Meira í lífinu en handbolti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2013 07:00 Sigfús fagnar hér sigri á Ólympíuleikunum í Peking, þar sem Ísland vann til silfurverðlauna.fréttablaðið/vilhelm Einn dáðasti handknattleiksmaður þjóðarinnar, Sigfús Sigurðsson, hefur lagt skóna á hilluna. Endanlega að þessu sinni. Þessi 37 ára gamli jaxl hefur glatt þjóðina um árabil og náð frábærum árangri hér heima og erlendis. Hann segist skilja sáttur við handboltann. "Hnéð á mér er endanlega búið. Í leik gegn Fram fyrir jól fór það endanlega. Það verður ekki snúið aftur úr þessu. Þetta er orðið slitið og ónýtt. Ég kemst vart upp stiga í dag," segir Sigfús, sem hefur lengi glímt við meiðsli í hnénu. Honum tókst samt að spila í flestum leikjum Vals fyrir jól. "Það flísaðist upp úr hnéskelinni. Búið að bora fram og til baka ásamt því að skafa. Hnéð er því eðlilega ekki gott." Þessi stóri en mjúki maður hefur ekki áhuga á því að eyðileggja hnéð til frambúðar því hans bíða spennandi tímar. Sigfús og unnusta hans, Josy Zareen, eiga von á stúlkubarni í apríl. Fyrir á Sigfús 18 ára strák og Josy á þrjú önnur börn. Þau eru því með stóra fjölskyldu. "Nú er maður með fjölskyldu og ég vil geta leikið við börnin og barnabörnin. Þetta snýst um meira en mig. Það er yndislegt að eiga haug af börnum og svo fullt af barnabörnum. Það er það sem lífið snýst um. Það er margt annað í lífinu en bolti." Sigfús segir að það bíði hans frábærir tímar á eftir handboltanum og hann hlakkar til að verða faðir á nýjan leik. "Nýir dagar og ný tækifæri. Það verður nóg um að vera. Nú er allt þetta líf sem maður missti af í atvinnumennskunni að byrja núna. Það er ekkert nema tilhlökkun." Sigfús á glæstan feril að baki. Byrjaði ferilinn með Val og lék svo með liðum á Þýskalandi og Spáni áður en hann lauk ferlinum aftur á heimaslóðum. Þrátt fyrir marga hápunkta fékk Sigfús sinn skerf af mótlæti. "Ég fór í bakinu eftir Ólympíuleikana árið 2004. Fór í endurhæfingu og spilaði. Þá brotnaði hryggjarliðurinn. Það kom líka gat á mænuna og ég missti máttinn í löppunum. Ég hálflamaðist fyrir neðan mitti. Það hélt mér samt ekki lengi utan vallar," sagði Sigfús, sem hefur átt erfitt með að hætta og nokkrum sinnum snúið til baka á völlinn þegar fólk var búið að afskrifa hann. "Handboltinn er ótrúlega skemmtilegur og hefur gefið mér mikið. Það tekur því tíma að sætta sig við að þetta sé búið. Ég gerði mér grein fyrir því í haust að þetta yrði svanasöngurinn minn. Þetta var komið gott. Ég stíg svo út núna á mínum forsendum. Það skiptir máli." Sigfús segist vera gríðarlega stoltur af sínum langa ferli en hápunkurinn er eðlilega þegar hann vann silfurverðlaun með landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. "Ég hef upplifað margt og mikið og unnið marga titla. Ég hef kynnst óendanlega mörgu góðu fólki. Þetta var bara æðislegur tími. Hápunkurinn var eðlilega í Peking. Það afrek verður alltaf hátt skrifað í sögubókunum og ánægjulegt að hafa tekið þátt í því afreki."Ferill Sigfúsar var rússíbanareið. Faðir hans huggar hann hér eftir tap á EM í Noregi árið 2008. Mynd/PjeturRússajeppinn, eins og Sigfús var iðulega kallaður á sínum ferli, mun þó ekki slíta sig alveg frá handboltanum. Hann er að þjálfa 5. flokk kvenna hjá Val og gæti vel hugsað sér að fara lengra í þjálfun. "Ég hef mjög gaman af því að þjálfa og kenna. Kannski langar mig síðar að taka að mér meistaraflokk. Ég hef spilað undir stjórn manna eins og Boris, Tobba Jens, Alla Gísla, Óskars Bjarna, Gumma Gumm og fleiri góðra. Ég er búinn að viða að mér mikilli reynslu og það ætti að hjálpa mér eitthvað. Mikið andskoti mætti ég vera heimskur ef ég gæti ekki nýtt mér það eitthvað," sagði Sigfús léttur. "Það er samt mjög gaman að vinna með krökkunum. Þá sér maður best hvort það er að virka sem maður er að kenna. Það er gaman að sjá framfarirnar hjá krökkunum." Sigfús segir að margt sé að í yngri flokka þjálfun. Ofuráhersla sé lögð á að vinna í stað þess að vinna með krökkunum og leyfa öllum að vera með. Það er nefnilega aldrei að vita hvenær krakkar springa út. Það þekkir hann sjálfur. "Ég var feitur markvörður í 5. flokki sem fékk ekki að vera með. Ég fékk aðeins að vera með í 4. flokki. Það var ekki fyrr en Rússarnir komu sem ég byrjaði að fá að spila eitthvað af viti. Það skiptir máli að leyfa krökkum að prófa sig áfram," segir Sigfús, sem sér ekki eftir neinu á sínum ferli. "Ég hef hugsað þannig að það þýðir ekki að horfa til baka og sjá eftir einhverju. Maður kemst ekkert áfram á því að vera alltaf að horfa í baksýnisspegilinn. Ég hef gert helling af mistökum en þeir hlutir móta mann. Þeir hafa gert mig að þeim manni sem ég er í dag." Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sjá meira
Einn dáðasti handknattleiksmaður þjóðarinnar, Sigfús Sigurðsson, hefur lagt skóna á hilluna. Endanlega að þessu sinni. Þessi 37 ára gamli jaxl hefur glatt þjóðina um árabil og náð frábærum árangri hér heima og erlendis. Hann segist skilja sáttur við handboltann. "Hnéð á mér er endanlega búið. Í leik gegn Fram fyrir jól fór það endanlega. Það verður ekki snúið aftur úr þessu. Þetta er orðið slitið og ónýtt. Ég kemst vart upp stiga í dag," segir Sigfús, sem hefur lengi glímt við meiðsli í hnénu. Honum tókst samt að spila í flestum leikjum Vals fyrir jól. "Það flísaðist upp úr hnéskelinni. Búið að bora fram og til baka ásamt því að skafa. Hnéð er því eðlilega ekki gott." Þessi stóri en mjúki maður hefur ekki áhuga á því að eyðileggja hnéð til frambúðar því hans bíða spennandi tímar. Sigfús og unnusta hans, Josy Zareen, eiga von á stúlkubarni í apríl. Fyrir á Sigfús 18 ára strák og Josy á þrjú önnur börn. Þau eru því með stóra fjölskyldu. "Nú er maður með fjölskyldu og ég vil geta leikið við börnin og barnabörnin. Þetta snýst um meira en mig. Það er yndislegt að eiga haug af börnum og svo fullt af barnabörnum. Það er það sem lífið snýst um. Það er margt annað í lífinu en bolti." Sigfús segir að það bíði hans frábærir tímar á eftir handboltanum og hann hlakkar til að verða faðir á nýjan leik. "Nýir dagar og ný tækifæri. Það verður nóg um að vera. Nú er allt þetta líf sem maður missti af í atvinnumennskunni að byrja núna. Það er ekkert nema tilhlökkun." Sigfús á glæstan feril að baki. Byrjaði ferilinn með Val og lék svo með liðum á Þýskalandi og Spáni áður en hann lauk ferlinum aftur á heimaslóðum. Þrátt fyrir marga hápunkta fékk Sigfús sinn skerf af mótlæti. "Ég fór í bakinu eftir Ólympíuleikana árið 2004. Fór í endurhæfingu og spilaði. Þá brotnaði hryggjarliðurinn. Það kom líka gat á mænuna og ég missti máttinn í löppunum. Ég hálflamaðist fyrir neðan mitti. Það hélt mér samt ekki lengi utan vallar," sagði Sigfús, sem hefur átt erfitt með að hætta og nokkrum sinnum snúið til baka á völlinn þegar fólk var búið að afskrifa hann. "Handboltinn er ótrúlega skemmtilegur og hefur gefið mér mikið. Það tekur því tíma að sætta sig við að þetta sé búið. Ég gerði mér grein fyrir því í haust að þetta yrði svanasöngurinn minn. Þetta var komið gott. Ég stíg svo út núna á mínum forsendum. Það skiptir máli." Sigfús segist vera gríðarlega stoltur af sínum langa ferli en hápunkurinn er eðlilega þegar hann vann silfurverðlaun með landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. "Ég hef upplifað margt og mikið og unnið marga titla. Ég hef kynnst óendanlega mörgu góðu fólki. Þetta var bara æðislegur tími. Hápunkurinn var eðlilega í Peking. Það afrek verður alltaf hátt skrifað í sögubókunum og ánægjulegt að hafa tekið þátt í því afreki."Ferill Sigfúsar var rússíbanareið. Faðir hans huggar hann hér eftir tap á EM í Noregi árið 2008. Mynd/PjeturRússajeppinn, eins og Sigfús var iðulega kallaður á sínum ferli, mun þó ekki slíta sig alveg frá handboltanum. Hann er að þjálfa 5. flokk kvenna hjá Val og gæti vel hugsað sér að fara lengra í þjálfun. "Ég hef mjög gaman af því að þjálfa og kenna. Kannski langar mig síðar að taka að mér meistaraflokk. Ég hef spilað undir stjórn manna eins og Boris, Tobba Jens, Alla Gísla, Óskars Bjarna, Gumma Gumm og fleiri góðra. Ég er búinn að viða að mér mikilli reynslu og það ætti að hjálpa mér eitthvað. Mikið andskoti mætti ég vera heimskur ef ég gæti ekki nýtt mér það eitthvað," sagði Sigfús léttur. "Það er samt mjög gaman að vinna með krökkunum. Þá sér maður best hvort það er að virka sem maður er að kenna. Það er gaman að sjá framfarirnar hjá krökkunum." Sigfús segir að margt sé að í yngri flokka þjálfun. Ofuráhersla sé lögð á að vinna í stað þess að vinna með krökkunum og leyfa öllum að vera með. Það er nefnilega aldrei að vita hvenær krakkar springa út. Það þekkir hann sjálfur. "Ég var feitur markvörður í 5. flokki sem fékk ekki að vera með. Ég fékk aðeins að vera með í 4. flokki. Það var ekki fyrr en Rússarnir komu sem ég byrjaði að fá að spila eitthvað af viti. Það skiptir máli að leyfa krökkum að prófa sig áfram," segir Sigfús, sem sér ekki eftir neinu á sínum ferli. "Ég hef hugsað þannig að það þýðir ekki að horfa til baka og sjá eftir einhverju. Maður kemst ekkert áfram á því að vera alltaf að horfa í baksýnisspegilinn. Ég hef gert helling af mistökum en þeir hlutir móta mann. Þeir hafa gert mig að þeim manni sem ég er í dag."
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sjá meira