Innlent

Gert að greiða dánarbúi bætur fyrir líkamsárás

Stígur Helgason skrifar
Guðni Gorozpe hylur hér andlit sitt við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi.
Guðni Gorozpe hylur hér andlit sitt við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur gert þremur mönnum að greiða dánarbúi grísks ferðamanns 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir áverka sem hann hlaut af líkamsárás í maí 2010.

Mennirnir þrír réðust á hann í Bankastræti og gengu hrottalega í skrokk á honum. Einn þeirra hlaut í febrúar í fyrra hálfs árs fangelsisdóm fyrir árásina, annar eins árs dóm og sá þriðji, Guðni Guillermo Gorozpe, rauf reynslulausn og hlaut þriggja ára dóm.

Gríski ferðamaðurinn svipti sig lífi áður en málið var tekið til dóms. Farið var fram á rúmlega 1,2 milljónir í bætur en dómurinn telur hins vegar ósannað að árásin hafi valdið honum óvenjulega mikilli andlegri áþján.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×