Eftirmálar formúlunnar í Kína Birgir Þór Harðarson skrifar 14. apríl 2013 21:29 Alonso kom fyrstur í mark í Kína. nordicphotos/afp Eftirmálar Formúlu 1-kappakstursins í Kína í morgun eru nokkrir enda virtust ökumenn ekki vera með reglurnar á hreinu hvað varðar notkun afturvængsins undir gulum flöggum. Fyrirvarar voru því settir á lokaniðurstöðu kappakstursins í dag enda átti eftir að úrskurða um meint brot margra ökumanna, þar á meðal Sebastian Vettel, Kimi Raikkönen og Jenson Button. Engum verður hins vegar refsað fyrir þessi brot og er það aðallega vegna tæknilegra vandamála hjá FIA. Venjulega getur mótsstjóri fjarstýrt því hvort ökumenn eigi möguleika á að opna afturvænginn en í ár hefur verið bilun í þessum búnaði. Það ætti því að vera ökumanna og liðanna að fylgja reglunum en þeim hefur verið sýndur skilningur í þessu máli. Hins vegar var tveimur ökumönnum refsað fyrir að hafa valdið hættu í brautinni í Kína. Fyrst ber að nefna unga Mexíkóan Esteban Gutierrez sem misreiknaði bremsuvegalengd sína og ók aftan á Adrian Sutil með þeim afleiðingum að báðir urðu að hætta keppni. Verður hann færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í Barein eftir viku. Mark Webber hefur einnig hlotið refsingu en hann var sendur út af viðgerðarsvæðinu eftir þjónustuhlé með laust hægra afturhjól sem, eftir að hann hafði ekið nánast heilan hring, skoppaði af og í veg fyrr ökumenn. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein. Kappaksturinn í Barein fer fram eftir viku. Formúla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Eftirmálar Formúlu 1-kappakstursins í Kína í morgun eru nokkrir enda virtust ökumenn ekki vera með reglurnar á hreinu hvað varðar notkun afturvængsins undir gulum flöggum. Fyrirvarar voru því settir á lokaniðurstöðu kappakstursins í dag enda átti eftir að úrskurða um meint brot margra ökumanna, þar á meðal Sebastian Vettel, Kimi Raikkönen og Jenson Button. Engum verður hins vegar refsað fyrir þessi brot og er það aðallega vegna tæknilegra vandamála hjá FIA. Venjulega getur mótsstjóri fjarstýrt því hvort ökumenn eigi möguleika á að opna afturvænginn en í ár hefur verið bilun í þessum búnaði. Það ætti því að vera ökumanna og liðanna að fylgja reglunum en þeim hefur verið sýndur skilningur í þessu máli. Hins vegar var tveimur ökumönnum refsað fyrir að hafa valdið hættu í brautinni í Kína. Fyrst ber að nefna unga Mexíkóan Esteban Gutierrez sem misreiknaði bremsuvegalengd sína og ók aftan á Adrian Sutil með þeim afleiðingum að báðir urðu að hætta keppni. Verður hann færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í Barein eftir viku. Mark Webber hefur einnig hlotið refsingu en hann var sendur út af viðgerðarsvæðinu eftir þjónustuhlé með laust hægra afturhjól sem, eftir að hann hafði ekið nánast heilan hring, skoppaði af og í veg fyrr ökumenn. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein. Kappaksturinn í Barein fer fram eftir viku.
Formúla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira