Innlent

Innbrot í söluturn

Brotist var inn í söluturn í austurborginni í nótt og þaðan meðal annars stolið tóbaki.

Þjófurinn braut rúðu í bílalúgu og skreið þar inn. Hann komst undan með þýfið og er nú leitað. Ekki liggur endanlega fyrir hversu miklu hann stal.

Tóbak er orðið eftirsótt meðal innbrotsþjófa, enda kostar pakkinn á annað þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×