Hvað er verðbólga pabbi? Einar G. Harðarson skrifar 22. maí 2013 06:00 Upp úr árunum frá 1970 hófst skeið óðaverðbólgu á Íslandi og frá þeim tíma hefur verðbólga verið viðloðandi íslenskt efnahagslíf eins og ólæknandi sjúkdómur. Verðbólgan hefur skotið rótum í þjóðfélaginu og fólk horfir á hana eins og hún sé hluti af hagkerfinu. Fólk semur um laun og skuldir og fjárfestir út frá þeim forsendum að hér sé og verði verðbólga. Ófyrirsjáanleg verðbólga ræður því síðan hvort umsamdar launahækkanir á vinnumarkaði ganga í gegn eða hvort greiða þarf hátt eða lágt verð fyrir vörur. Hækkanir og lækkanir á vöruverði fara ekki alltaf eftir sveiflum á innkaupsverði. Svör við spurningum um verðbólgu eru oft óskiljanleg og þjóðin er dofin af síbreytilegum skýringum. „Hvað er verðbólga?“ spurði mig sautján ára stúlka sem hefur nokkurt vit á peningamálum. Þá varð mér ljóst að hugsanlega spyrja fleiri þessarar spurningar. En þá hlýtur einhver að spyrja sig hvernig verðbólga verður til. Ég svaraði stúkunni þannig að í grunninn væri verðbólga aukin „prentun“ peninga. Prentun peninga er nú í höndum bankanna og fer eftir ákveðnum reglum. Við erum ung þjóð sem þarf að leggja út í miklar fjárfestingar og við eigum auðlindir sem kalla einnig á fjárfestingar, sem veldur eftirspurn eftir peningum, sem hækkar vexti sem skapar verðbólgu. Verðtrygging lána hefur haft veruleg áhrif á verðbólgu. Þar fer oft fram víxlverkun á hækkun verðlags sem kallar á hækkun launa sem veldur aftur hækkun verðlags sem kallar svo aftur á hækkun launa. Eftir að verðtrygging var sett á hér á landi hafa hefðbundnar hagfræðilegar aðferðir gegn verðbólgu eins og hækkun eða lækkun stýrivaxta Seðlabanka ekki dugað þar sem slíkt hefur lítil áhrif á greiðslubyrði verðtryggðra lána. Hækkun á vöxtum á að draga úr fjárfestingum og neyslu og stýra þannig neyslumynstri fólks og fyrirtækja. Slíkt dugir í nágrannalöndunum en við höfum í grunninn öðruvísi efnahagskerfi en þau lönd m.a. vegna verðtryggingar neytendalána. Við Íslendingar þurfum að vinna 20% meira en nágrannaþjóðir okkar til að hafa sömu lífskjör og þær. Enda líður efnahagskerfið fyrir slæmar aðstæður til fjárhagslegrar skipulagningar sökum verðbólgu. Innstæðulausar hækkanir vegna verðbólgu eru ekki raunveruleg verðmyndun. Við höfum hingað til haft atvinnu til að auka tekjur okkar um 20%, en hvað ef sú vinna væri ekki fyrir hendi? Höfum við þá laun á við Grikki, Spánverja og Portúgala? Ísland er verðbólguland. Verðandi ríkisstjórn neyðist til að taka á verðbólgumálum eins og vogunarsjóðum eða sköttum með markvissum, skipulögðum og ákveðnum hætti. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er að stjórna landinu og marka stefnu þjóðarinnar að settu marki. Síðustu ríkisstjórnir láta aðra um að prenta útkomuna, s.s. bankana, og þar með ráða stórum hluta ferðarinnar. Embættismannakerfið hefur einnig náð umtalsverðum undirtökum í stjórnsýslunni án þess að augljóst sé en þar er á ferðinni ógnarvald ásamt fjármálakerfinu. Nú um stund er verðbólga lág en við megum ekki láta blekkjast af því að við búum við viðskiptahöft sem eru þannig að við buðum miklum peningum í „heimsókn“ með gylliboðum en lokuðum þá síðan inni. Þessir peningar munu, þegar höftum er aflétt, vilja fara aftur „heim“ og við það mun skapast verðbólga. Ný ríkisstjórn verður því að leggjast á allar árar og vinna markvisst gegn verðbólgu með raunhæf langtímamarkið að leiðarljósi. Við sitjum uppi með þann stimpil að við séum og verðum verðbólguþjóð og hér sé ekki við öðru að búast en hárri verðbólgu. Það er ekki auðvelt að ráðast að ríkjandi viðhorfum til verðbólgu. En það er engin afsökun að við séum ung þjóð með auðlindir og vegna þess þurfi að ráðast í miklar fjárfestingar sem skapa verðbólgu. Við þurfum ekki aðeins að losna við verðbólguna til að fá lægri vexti eða hærri laun. Stærra og veigameira mál býr þar að baki en það er að hér sé heilbrigð hugsun í peningamálum og heilbrigt efnahagsþjóðfélag. Það fyrsta sem þarf að gerast er að við Íslendingar allir trúum því að hægt sé að búa hér án verðbólgu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Upp úr árunum frá 1970 hófst skeið óðaverðbólgu á Íslandi og frá þeim tíma hefur verðbólga verið viðloðandi íslenskt efnahagslíf eins og ólæknandi sjúkdómur. Verðbólgan hefur skotið rótum í þjóðfélaginu og fólk horfir á hana eins og hún sé hluti af hagkerfinu. Fólk semur um laun og skuldir og fjárfestir út frá þeim forsendum að hér sé og verði verðbólga. Ófyrirsjáanleg verðbólga ræður því síðan hvort umsamdar launahækkanir á vinnumarkaði ganga í gegn eða hvort greiða þarf hátt eða lágt verð fyrir vörur. Hækkanir og lækkanir á vöruverði fara ekki alltaf eftir sveiflum á innkaupsverði. Svör við spurningum um verðbólgu eru oft óskiljanleg og þjóðin er dofin af síbreytilegum skýringum. „Hvað er verðbólga?“ spurði mig sautján ára stúlka sem hefur nokkurt vit á peningamálum. Þá varð mér ljóst að hugsanlega spyrja fleiri þessarar spurningar. En þá hlýtur einhver að spyrja sig hvernig verðbólga verður til. Ég svaraði stúkunni þannig að í grunninn væri verðbólga aukin „prentun“ peninga. Prentun peninga er nú í höndum bankanna og fer eftir ákveðnum reglum. Við erum ung þjóð sem þarf að leggja út í miklar fjárfestingar og við eigum auðlindir sem kalla einnig á fjárfestingar, sem veldur eftirspurn eftir peningum, sem hækkar vexti sem skapar verðbólgu. Verðtrygging lána hefur haft veruleg áhrif á verðbólgu. Þar fer oft fram víxlverkun á hækkun verðlags sem kallar á hækkun launa sem veldur aftur hækkun verðlags sem kallar svo aftur á hækkun launa. Eftir að verðtrygging var sett á hér á landi hafa hefðbundnar hagfræðilegar aðferðir gegn verðbólgu eins og hækkun eða lækkun stýrivaxta Seðlabanka ekki dugað þar sem slíkt hefur lítil áhrif á greiðslubyrði verðtryggðra lána. Hækkun á vöxtum á að draga úr fjárfestingum og neyslu og stýra þannig neyslumynstri fólks og fyrirtækja. Slíkt dugir í nágrannalöndunum en við höfum í grunninn öðruvísi efnahagskerfi en þau lönd m.a. vegna verðtryggingar neytendalána. Við Íslendingar þurfum að vinna 20% meira en nágrannaþjóðir okkar til að hafa sömu lífskjör og þær. Enda líður efnahagskerfið fyrir slæmar aðstæður til fjárhagslegrar skipulagningar sökum verðbólgu. Innstæðulausar hækkanir vegna verðbólgu eru ekki raunveruleg verðmyndun. Við höfum hingað til haft atvinnu til að auka tekjur okkar um 20%, en hvað ef sú vinna væri ekki fyrir hendi? Höfum við þá laun á við Grikki, Spánverja og Portúgala? Ísland er verðbólguland. Verðandi ríkisstjórn neyðist til að taka á verðbólgumálum eins og vogunarsjóðum eða sköttum með markvissum, skipulögðum og ákveðnum hætti. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er að stjórna landinu og marka stefnu þjóðarinnar að settu marki. Síðustu ríkisstjórnir láta aðra um að prenta útkomuna, s.s. bankana, og þar með ráða stórum hluta ferðarinnar. Embættismannakerfið hefur einnig náð umtalsverðum undirtökum í stjórnsýslunni án þess að augljóst sé en þar er á ferðinni ógnarvald ásamt fjármálakerfinu. Nú um stund er verðbólga lág en við megum ekki láta blekkjast af því að við búum við viðskiptahöft sem eru þannig að við buðum miklum peningum í „heimsókn“ með gylliboðum en lokuðum þá síðan inni. Þessir peningar munu, þegar höftum er aflétt, vilja fara aftur „heim“ og við það mun skapast verðbólga. Ný ríkisstjórn verður því að leggjast á allar árar og vinna markvisst gegn verðbólgu með raunhæf langtímamarkið að leiðarljósi. Við sitjum uppi með þann stimpil að við séum og verðum verðbólguþjóð og hér sé ekki við öðru að búast en hárri verðbólgu. Það er ekki auðvelt að ráðast að ríkjandi viðhorfum til verðbólgu. En það er engin afsökun að við séum ung þjóð með auðlindir og vegna þess þurfi að ráðast í miklar fjárfestingar sem skapa verðbólgu. Við þurfum ekki aðeins að losna við verðbólguna til að fá lægri vexti eða hærri laun. Stærra og veigameira mál býr þar að baki en það er að hér sé heilbrigð hugsun í peningamálum og heilbrigt efnahagsþjóðfélag. Það fyrsta sem þarf að gerast er að við Íslendingar allir trúum því að hægt sé að búa hér án verðbólgu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun