Segja sérstakan saksóknara hlera rétt fyrir og eftir yfirheyrslur 14. mars 2013 13:42 Reimar Pétursson var framsögumaður. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður sagði á hádegisfundi Lögmannafélags Íslands á Grand Hótel í dag að embætti sérstaks saksóknara hefði stundað það undafarin misseri að óska eftir heimildum til hlerana rétt fyrir og eftir yfirheyrslu sakborninga. Reimar, sem fjallaði um trúnað á milli lögmanna og skjólstæðinga þeirra, sagði það augljóst að þeir sem væru að fara í yfirheyrslu, eða nýbúnir í slíkri yfirheyrslu, væru töluvert líklegri til þess að hafa samband við lögmann sinn heldur en einhverja aðra í slíkum tilvikum. Lögmannafélagið fjallaði á fundinum um málefni sem hafa verið í fjölmiðlum undanfarin ár og varðar trúnað lögmanna við skjólstæðinga sína, en nýjasta málið eru hugsanlegar hleranir á samræðum lögmanna við skjólstæðinga sína. Það mál kom upp á Alþingi en þá vildi innanríkisráðherra ekki gefa upp hvort slíkar hleranir hefðu viðgengist. Reimar, sem var framsögumaður á fundinum, tiltók fjögur dæmi sem honum fannst áhyggjuefni og bryti eða græfi undan trúnaði lögmanna. Og það var ljóst af gestum fundarins að málið væri alvarlegt. Mestu áhyggjur Reimars snerust um heimildir sem Hæstiréttur Íslands veitti skattrannsóknarstjóra á síðasta ári þar sem lögmanni kvenna, sem til hennar höfðu leitað vegna mála tengdum PIP brjóstapúðunum, var gert að afhenda nafnalista með skjólstæðingum sínum og þeim sem höfðu haft við hana samband. Þar hefði verið gengið verulega á trúnað lögmanns og skjólstæðinga að mati Reimars, en ástæðan fyrir heimildinni var meint skattalagabrot læknisins. Reimar benti á önnur dæmi, svo sem húsleit á lögmannastofu þar sem leitarheimildin var afar víð. Reimar sagði ennfremur að hleranir á milli lögmanna og skjólstæðinga væru áhyggjuefni, þá ekki síst vegna þess að hann segir ekkert sannfærandi eftirlit með því hvort upptökum af samskiptum lögmanna og skjólstæðinga væri eytt. Reimar benti á að leiðir til þess að bæta úr þessu máli væru ekki lagalegar. Raunar er trúnaður lögmanna við skjólstæðinga sína vel varinn í lögum sem og stjórnarskrá. "Það sem þarf er hugarfarsbreyting," sagði Reimar og bætti við að úrbætur sem hann vildi sjá, væru að dómstólaráð, Lögmannafélag Íslands og ríkissaksóknari ættu að hafa uppi sannfærandi eftirlit með eyðingu hlerana. Þá sagði Reimar að málið snérist um rétt skjólstæðinga, og þeirra rétt, að fella ekki sök á sig sjálfa. Hann sagði trúnað lögmanna og skjólstæðinga ekki til þess fallna að verja lögmennina sjálfa, það væri ekki hugsunin, heldur að verja skjólstæðingin og tryggja honum sem besta réttarvernd. Enda trúnaðarsamskipti hornsteinninn að því að hann fái fullnægjandi réttaraðstoð. Ragnar Aðalsteinsson tók undir orð Reimars og bætti svo við að það væri mikilvægt að halda því til haga að sjálfstæði dómstólanna væru undir því komnir að frelsi og sjálfstæði lögmannastéttarinnar væri hvað best tryggð. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður sagði á hádegisfundi Lögmannafélags Íslands á Grand Hótel í dag að embætti sérstaks saksóknara hefði stundað það undafarin misseri að óska eftir heimildum til hlerana rétt fyrir og eftir yfirheyrslu sakborninga. Reimar, sem fjallaði um trúnað á milli lögmanna og skjólstæðinga þeirra, sagði það augljóst að þeir sem væru að fara í yfirheyrslu, eða nýbúnir í slíkri yfirheyrslu, væru töluvert líklegri til þess að hafa samband við lögmann sinn heldur en einhverja aðra í slíkum tilvikum. Lögmannafélagið fjallaði á fundinum um málefni sem hafa verið í fjölmiðlum undanfarin ár og varðar trúnað lögmanna við skjólstæðinga sína, en nýjasta málið eru hugsanlegar hleranir á samræðum lögmanna við skjólstæðinga sína. Það mál kom upp á Alþingi en þá vildi innanríkisráðherra ekki gefa upp hvort slíkar hleranir hefðu viðgengist. Reimar, sem var framsögumaður á fundinum, tiltók fjögur dæmi sem honum fannst áhyggjuefni og bryti eða græfi undan trúnaði lögmanna. Og það var ljóst af gestum fundarins að málið væri alvarlegt. Mestu áhyggjur Reimars snerust um heimildir sem Hæstiréttur Íslands veitti skattrannsóknarstjóra á síðasta ári þar sem lögmanni kvenna, sem til hennar höfðu leitað vegna mála tengdum PIP brjóstapúðunum, var gert að afhenda nafnalista með skjólstæðingum sínum og þeim sem höfðu haft við hana samband. Þar hefði verið gengið verulega á trúnað lögmanns og skjólstæðinga að mati Reimars, en ástæðan fyrir heimildinni var meint skattalagabrot læknisins. Reimar benti á önnur dæmi, svo sem húsleit á lögmannastofu þar sem leitarheimildin var afar víð. Reimar sagði ennfremur að hleranir á milli lögmanna og skjólstæðinga væru áhyggjuefni, þá ekki síst vegna þess að hann segir ekkert sannfærandi eftirlit með því hvort upptökum af samskiptum lögmanna og skjólstæðinga væri eytt. Reimar benti á að leiðir til þess að bæta úr þessu máli væru ekki lagalegar. Raunar er trúnaður lögmanna við skjólstæðinga sína vel varinn í lögum sem og stjórnarskrá. "Það sem þarf er hugarfarsbreyting," sagði Reimar og bætti við að úrbætur sem hann vildi sjá, væru að dómstólaráð, Lögmannafélag Íslands og ríkissaksóknari ættu að hafa uppi sannfærandi eftirlit með eyðingu hlerana. Þá sagði Reimar að málið snérist um rétt skjólstæðinga, og þeirra rétt, að fella ekki sök á sig sjálfa. Hann sagði trúnað lögmanna og skjólstæðinga ekki til þess fallna að verja lögmennina sjálfa, það væri ekki hugsunin, heldur að verja skjólstæðingin og tryggja honum sem besta réttarvernd. Enda trúnaðarsamskipti hornsteinninn að því að hann fái fullnægjandi réttaraðstoð. Ragnar Aðalsteinsson tók undir orð Reimars og bætti svo við að það væri mikilvægt að halda því til haga að sjálfstæði dómstólanna væru undir því komnir að frelsi og sjálfstæði lögmannastéttarinnar væri hvað best tryggð.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira