Leikum með á menntandi hátt Ingilfeif Ástvaldsdóttir skrifar 21. júní 2013 06:00 Við lok skólaárs er við hæfi að velta fyrir sér hvað teljast framfarir og árangur. Við lifum á tímum þar sem framfarir teljast sjálfsagðar og árangur er eftirsóknarverður. Það má velta fyrir sér hvort allur árangur og allar framfarir teljast góð eða menntandi. Heimspekingurinn og menntafrömuðurinn John Dewey, sem var uppi á fyrri hluta 20. aldar, segir að menntun eigi rætur sínar í reynslu einstaklingsins. Hann gengur út frá því að óhjákvæmileg tengsl séu milli náms, menntunar og persónulegrar reynslu. Það er skoðun hans að öll sönn menntun eigi sér stað með tilstyrk reynslu. En það merkir samt ekki að öll reynsla stuðli að sannri og jafngóðri menntun. Eins og hann segir sjálfur þá á ekki að leggja að jöfnu reynslu og menntun því sum reynsla er neikvæð í menntunarlegu tilliti. Að hans mati getur tiltekin reynsla til dæmis leitt til tilfinningaleysis og sljóleika. Enn fremur getur tiltekin reynsla leitt til þess að auka sjálfvirka færni manns og leitt til þess að hann festist í vana og sjálfvirkni. Upplifun getur líka verið stundargaman sem skilur lítið eftir af sannri reynslu. Reynsla af þessu tagi minnkar líkurnar á að einstaklingurinn hafi burði til að nýta sér síðari reynslu til menntunar. Það getur orðið til þess að upplifanir eru þá teknar rétt eins og þær koma fyrir, annaðhvort sem skemmtun eða sem óánægja eða uppreisn. Undir slíkum kringumstæðum er vart hægt að tala um sjálfstjórn eða stjórn á eigin reynslu og þar með sannri menntun og framförum.Auðvelt að verða þræll Ástæða þess að ég vel að draga fram aldargamla menntunarkenningu við lok skólaársins er sú að hún á enn við þegar við lítum til þess síbreytilega heims sem börnum okkar er búinn í dag. Tölvur og samskiptatæki eiga núorðið æ stærri hlut af veruleika þeirra. Og það mun ekki minnka. Það er og verður þannig að börn nútímans og framtíðarinnar muna ekki þá tíð þegar ekki var til internet, myndsímtöl, tölvur, snjallsímar, leitarvélar eða öpp. Hlutur þessara tækja í lífi þeirra mun bara aukast í framtíðinni. Jafnhliða sprettur fram þörfin fyrir kaup á nýjum tækjum inni í skólunum og sölumennskan og tíska láta á sér kræla. Þá stöndum við skólafólk frammi fyrir þeirri spurningu hvort við ætlum að bjóða nemendum þroskavænlegar aðstæður þar sem tölvur og samskiptatæki eru hluti af því að búa þeim sanna og menntandi reynslu. Enda segir Dewey að langmikilvægasta viðhorfið sem getur myndast meðal manna sé löngunin til að halda áfram að læra. Það er auðvelt að verða þræll tölvutækninnar og nýta hana sem stundargaman og festast þar með í sljóleika, vana og sjálfvirkri færni. Það er líka auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og taka ekki þátt í framþróuninni og halda að þannig muni hún hverfa og ekki hafa áhrif á veruleika okkar, hvorki í nútíð eða framtíð. Heimurinn er í framþróun og skólastarf nútímans verður að leika með. En raddir sölumennskunnar eða tískunnar eiga ekki að setja leikreglurnar. Það er skólafólksins að velja meðvitað að leika með á menntandi hátt, annars eigum við á hættu annaðhvort að hrífast af gylliboðum sölumanna eða starfa í sljóleika og vana og verða steinrunnin eins og nátttröll sem ekki nær heim fyrir sólarupprás. Heimurinn er á hreyfingu og því er kyrrstaða ekki valkostur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Við lok skólaárs er við hæfi að velta fyrir sér hvað teljast framfarir og árangur. Við lifum á tímum þar sem framfarir teljast sjálfsagðar og árangur er eftirsóknarverður. Það má velta fyrir sér hvort allur árangur og allar framfarir teljast góð eða menntandi. Heimspekingurinn og menntafrömuðurinn John Dewey, sem var uppi á fyrri hluta 20. aldar, segir að menntun eigi rætur sínar í reynslu einstaklingsins. Hann gengur út frá því að óhjákvæmileg tengsl séu milli náms, menntunar og persónulegrar reynslu. Það er skoðun hans að öll sönn menntun eigi sér stað með tilstyrk reynslu. En það merkir samt ekki að öll reynsla stuðli að sannri og jafngóðri menntun. Eins og hann segir sjálfur þá á ekki að leggja að jöfnu reynslu og menntun því sum reynsla er neikvæð í menntunarlegu tilliti. Að hans mati getur tiltekin reynsla til dæmis leitt til tilfinningaleysis og sljóleika. Enn fremur getur tiltekin reynsla leitt til þess að auka sjálfvirka færni manns og leitt til þess að hann festist í vana og sjálfvirkni. Upplifun getur líka verið stundargaman sem skilur lítið eftir af sannri reynslu. Reynsla af þessu tagi minnkar líkurnar á að einstaklingurinn hafi burði til að nýta sér síðari reynslu til menntunar. Það getur orðið til þess að upplifanir eru þá teknar rétt eins og þær koma fyrir, annaðhvort sem skemmtun eða sem óánægja eða uppreisn. Undir slíkum kringumstæðum er vart hægt að tala um sjálfstjórn eða stjórn á eigin reynslu og þar með sannri menntun og framförum.Auðvelt að verða þræll Ástæða þess að ég vel að draga fram aldargamla menntunarkenningu við lok skólaársins er sú að hún á enn við þegar við lítum til þess síbreytilega heims sem börnum okkar er búinn í dag. Tölvur og samskiptatæki eiga núorðið æ stærri hlut af veruleika þeirra. Og það mun ekki minnka. Það er og verður þannig að börn nútímans og framtíðarinnar muna ekki þá tíð þegar ekki var til internet, myndsímtöl, tölvur, snjallsímar, leitarvélar eða öpp. Hlutur þessara tækja í lífi þeirra mun bara aukast í framtíðinni. Jafnhliða sprettur fram þörfin fyrir kaup á nýjum tækjum inni í skólunum og sölumennskan og tíska láta á sér kræla. Þá stöndum við skólafólk frammi fyrir þeirri spurningu hvort við ætlum að bjóða nemendum þroskavænlegar aðstæður þar sem tölvur og samskiptatæki eru hluti af því að búa þeim sanna og menntandi reynslu. Enda segir Dewey að langmikilvægasta viðhorfið sem getur myndast meðal manna sé löngunin til að halda áfram að læra. Það er auðvelt að verða þræll tölvutækninnar og nýta hana sem stundargaman og festast þar með í sljóleika, vana og sjálfvirkri færni. Það er líka auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og taka ekki þátt í framþróuninni og halda að þannig muni hún hverfa og ekki hafa áhrif á veruleika okkar, hvorki í nútíð eða framtíð. Heimurinn er í framþróun og skólastarf nútímans verður að leika með. En raddir sölumennskunnar eða tískunnar eiga ekki að setja leikreglurnar. Það er skólafólksins að velja meðvitað að leika með á menntandi hátt, annars eigum við á hættu annaðhvort að hrífast af gylliboðum sölumanna eða starfa í sljóleika og vana og verða steinrunnin eins og nátttröll sem ekki nær heim fyrir sólarupprás. Heimurinn er á hreyfingu og því er kyrrstaða ekki valkostur.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun