Hvað er verðbólga pabbi? Einar G. Harðarson skrifar 22. maí 2013 06:00 Upp úr árunum frá 1970 hófst skeið óðaverðbólgu á Íslandi og frá þeim tíma hefur verðbólga verið viðloðandi íslenskt efnahagslíf eins og ólæknandi sjúkdómur. Verðbólgan hefur skotið rótum í þjóðfélaginu og fólk horfir á hana eins og hún sé hluti af hagkerfinu. Fólk semur um laun og skuldir og fjárfestir út frá þeim forsendum að hér sé og verði verðbólga. Ófyrirsjáanleg verðbólga ræður því síðan hvort umsamdar launahækkanir á vinnumarkaði ganga í gegn eða hvort greiða þarf hátt eða lágt verð fyrir vörur. Hækkanir og lækkanir á vöruverði fara ekki alltaf eftir sveiflum á innkaupsverði. Svör við spurningum um verðbólgu eru oft óskiljanleg og þjóðin er dofin af síbreytilegum skýringum. „Hvað er verðbólga?“ spurði mig sautján ára stúlka sem hefur nokkurt vit á peningamálum. Þá varð mér ljóst að hugsanlega spyrja fleiri þessarar spurningar. En þá hlýtur einhver að spyrja sig hvernig verðbólga verður til. Ég svaraði stúkunni þannig að í grunninn væri verðbólga aukin „prentun“ peninga. Prentun peninga er nú í höndum bankanna og fer eftir ákveðnum reglum. Við erum ung þjóð sem þarf að leggja út í miklar fjárfestingar og við eigum auðlindir sem kalla einnig á fjárfestingar, sem veldur eftirspurn eftir peningum, sem hækkar vexti sem skapar verðbólgu. Verðtrygging lána hefur haft veruleg áhrif á verðbólgu. Þar fer oft fram víxlverkun á hækkun verðlags sem kallar á hækkun launa sem veldur aftur hækkun verðlags sem kallar svo aftur á hækkun launa. Eftir að verðtrygging var sett á hér á landi hafa hefðbundnar hagfræðilegar aðferðir gegn verðbólgu eins og hækkun eða lækkun stýrivaxta Seðlabanka ekki dugað þar sem slíkt hefur lítil áhrif á greiðslubyrði verðtryggðra lána. Hækkun á vöxtum á að draga úr fjárfestingum og neyslu og stýra þannig neyslumynstri fólks og fyrirtækja. Slíkt dugir í nágrannalöndunum en við höfum í grunninn öðruvísi efnahagskerfi en þau lönd m.a. vegna verðtryggingar neytendalána. Við Íslendingar þurfum að vinna 20% meira en nágrannaþjóðir okkar til að hafa sömu lífskjör og þær. Enda líður efnahagskerfið fyrir slæmar aðstæður til fjárhagslegrar skipulagningar sökum verðbólgu. Innstæðulausar hækkanir vegna verðbólgu eru ekki raunveruleg verðmyndun. Við höfum hingað til haft atvinnu til að auka tekjur okkar um 20%, en hvað ef sú vinna væri ekki fyrir hendi? Höfum við þá laun á við Grikki, Spánverja og Portúgala? Ísland er verðbólguland. Verðandi ríkisstjórn neyðist til að taka á verðbólgumálum eins og vogunarsjóðum eða sköttum með markvissum, skipulögðum og ákveðnum hætti. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er að stjórna landinu og marka stefnu þjóðarinnar að settu marki. Síðustu ríkisstjórnir láta aðra um að prenta útkomuna, s.s. bankana, og þar með ráða stórum hluta ferðarinnar. Embættismannakerfið hefur einnig náð umtalsverðum undirtökum í stjórnsýslunni án þess að augljóst sé en þar er á ferðinni ógnarvald ásamt fjármálakerfinu. Nú um stund er verðbólga lág en við megum ekki láta blekkjast af því að við búum við viðskiptahöft sem eru þannig að við buðum miklum peningum í „heimsókn“ með gylliboðum en lokuðum þá síðan inni. Þessir peningar munu, þegar höftum er aflétt, vilja fara aftur „heim“ og við það mun skapast verðbólga. Ný ríkisstjórn verður því að leggjast á allar árar og vinna markvisst gegn verðbólgu með raunhæf langtímamarkið að leiðarljósi. Við sitjum uppi með þann stimpil að við séum og verðum verðbólguþjóð og hér sé ekki við öðru að búast en hárri verðbólgu. Það er ekki auðvelt að ráðast að ríkjandi viðhorfum til verðbólgu. En það er engin afsökun að við séum ung þjóð með auðlindir og vegna þess þurfi að ráðast í miklar fjárfestingar sem skapa verðbólgu. Við þurfum ekki aðeins að losna við verðbólguna til að fá lægri vexti eða hærri laun. Stærra og veigameira mál býr þar að baki en það er að hér sé heilbrigð hugsun í peningamálum og heilbrigt efnahagsþjóðfélag. Það fyrsta sem þarf að gerast er að við Íslendingar allir trúum því að hægt sé að búa hér án verðbólgu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Upp úr árunum frá 1970 hófst skeið óðaverðbólgu á Íslandi og frá þeim tíma hefur verðbólga verið viðloðandi íslenskt efnahagslíf eins og ólæknandi sjúkdómur. Verðbólgan hefur skotið rótum í þjóðfélaginu og fólk horfir á hana eins og hún sé hluti af hagkerfinu. Fólk semur um laun og skuldir og fjárfestir út frá þeim forsendum að hér sé og verði verðbólga. Ófyrirsjáanleg verðbólga ræður því síðan hvort umsamdar launahækkanir á vinnumarkaði ganga í gegn eða hvort greiða þarf hátt eða lágt verð fyrir vörur. Hækkanir og lækkanir á vöruverði fara ekki alltaf eftir sveiflum á innkaupsverði. Svör við spurningum um verðbólgu eru oft óskiljanleg og þjóðin er dofin af síbreytilegum skýringum. „Hvað er verðbólga?“ spurði mig sautján ára stúlka sem hefur nokkurt vit á peningamálum. Þá varð mér ljóst að hugsanlega spyrja fleiri þessarar spurningar. En þá hlýtur einhver að spyrja sig hvernig verðbólga verður til. Ég svaraði stúkunni þannig að í grunninn væri verðbólga aukin „prentun“ peninga. Prentun peninga er nú í höndum bankanna og fer eftir ákveðnum reglum. Við erum ung þjóð sem þarf að leggja út í miklar fjárfestingar og við eigum auðlindir sem kalla einnig á fjárfestingar, sem veldur eftirspurn eftir peningum, sem hækkar vexti sem skapar verðbólgu. Verðtrygging lána hefur haft veruleg áhrif á verðbólgu. Þar fer oft fram víxlverkun á hækkun verðlags sem kallar á hækkun launa sem veldur aftur hækkun verðlags sem kallar svo aftur á hækkun launa. Eftir að verðtrygging var sett á hér á landi hafa hefðbundnar hagfræðilegar aðferðir gegn verðbólgu eins og hækkun eða lækkun stýrivaxta Seðlabanka ekki dugað þar sem slíkt hefur lítil áhrif á greiðslubyrði verðtryggðra lána. Hækkun á vöxtum á að draga úr fjárfestingum og neyslu og stýra þannig neyslumynstri fólks og fyrirtækja. Slíkt dugir í nágrannalöndunum en við höfum í grunninn öðruvísi efnahagskerfi en þau lönd m.a. vegna verðtryggingar neytendalána. Við Íslendingar þurfum að vinna 20% meira en nágrannaþjóðir okkar til að hafa sömu lífskjör og þær. Enda líður efnahagskerfið fyrir slæmar aðstæður til fjárhagslegrar skipulagningar sökum verðbólgu. Innstæðulausar hækkanir vegna verðbólgu eru ekki raunveruleg verðmyndun. Við höfum hingað til haft atvinnu til að auka tekjur okkar um 20%, en hvað ef sú vinna væri ekki fyrir hendi? Höfum við þá laun á við Grikki, Spánverja og Portúgala? Ísland er verðbólguland. Verðandi ríkisstjórn neyðist til að taka á verðbólgumálum eins og vogunarsjóðum eða sköttum með markvissum, skipulögðum og ákveðnum hætti. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er að stjórna landinu og marka stefnu þjóðarinnar að settu marki. Síðustu ríkisstjórnir láta aðra um að prenta útkomuna, s.s. bankana, og þar með ráða stórum hluta ferðarinnar. Embættismannakerfið hefur einnig náð umtalsverðum undirtökum í stjórnsýslunni án þess að augljóst sé en þar er á ferðinni ógnarvald ásamt fjármálakerfinu. Nú um stund er verðbólga lág en við megum ekki láta blekkjast af því að við búum við viðskiptahöft sem eru þannig að við buðum miklum peningum í „heimsókn“ með gylliboðum en lokuðum þá síðan inni. Þessir peningar munu, þegar höftum er aflétt, vilja fara aftur „heim“ og við það mun skapast verðbólga. Ný ríkisstjórn verður því að leggjast á allar árar og vinna markvisst gegn verðbólgu með raunhæf langtímamarkið að leiðarljósi. Við sitjum uppi með þann stimpil að við séum og verðum verðbólguþjóð og hér sé ekki við öðru að búast en hárri verðbólgu. Það er ekki auðvelt að ráðast að ríkjandi viðhorfum til verðbólgu. En það er engin afsökun að við séum ung þjóð með auðlindir og vegna þess þurfi að ráðast í miklar fjárfestingar sem skapa verðbólgu. Við þurfum ekki aðeins að losna við verðbólguna til að fá lægri vexti eða hærri laun. Stærra og veigameira mál býr þar að baki en það er að hér sé heilbrigð hugsun í peningamálum og heilbrigt efnahagsþjóðfélag. Það fyrsta sem þarf að gerast er að við Íslendingar allir trúum því að hægt sé að búa hér án verðbólgu.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun