Vilja að réttarhöldum í Tyrklandi verði flýtt Brjánn Jónasson skrifar 14. mars 2013 06:00 Ferðalagið í Tyrklandi hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir Davíð Örn og fjölskyldu hans. Hér er hann við rómverskar rústir í Tyrklandi ásamt Þóru Björgu Birgisdóttur, sambýliskonu sinni. Íslenskur starfsmaður sendiráðs Íslands í Danmörku er nú kominn til Antalya í Tyrklandi þar sem Davíð Örn Bjarnason, 28 ára Íslendingur, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag grunaður um tilraun til smygls á fornmunum. Aðstoðarmaður ræðismanns Íslands í Ankara í Tyrklandi fékk að hitta Davíð í fangelsinu. Þá hefur lögmaður á hans vegum reynt að þrýsta á um að réttarhöldum í máli hans verði flýtt. Vonir standa til þess að Davíð verði látinn laus gegn tryggingu eftir að málið verður dómtekið. Dómurinn ákvað á föstudag að halda Davíð í varðhaldi þar sem miklar líkur voru taldar á því að hann hafi af yfirlögðu ráði ætlað að smygla steini sem fannst í farangri hans úr landi. Davíð var á leið frá Tyrklandi á föstudag ásamt Þóru Björgu Birgisdóttur sambýliskonu sinni þegar tollverðir fundu steininn, sem nú hefur verið staðfest að er fornmunur sem ólöglegt er að flytja úr landi. Davíð og Þóra segja að steinninn hafi verið keyptur í góðri trú sem minjagripur á ferðamannamarkaði. Í þýddri lögregluskýrslu sem Fréttablaðið hefur fengið í hendur kemur fram að Davíð neiti því ekki að hafa verið með steininn í farangri sínum, en honum hafi ekki komið til hugar að ólöglegt væri að flytja hann úr landi. „Ef ég hefði vitað að þetta væri ólöglegt hefði ég aldrei keypt steininn,“ er haft eftir Davíð í skýrslunni. Þar kemur fram að hann hafi greitt 30 evrur fyrir steininn, sem er um 20 sentímetra hár marmarasteinn með einhvers konar útskurði. Samkvæmt skýrslunni er Davíð ekki grunaður um aðra glæpi en tilraun til að smygla fornminjum. Við því liggur ýmist 8 til 24 milljón króna sekt eða þriggja til tíu ára fangelsisvist samkvæmt tyrkneskum lögum. Sendiráðunautur við sendiráð Íslands í Danmörku flaug til Tyrklands í gærmorgun til að hitta Davíð. Pétur Ásgeirsson, sviðsstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir að starfsmaðurinn muni að öllum líkindum heimsækja Davíð í fangelsið í dag. Til stóð að hann hitti lögmann sem unnið hefur fyrir Davíð í Antalya í gærkvöldi. Þá mun hann einnig eiga fund með fulltrúa saksóknara sem fer með málið til að fá upplýsingar um stöðu þess. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Íslenskur starfsmaður sendiráðs Íslands í Danmörku er nú kominn til Antalya í Tyrklandi þar sem Davíð Örn Bjarnason, 28 ára Íslendingur, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag grunaður um tilraun til smygls á fornmunum. Aðstoðarmaður ræðismanns Íslands í Ankara í Tyrklandi fékk að hitta Davíð í fangelsinu. Þá hefur lögmaður á hans vegum reynt að þrýsta á um að réttarhöldum í máli hans verði flýtt. Vonir standa til þess að Davíð verði látinn laus gegn tryggingu eftir að málið verður dómtekið. Dómurinn ákvað á föstudag að halda Davíð í varðhaldi þar sem miklar líkur voru taldar á því að hann hafi af yfirlögðu ráði ætlað að smygla steini sem fannst í farangri hans úr landi. Davíð var á leið frá Tyrklandi á föstudag ásamt Þóru Björgu Birgisdóttur sambýliskonu sinni þegar tollverðir fundu steininn, sem nú hefur verið staðfest að er fornmunur sem ólöglegt er að flytja úr landi. Davíð og Þóra segja að steinninn hafi verið keyptur í góðri trú sem minjagripur á ferðamannamarkaði. Í þýddri lögregluskýrslu sem Fréttablaðið hefur fengið í hendur kemur fram að Davíð neiti því ekki að hafa verið með steininn í farangri sínum, en honum hafi ekki komið til hugar að ólöglegt væri að flytja hann úr landi. „Ef ég hefði vitað að þetta væri ólöglegt hefði ég aldrei keypt steininn,“ er haft eftir Davíð í skýrslunni. Þar kemur fram að hann hafi greitt 30 evrur fyrir steininn, sem er um 20 sentímetra hár marmarasteinn með einhvers konar útskurði. Samkvæmt skýrslunni er Davíð ekki grunaður um aðra glæpi en tilraun til að smygla fornminjum. Við því liggur ýmist 8 til 24 milljón króna sekt eða þriggja til tíu ára fangelsisvist samkvæmt tyrkneskum lögum. Sendiráðunautur við sendiráð Íslands í Danmörku flaug til Tyrklands í gærmorgun til að hitta Davíð. Pétur Ásgeirsson, sviðsstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir að starfsmaðurinn muni að öllum líkindum heimsækja Davíð í fangelsið í dag. Til stóð að hann hitti lögmann sem unnið hefur fyrir Davíð í Antalya í gærkvöldi. Þá mun hann einnig eiga fund með fulltrúa saksóknara sem fer með málið til að fá upplýsingar um stöðu þess.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira