Ferðin til framtíðar Oddný Sturludóttir skrifar 7. júní 2013 08:44 Sjónvarpsþátturinn Tossarnir hefur skapað mikla umræðu um brotthvarf og þá sóun sem í því felst að ungt fólk flosnar upp úr námi. Mér finnst freistandi að tengja menntun barna í heild sinni við þá umræðu og hvet til þess að fyrsta skólastigið, leikskólinn, gleymist ekki. Þar á metnaður okkar að vera jafn mikill og í grunn- og framhaldsskólum því í leikskólanum eru mikil tækifæri til að treysta grunn barna í frumþáttum skapandi starfs, læsis, mál- og félagsþroska. Á leikskólaárunum læra börn að stjórna tilfinningum sínum, hegðun og athygli og hvernig til tekst getur haft mikil áhrif á hvernig þeim gengur að takast á við verkefni sín síðar á menntabrautinni. Stóra leikskóladeginum er fagnað í Reykjavík í dag. Uppskera vetrarins er kynnt í Ráðhúsi og Tjarnarbíói og hún er ekki rýr. Leikskólastarf í Reykjavík er á heimsmælikvarða og jarðvegur leikskólans fyrir fyrstu skref barna á menntabrautinni er dásamlega frjór. Síðustu misserin hefur skilningur á mikilvægi leikskólastigsins í þróun læsis aukist mikið á alþjóðlegum vettvangi. Í Reykjavík er mikil gerjun og ekki minnkaði hún með nýjum aðalnámskrám þar sem einn af grunnþáttunum er læsi í víðum skilningi. Athyglisverðar eru niðurstöður rannsóknar dr. Hrafnhildar Ragnarsdóttur, Freyju Birgisdóttur og Steinunnar Gestsdóttur, sem greinarhöfundur hafði forgöngu um að styrkja árið 2007. Rannsóknin varpar ljósi á tengsl málþroska leikskólabarna við þróun læsis og framfarir nemenda í námi síðar meir. Nú er verið að ljúka við gerð fyrstu læsisstefnu reykvískra leikskóla. Leikskólinn hefur lengi unnið með læsið með fjölbreyttum aðferðum. Markmið nýrrar læsisstefnu er að byggja ofan á það starf og stuðla að markvissri vinnu með helstu grunnstoðir lestrarnáms; málskilning, málvitund, viðhorf til lesturs og orðaforða. Með því getur leikskólinn gripið fyrr þau börn sem líkleg eru til að eiga í erfiðleikum með nám og stutt við þau. Þannig geti þau átt jafn góð tækifæri og önnur börn í námi til framtíðar. Besta veganestið fyrir skólagönguna er að þessar grunnstoðir læsis, sem eru að mótast á leikskólaárunum, séu sem sterkastar. Yfirskrift Stóra leikskóladagsins er „Ferðin til framtíðar“ og hún á vel við. Það ferðalag hefst í leikskólanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn Tossarnir hefur skapað mikla umræðu um brotthvarf og þá sóun sem í því felst að ungt fólk flosnar upp úr námi. Mér finnst freistandi að tengja menntun barna í heild sinni við þá umræðu og hvet til þess að fyrsta skólastigið, leikskólinn, gleymist ekki. Þar á metnaður okkar að vera jafn mikill og í grunn- og framhaldsskólum því í leikskólanum eru mikil tækifæri til að treysta grunn barna í frumþáttum skapandi starfs, læsis, mál- og félagsþroska. Á leikskólaárunum læra börn að stjórna tilfinningum sínum, hegðun og athygli og hvernig til tekst getur haft mikil áhrif á hvernig þeim gengur að takast á við verkefni sín síðar á menntabrautinni. Stóra leikskóladeginum er fagnað í Reykjavík í dag. Uppskera vetrarins er kynnt í Ráðhúsi og Tjarnarbíói og hún er ekki rýr. Leikskólastarf í Reykjavík er á heimsmælikvarða og jarðvegur leikskólans fyrir fyrstu skref barna á menntabrautinni er dásamlega frjór. Síðustu misserin hefur skilningur á mikilvægi leikskólastigsins í þróun læsis aukist mikið á alþjóðlegum vettvangi. Í Reykjavík er mikil gerjun og ekki minnkaði hún með nýjum aðalnámskrám þar sem einn af grunnþáttunum er læsi í víðum skilningi. Athyglisverðar eru niðurstöður rannsóknar dr. Hrafnhildar Ragnarsdóttur, Freyju Birgisdóttur og Steinunnar Gestsdóttur, sem greinarhöfundur hafði forgöngu um að styrkja árið 2007. Rannsóknin varpar ljósi á tengsl málþroska leikskólabarna við þróun læsis og framfarir nemenda í námi síðar meir. Nú er verið að ljúka við gerð fyrstu læsisstefnu reykvískra leikskóla. Leikskólinn hefur lengi unnið með læsið með fjölbreyttum aðferðum. Markmið nýrrar læsisstefnu er að byggja ofan á það starf og stuðla að markvissri vinnu með helstu grunnstoðir lestrarnáms; málskilning, málvitund, viðhorf til lesturs og orðaforða. Með því getur leikskólinn gripið fyrr þau börn sem líkleg eru til að eiga í erfiðleikum með nám og stutt við þau. Þannig geti þau átt jafn góð tækifæri og önnur börn í námi til framtíðar. Besta veganestið fyrir skólagönguna er að þessar grunnstoðir læsis, sem eru að mótast á leikskólaárunum, séu sem sterkastar. Yfirskrift Stóra leikskóladagsins er „Ferðin til framtíðar“ og hún á vel við. Það ferðalag hefst í leikskólanum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun