Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 17-29 | Skelfilegur skellur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. júní 2013 00:01 Myndir / Vilhelm Gunnarsson Ísland steinlá fyrir Tékklandi 29-17 í fyrri leik liðanna um sæti á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta sem leikið verður í Serbíu í desember. Tékkland var níu mörkum yfir í hálfleik 15-6. Eins og tölurnar gefa til kynna þá gekk lítið hjá íslenska liðinu. Liðið átti í miklum vandræðum í sóknarleiknum og þegar liðið komst í góð færi var Barbora Ranikova leikmönnum Íslands erfið í markinu. Varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska. Liðið gekk illa út í skyttur Tékklands sem fékk gott færi í nánast hverri einustu sókn. Rakel Dögg Bragadóttir nýtti víti sín vel í leiknum en Ísland skoraði alls átta mörk úr vítum í leiknum. Mikið munaði um að Ísland skoraði ekki eitt einasta mark úr hraðaupphlaupi í leiknum. Tékkland tapaði boltanum oft á tveggja mínútna leikkafla í fyrri hálfleik og náði Ísland aldrei að refsa fyrir það og munar um það. Tékkland var betra frá fyrstu mínútu og náði níu marka forystu fyrir hálfleik. Ísland náði ekki að minnka muninn í seinni hálfleik og tilraunir liðsins til að gera einvígið spennandi fyrir seinni leikinn í Tékklandi urðu að engu. Seinni leikurinn verður í Tékklandi á laugardaginn kemur en allt þarf að ganga upp til liðið eigi einhverja möguleika í honum fyrir utan að liðið þarf að leika betur á öllum sviðum leiksins.Ágúst: Vantaði neista, gleði og baráttuvilja„Við vorum því miður slök frá fyrstu mínútu og það er alveg sama hvar er tekið niður,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Íslands eftir leikinn. „Varnarleikurinn var slakur og markvarslana sömuleiðis. Hraðaupphlaupin voru fá sem engin og sóknarleikurinn var ekki nógu vel útfærður og í ofan á lag fórum við illa með mikið af dauðafærum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við spilum okkur algjörlega út úr leiknum í fyrri hálfleik. „Við vorum frekar staðar og við byrjum illa og þá var lítið sjálfstraust í þessu,“ sagði Ágúst sem þurfti að setja ný markmið í hálfleik þegar Ísland var níu mörkum undir. „Við ræddum að það væru þrír hálfleikir eftir í þessu og planið var að reyna að koma þessu niður í fimm mörk. Það var markmið seinni hálfleiksins. Því miður náðum við því ekki. Það vantaði þennan neista, gleði og baráttuvilja sem hefur einkennt þetta lið. „Sóknarleikurinn var ekki sannfærandi, langt frá því. Þar að auki förum við með mikið af dauðafærum sem er svo stór þáttur í sóknarleik. Markmaðurinn þeirra varði mikið af opnum og góðum færum og með svona frammistöðu gerum við ekkert, hvort sem það er gegn sterku liði Tékka eða öðrum þjóðum,“ sagði Ágúst sem gefst ekki upp þó staðan sér erfið. „Það er alltaf von. Nú snýst þetta númer eitt, tvö og þrjú að snúa bökum saman og reyna að peppa liðið áfram og ná betri frammistöðu. Við þurfum að leggjast vel yfir okkar leik. Við getum spilað betur en þetta og það er fyrsta markmiðið hjá okkur úr því sem komið er. „Við setjumst yfir þetta og það er ekkert óeðlilegt við að sjálfstraustið fari þegar spilamennskan var eins og hún var. Liðið lagði sig allt fram og baráttan var til staðar en það vantaði þennan neista og þessa gleði. Við þurfum að grafa inn í okkar leik til að ná því fram og sjá hvort við getum gert eitthvað í seinni leiknum,“ sagði Ágúst að lokum.Hrafnhildur: Allt lélegt„Það er ekkert jákvætt að finna út úr þessum leik. Ég er gjörsamlega orðlaus yfir þessari frammistöðu,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir fyrirliði Íslands. „Það virkar ekkert í þessum leik, hvort sem litið er á sókn, vörn eða markvörslu. Það er allt lélegt. „Stundum gengur sóknarleikur ekki upp, þannig er það bara. Það sem verður okkur að falli er að við fáum engin auðveld mörk. Mörk úr fyrstu og annarri bylgju telja gríðarlega í nútíma handbolta. Sóknin gengur stundum ekki en maður á alltaf að geta barist í vörn,“ sagði Hrafnhildur sem þekkir uppgjöf ekki og ætlar sér ennþá áfram. „Nei, ég er ekki þekkt fyrir að gefast upp og að sjálfsögðu gefumst við ekki upp. Annað eins hefur gerst í handbolta. Ef við komum vel gíraðar inn í leikinn og náum fimm til sex marka forystu í fyrri hálfleik og fáum trúna, þá er allt hægt. En ef byrjunin verður eins og í dag og við lendum fjórum undir þá er þetta búið, það er klárt,“ sagði Hrafnhildur.Florentina Stanciu stóð vaktina í marki Íslands í dag. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Ísland steinlá fyrir Tékklandi 29-17 í fyrri leik liðanna um sæti á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta sem leikið verður í Serbíu í desember. Tékkland var níu mörkum yfir í hálfleik 15-6. Eins og tölurnar gefa til kynna þá gekk lítið hjá íslenska liðinu. Liðið átti í miklum vandræðum í sóknarleiknum og þegar liðið komst í góð færi var Barbora Ranikova leikmönnum Íslands erfið í markinu. Varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska. Liðið gekk illa út í skyttur Tékklands sem fékk gott færi í nánast hverri einustu sókn. Rakel Dögg Bragadóttir nýtti víti sín vel í leiknum en Ísland skoraði alls átta mörk úr vítum í leiknum. Mikið munaði um að Ísland skoraði ekki eitt einasta mark úr hraðaupphlaupi í leiknum. Tékkland tapaði boltanum oft á tveggja mínútna leikkafla í fyrri hálfleik og náði Ísland aldrei að refsa fyrir það og munar um það. Tékkland var betra frá fyrstu mínútu og náði níu marka forystu fyrir hálfleik. Ísland náði ekki að minnka muninn í seinni hálfleik og tilraunir liðsins til að gera einvígið spennandi fyrir seinni leikinn í Tékklandi urðu að engu. Seinni leikurinn verður í Tékklandi á laugardaginn kemur en allt þarf að ganga upp til liðið eigi einhverja möguleika í honum fyrir utan að liðið þarf að leika betur á öllum sviðum leiksins.Ágúst: Vantaði neista, gleði og baráttuvilja„Við vorum því miður slök frá fyrstu mínútu og það er alveg sama hvar er tekið niður,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Íslands eftir leikinn. „Varnarleikurinn var slakur og markvarslana sömuleiðis. Hraðaupphlaupin voru fá sem engin og sóknarleikurinn var ekki nógu vel útfærður og í ofan á lag fórum við illa með mikið af dauðafærum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við spilum okkur algjörlega út úr leiknum í fyrri hálfleik. „Við vorum frekar staðar og við byrjum illa og þá var lítið sjálfstraust í þessu,“ sagði Ágúst sem þurfti að setja ný markmið í hálfleik þegar Ísland var níu mörkum undir. „Við ræddum að það væru þrír hálfleikir eftir í þessu og planið var að reyna að koma þessu niður í fimm mörk. Það var markmið seinni hálfleiksins. Því miður náðum við því ekki. Það vantaði þennan neista, gleði og baráttuvilja sem hefur einkennt þetta lið. „Sóknarleikurinn var ekki sannfærandi, langt frá því. Þar að auki förum við með mikið af dauðafærum sem er svo stór þáttur í sóknarleik. Markmaðurinn þeirra varði mikið af opnum og góðum færum og með svona frammistöðu gerum við ekkert, hvort sem það er gegn sterku liði Tékka eða öðrum þjóðum,“ sagði Ágúst sem gefst ekki upp þó staðan sér erfið. „Það er alltaf von. Nú snýst þetta númer eitt, tvö og þrjú að snúa bökum saman og reyna að peppa liðið áfram og ná betri frammistöðu. Við þurfum að leggjast vel yfir okkar leik. Við getum spilað betur en þetta og það er fyrsta markmiðið hjá okkur úr því sem komið er. „Við setjumst yfir þetta og það er ekkert óeðlilegt við að sjálfstraustið fari þegar spilamennskan var eins og hún var. Liðið lagði sig allt fram og baráttan var til staðar en það vantaði þennan neista og þessa gleði. Við þurfum að grafa inn í okkar leik til að ná því fram og sjá hvort við getum gert eitthvað í seinni leiknum,“ sagði Ágúst að lokum.Hrafnhildur: Allt lélegt„Það er ekkert jákvætt að finna út úr þessum leik. Ég er gjörsamlega orðlaus yfir þessari frammistöðu,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir fyrirliði Íslands. „Það virkar ekkert í þessum leik, hvort sem litið er á sókn, vörn eða markvörslu. Það er allt lélegt. „Stundum gengur sóknarleikur ekki upp, þannig er það bara. Það sem verður okkur að falli er að við fáum engin auðveld mörk. Mörk úr fyrstu og annarri bylgju telja gríðarlega í nútíma handbolta. Sóknin gengur stundum ekki en maður á alltaf að geta barist í vörn,“ sagði Hrafnhildur sem þekkir uppgjöf ekki og ætlar sér ennþá áfram. „Nei, ég er ekki þekkt fyrir að gefast upp og að sjálfsögðu gefumst við ekki upp. Annað eins hefur gerst í handbolta. Ef við komum vel gíraðar inn í leikinn og náum fimm til sex marka forystu í fyrri hálfleik og fáum trúna, þá er allt hægt. En ef byrjunin verður eins og í dag og við lendum fjórum undir þá er þetta búið, það er klárt,“ sagði Hrafnhildur.Florentina Stanciu stóð vaktina í marki Íslands í dag.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira