Innlent

Brotnaði á rist og sköflungi

Stígur Helgason skrifar
Verið er að kanna tildrög slyssins.
Verið er að kanna tildrög slyssins. fréttablaðið/hari
Tæplega sextugur starfsmaður álversins í Straumsvík meiddist illa í vinnuslysi þar aðfaranótt miðvikudags.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu klemmdi hann báða fætur í búnaði í álverinu með þeim afleiðingum að ökklinn brotnaði á öðrum fætinum og ristin á hinum. Samstarfsmenn komu honum þegar í stað til aðstoðar og í kjölfarið var hann fluttur með sjúkrabíl á spítala.

Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir að hjá fyrirtækinu sé nú verið að kanna tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×