Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 22-26 | Oddaleikur á mánudag Jón Júlíus Karlsson í Mýrinni skrifar 20. apríl 2013 11:41 Mynd/Valli Valur lagði Stjörnuna af velli í fjórða leik liðana í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna, 22-26. Valur knúði þar með fram oddaleik í einvígi liðana um að komast í úrslitaleikinn. Valur byrjaði leikinn betur og komst í 1-4 snemma leiks. Valskonur greinilega staðráðnar í að jafna metin í einvígi þessara liða. Stjarnan komst hins vegar fljótt aftur inn í leikinn og jafnaði metin í stöðunni 5-5. Stjarnan skoraði fjögur mörk í röð og komst í 7-5 áður en Valur tók við sér. Staðan í hálfleik 9-11 fyrir Val. Valskonur byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og eftir 10 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan 10-15 fyrir Val. Stjarnan gafst hins vegar ekki upp og náði að vinna sig aftur inn í leikinn. Þegar skammt var eftir munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum en Valur náði að innsigla góðum sigri. Liðin munu því mætast í hreinum úrslitaleik á mánudag um sæti í úrslitum. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst í liði Vals en hún skoraði 7 mörk. Karólína Lárusdóttir skoraði sex mörk líkt og Dagný Skúladóttir. Hjá Stjörnunni skoraði Jóna Margrét Ragnarsdóttir 7 mörk. Sunneva Einarsdóttir varð 12 skot hjá Stjörnunni og Guðný Jenný Ásmundsdóttir varð 10.Hrafnhildur: Leystum varnarleik Stjörnunnar vel „Við vorum ekki tilbúnar til að fara í sumarfrí. Það er rok og rigning úti og ekki fer maður út að ‘tana’ þannig að við höfum ekkert að gera í sumarfrí strax,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir eftir sigur Vals gegn Stjörnunni í dag. „Ég er svakalega ánægð með þennan sigur. Þetta er æðislegt. Við vorum miklu betri í þessum leik og hefðum átt að vinna stærra. Við vorum líklega með svona 10 stangarskot og mjög óheppnar.“ Valur hafði yfirhöndina í síðari hálfleik en Stjarnan náði að vinna sig inn í leikinn þegar skammt var eftir. „Stjarnan náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar lítið var eftir en mér fannst á því augnabliki eins og að við hefðum átt að vera búnar að klára leikinn. Við vorum að fá góð færi en Stjarnan í bölvuðu basli,“ segir Hrafnhildur sem segir að leikur Valsliðsins hafi verið góður í dag. „Það var miklu meiri hreyfanleiki á liðinu en í fyrstu leikjunum og við leystum vel varnarleikinn hjá Stjörnunni. Þær hafa verið duglegar að klippa út og eyðileggja kerfin hjá okkur. Við höfum verið í basli með það. Það voru fleiri að skila sínu í dag en í fyrstu tveimur leikjunum og það skipti sköpum. Ef við spilum svona á mánudag þá munum við vinna.“Rakel Dögg: Gerum mistök á mikilvægum augnablikum „Ég er mjög spæld. Við ætluðum að klára þetta einvígi í dag og fara í úrslitin,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir eftir ósigur Stjörnunnar gegn Val í dag. „Við vorum einfaldlega ekki með svör við varnarleiknum hjá Va. Við vorum ekkert hissa að þær myndu spila 5+1 vörn og vorum búnar að undirbúa okkur fyrir það. Þetta var hins vegar ekki að ganga upp og hittum á lélegan dag. Sóknarleikurinn var of hægur og við vorum að gera mistök á mikilvægum augnablikum í leiknum. Þó að vörnin hafi verið fín inn á milli þá vorum við að fá á okkur of mörg klaufamörk.“ Rakel segir að hún sjálf hafi verið slök í dag og að hún og félagar hennar hjá Stjörnunni þurfi að eiga toppleik á mánudag. „Við þurfum að fara yfir þennan leik og finna lausnir. Valur mun spila áfram þessa vörn í næsta leik. Ég er persónulega á núll hraða og ég þarf að skoða mína frammistöðu. Við þurfum að eiga okkar besta leik ef við ætlum að vinna þetta lið. Það bjuggust allir við auðveldum 3-0 sigri hjá Val en við höfum heldur betur staðið í þeim. Við höfum trú á því að við getum unnið leikinn á mánudag.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Valur lagði Stjörnuna af velli í fjórða leik liðana í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna, 22-26. Valur knúði þar með fram oddaleik í einvígi liðana um að komast í úrslitaleikinn. Valur byrjaði leikinn betur og komst í 1-4 snemma leiks. Valskonur greinilega staðráðnar í að jafna metin í einvígi þessara liða. Stjarnan komst hins vegar fljótt aftur inn í leikinn og jafnaði metin í stöðunni 5-5. Stjarnan skoraði fjögur mörk í röð og komst í 7-5 áður en Valur tók við sér. Staðan í hálfleik 9-11 fyrir Val. Valskonur byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og eftir 10 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan 10-15 fyrir Val. Stjarnan gafst hins vegar ekki upp og náði að vinna sig aftur inn í leikinn. Þegar skammt var eftir munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum en Valur náði að innsigla góðum sigri. Liðin munu því mætast í hreinum úrslitaleik á mánudag um sæti í úrslitum. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst í liði Vals en hún skoraði 7 mörk. Karólína Lárusdóttir skoraði sex mörk líkt og Dagný Skúladóttir. Hjá Stjörnunni skoraði Jóna Margrét Ragnarsdóttir 7 mörk. Sunneva Einarsdóttir varð 12 skot hjá Stjörnunni og Guðný Jenný Ásmundsdóttir varð 10.Hrafnhildur: Leystum varnarleik Stjörnunnar vel „Við vorum ekki tilbúnar til að fara í sumarfrí. Það er rok og rigning úti og ekki fer maður út að ‘tana’ þannig að við höfum ekkert að gera í sumarfrí strax,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir eftir sigur Vals gegn Stjörnunni í dag. „Ég er svakalega ánægð með þennan sigur. Þetta er æðislegt. Við vorum miklu betri í þessum leik og hefðum átt að vinna stærra. Við vorum líklega með svona 10 stangarskot og mjög óheppnar.“ Valur hafði yfirhöndina í síðari hálfleik en Stjarnan náði að vinna sig inn í leikinn þegar skammt var eftir. „Stjarnan náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar lítið var eftir en mér fannst á því augnabliki eins og að við hefðum átt að vera búnar að klára leikinn. Við vorum að fá góð færi en Stjarnan í bölvuðu basli,“ segir Hrafnhildur sem segir að leikur Valsliðsins hafi verið góður í dag. „Það var miklu meiri hreyfanleiki á liðinu en í fyrstu leikjunum og við leystum vel varnarleikinn hjá Stjörnunni. Þær hafa verið duglegar að klippa út og eyðileggja kerfin hjá okkur. Við höfum verið í basli með það. Það voru fleiri að skila sínu í dag en í fyrstu tveimur leikjunum og það skipti sköpum. Ef við spilum svona á mánudag þá munum við vinna.“Rakel Dögg: Gerum mistök á mikilvægum augnablikum „Ég er mjög spæld. Við ætluðum að klára þetta einvígi í dag og fara í úrslitin,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir eftir ósigur Stjörnunnar gegn Val í dag. „Við vorum einfaldlega ekki með svör við varnarleiknum hjá Va. Við vorum ekkert hissa að þær myndu spila 5+1 vörn og vorum búnar að undirbúa okkur fyrir það. Þetta var hins vegar ekki að ganga upp og hittum á lélegan dag. Sóknarleikurinn var of hægur og við vorum að gera mistök á mikilvægum augnablikum í leiknum. Þó að vörnin hafi verið fín inn á milli þá vorum við að fá á okkur of mörg klaufamörk.“ Rakel segir að hún sjálf hafi verið slök í dag og að hún og félagar hennar hjá Stjörnunni þurfi að eiga toppleik á mánudag. „Við þurfum að fara yfir þennan leik og finna lausnir. Valur mun spila áfram þessa vörn í næsta leik. Ég er persónulega á núll hraða og ég þarf að skoða mína frammistöðu. Við þurfum að eiga okkar besta leik ef við ætlum að vinna þetta lið. Það bjuggust allir við auðveldum 3-0 sigri hjá Val en við höfum heldur betur staðið í þeim. Við höfum trú á því að við getum unnið leikinn á mánudag.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira