóiðnaðinum hafa enn ekki átt sér stað.Hvað er til ráða? Eina leiðin til að staðreyna að súkkulaðið þitt sé mansalsfrítt er að kaupa vottað súkkulaði. Til eru hinar ýmsu vottanir og er Fairtrade einna þekktust en til eru miklu fleiri tegundir, s.s. Rainforest, UTZ og fleira. Auk þess eru mörg fyrirtæki með sína eigin vottun og versla þá við tiltekna bændur milliliðalaust. Enn sem komið er framleiðir ekkert íslenskt fyrirtæki vottað súkkulaði. Íslandsdeild Stop the Traffik hefur þegar haft samband við alla stærstu súkkulaðiframleiðendurna á Íslandi en aðeins Nói Síríus brást við og fundaði með fulltrúum samtakanna. Viðbrögð þeirra við áhyggjum okkar voru annars vegar tortryggni í garð vottunarfyrirtækja og hins vegar fyrirsláttur um að slík breyting væri of kostnaðarsöm. Auk þess vildi framleiðandinn ekki skipta við annan millilið og hætta þannig á að bragð vörunnar myndi breytast. Í þessu samhengi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að eins og staðan er í dag kostar íslenska súkkulaðið okkar heilsu, menntun og æsku fjölmargra barna. Það er kostnaðarsamt.Breytt viðhorf Okkur til mikillar ánægju fengum við annan fund með Nóa Síríus og kvað þá við annan tón enda höfðu nokkrir starfsmenn gert sér ferð til Vestur-Afríku til þess að kynna sér starfsemi dreifingaraðilanna. Þeim var mjög brugðið yfir því sem þeir sáu og viðhorf þeirra gagnvart vottun hafði greinilega breyst. Það er mjög ólíklegt að stórfyrirtæki sem starfar á samkeppnismarkaði muni breyta framleiðslu sinni nema krafa komi um það frá neytendum. Því skorar Íslandsdeild Stop the Traffik á alla Íslendinga að senda sínum uppáhaldssúkkulaðiframleiðanda áskorun um að framvegis ætli þeir aðeins að kaupa vottað súkkulaði, hvar sem bændurnir fá greitt sanngjarnt verð fyrir kakóbaunirnar sínar og börn hafa ekki komið nálægt ræktun þeirra. Einnig skora samtökin á alla neytendur að beita sér fyrir því að selt verði vottað súkkulaði í öllum verslunum og söluturnum á landinu. Fyrir þá sem það kjósa höfum við samið staðlað bréf til íslenskra súkkulaðiframleiðenda. Sendið okkur tölvupóst á acticeland@gmail.com og þá munum við senda ykkur bréfið um hæl. Endilega kynnið ykkur málið frekar á Facebook undir Stop the Traffik: ACT Iceland og á heimasíðu samtakanna www.stopthetraffik.org. Fyrir þá sem hafa sérstakan áhuga á að kynna sér mansal í tengslum við kakóiðnaðinn mælum við eindregið með heimildarmyndinni „The Dark Side of Chocolate“, en hana er hægt að nálgast ókeypis á vefsíðunni Youtube.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar