Stigvaxandi tekjur af mengunarsköttum frá hruni Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. mars 2013 06:00 Fjármála- og efnahagsráðherra segir hagrænum hvötum til að draga úr mengun beitt í takmörkuðum mæli hér á landi. Fréttablaðið/Stefán Tekjur ríkisins af sköttum og gjöldum tengdum mengun hafa aukist um sem nemur 15 prósentum frá hruni, uppreiknað miðað við verðlag síðasta árs. Að baki aukningunni eru tekjur af gjöldum á eldsneyti, vörugjöld af bensíni og olíuvörum og kolefnisgjald. Tekjur af gjöldum á eldsneyti námu árið 2008 tæpum 19 milljörðum króna (á verðlagi ársins 2012) en voru í fyrra tæpir 22 milljarðar. Aukningin er 15,7 prósent. Þetta má lesa úr skriflegu svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Framsóknarflokks. Uppreiknaðar tölur sýna líka að 2007 voru tekjur ríkisins af þessum tekjuliðum rétt tæpum milljarði meiri en 2012. Á tímabilinu bættist líka við nýr tekjustofn þegar kolefnisgjald var tekið upp árið 2010. Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, segir í svari sínu að ríkissjóður hafi á undanförnum árum ekki haft miklar tekjur sem rekja megi til mengunar. Stjórnvöld hafi ekki beitt hagrænum hvötum nema í takmörkuðum mæli til þess að draga úr álagi á umhverfið. Þess í stað hafi verið meiri áhersla á leið „boða og banna“ þar sem sett séu skilyrði fyrir efnainnihaldi með reglum. „Flest gjöld sem lögð eru á mengandi efni eru lögð á til að mæta þeim kostnaði sem förgun þeirra hefur í för með sér.“ Undantekning frá tekjuöflun á grundvelli mengunar sé síðan gjöld á jarðefnaeldsneyti. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Tekjur ríkisins af sköttum og gjöldum tengdum mengun hafa aukist um sem nemur 15 prósentum frá hruni, uppreiknað miðað við verðlag síðasta árs. Að baki aukningunni eru tekjur af gjöldum á eldsneyti, vörugjöld af bensíni og olíuvörum og kolefnisgjald. Tekjur af gjöldum á eldsneyti námu árið 2008 tæpum 19 milljörðum króna (á verðlagi ársins 2012) en voru í fyrra tæpir 22 milljarðar. Aukningin er 15,7 prósent. Þetta má lesa úr skriflegu svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Framsóknarflokks. Uppreiknaðar tölur sýna líka að 2007 voru tekjur ríkisins af þessum tekjuliðum rétt tæpum milljarði meiri en 2012. Á tímabilinu bættist líka við nýr tekjustofn þegar kolefnisgjald var tekið upp árið 2010. Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, segir í svari sínu að ríkissjóður hafi á undanförnum árum ekki haft miklar tekjur sem rekja megi til mengunar. Stjórnvöld hafi ekki beitt hagrænum hvötum nema í takmörkuðum mæli til þess að draga úr álagi á umhverfið. Þess í stað hafi verið meiri áhersla á leið „boða og banna“ þar sem sett séu skilyrði fyrir efnainnihaldi með reglum. „Flest gjöld sem lögð eru á mengandi efni eru lögð á til að mæta þeim kostnaði sem förgun þeirra hefur í för með sér.“ Undantekning frá tekjuöflun á grundvelli mengunar sé síðan gjöld á jarðefnaeldsneyti.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira