Mengunarbúnaður sjúkrabíls olli dauða sjúklings Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2013 08:30 Sjúklingurinn dó í sjúkrabílnum eftir að hann drap á sér Sjúkrabíll sem var á leið með 34 ára sjúkling á spítala í Washington í Bandaríkjunum drap á sér fyrirvaralaust og ekki var hægt að ræsa bílinn aftur. Það varð til þess að sjúklingurinn dó í bílnum. Annar sjúkrabíll sem flytja átti sjúklinginn það sem eftir var leiðar kom 7 mínútum síðar og það var of seint. Ástæða þess að sjúkrabíllinn drap á sér var sú að skynjari sem fylgist með mengunarbúnaði slökkti á vél bílsins en tími var kominn til þess að sinna viðhaldi hans. Svona á þetta reyndar ekki að virka í sjúkrabílum og átti fyrst að koma upp viðvörunarljós um að til viðhalds væri komið, en sá búnaður klikkaði og því fór sem fór. Það er sannarlega kaldhæðni örlaganna að búnaður sem vernda á heilsu fólks skuli verða valdur að dauða annarra. Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent
Sjúkrabíll sem var á leið með 34 ára sjúkling á spítala í Washington í Bandaríkjunum drap á sér fyrirvaralaust og ekki var hægt að ræsa bílinn aftur. Það varð til þess að sjúklingurinn dó í bílnum. Annar sjúkrabíll sem flytja átti sjúklinginn það sem eftir var leiðar kom 7 mínútum síðar og það var of seint. Ástæða þess að sjúkrabíllinn drap á sér var sú að skynjari sem fylgist með mengunarbúnaði slökkti á vél bílsins en tími var kominn til þess að sinna viðhaldi hans. Svona á þetta reyndar ekki að virka í sjúkrabílum og átti fyrst að koma upp viðvörunarljós um að til viðhalds væri komið, en sá búnaður klikkaði og því fór sem fór. Það er sannarlega kaldhæðni örlaganna að búnaður sem vernda á heilsu fólks skuli verða valdur að dauða annarra.
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent