Ný ljós Audi ólögleg 11. febrúar 2013 10:45 Audi stendur í baráttu við bandarísk yfirvöld fyrir lögleyðingu búnaðarins Lög um ljósabúnað bíla í Bandaríkjunum leyfa ekki þessa nýju tækni Audi. Þýski bílaframleiðandinn Audi hefur fundið upp bráðsnjallan framljósabúnað sem meiningin var að kæmi brátt í bíla þeirra. Búnaðurinn virkar þannig að örsmár myndavélar greina bíla sem koma úr gagnstæðri átt og deyfa eða styrkja ákveðna ljósgeisla háu ljósanna til að skerpa útlínur þeirra og ná fram bestu næturlýsingu án þess að blinda ökumenn þeirra. Audi hefur staðið í prófunum á þessum búnaði síðastliðin tvö ár, en það er þó eitt ljón í veginum áður en kemur að fjöldaframleiðslu. Reglugerðir um ljósabúnað bíla leyfa ekki svona búnað í Bandaríkjunum og á Audi í viðræðum við yfirvöld þar um lögleiðingu þeirra sem ekki hafa enn borið árangur. Meðan svo ekki er verða kaupendur Audi bíla þar vestra að sætta við eldri ljósabúnað. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent
Lög um ljósabúnað bíla í Bandaríkjunum leyfa ekki þessa nýju tækni Audi. Þýski bílaframleiðandinn Audi hefur fundið upp bráðsnjallan framljósabúnað sem meiningin var að kæmi brátt í bíla þeirra. Búnaðurinn virkar þannig að örsmár myndavélar greina bíla sem koma úr gagnstæðri átt og deyfa eða styrkja ákveðna ljósgeisla háu ljósanna til að skerpa útlínur þeirra og ná fram bestu næturlýsingu án þess að blinda ökumenn þeirra. Audi hefur staðið í prófunum á þessum búnaði síðastliðin tvö ár, en það er þó eitt ljón í veginum áður en kemur að fjöldaframleiðslu. Reglugerðir um ljósabúnað bíla leyfa ekki svona búnað í Bandaríkjunum og á Audi í viðræðum við yfirvöld þar um lögleiðingu þeirra sem ekki hafa enn borið árangur. Meðan svo ekki er verða kaupendur Audi bíla þar vestra að sætta við eldri ljósabúnað.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent