Leikum með á menntandi hátt Ingilfeif Ástvaldsdóttir skrifar 21. júní 2013 06:00 Við lok skólaárs er við hæfi að velta fyrir sér hvað teljast framfarir og árangur. Við lifum á tímum þar sem framfarir teljast sjálfsagðar og árangur er eftirsóknarverður. Það má velta fyrir sér hvort allur árangur og allar framfarir teljast góð eða menntandi. Heimspekingurinn og menntafrömuðurinn John Dewey, sem var uppi á fyrri hluta 20. aldar, segir að menntun eigi rætur sínar í reynslu einstaklingsins. Hann gengur út frá því að óhjákvæmileg tengsl séu milli náms, menntunar og persónulegrar reynslu. Það er skoðun hans að öll sönn menntun eigi sér stað með tilstyrk reynslu. En það merkir samt ekki að öll reynsla stuðli að sannri og jafngóðri menntun. Eins og hann segir sjálfur þá á ekki að leggja að jöfnu reynslu og menntun því sum reynsla er neikvæð í menntunarlegu tilliti. Að hans mati getur tiltekin reynsla til dæmis leitt til tilfinningaleysis og sljóleika. Enn fremur getur tiltekin reynsla leitt til þess að auka sjálfvirka færni manns og leitt til þess að hann festist í vana og sjálfvirkni. Upplifun getur líka verið stundargaman sem skilur lítið eftir af sannri reynslu. Reynsla af þessu tagi minnkar líkurnar á að einstaklingurinn hafi burði til að nýta sér síðari reynslu til menntunar. Það getur orðið til þess að upplifanir eru þá teknar rétt eins og þær koma fyrir, annaðhvort sem skemmtun eða sem óánægja eða uppreisn. Undir slíkum kringumstæðum er vart hægt að tala um sjálfstjórn eða stjórn á eigin reynslu og þar með sannri menntun og framförum.Auðvelt að verða þræll Ástæða þess að ég vel að draga fram aldargamla menntunarkenningu við lok skólaársins er sú að hún á enn við þegar við lítum til þess síbreytilega heims sem börnum okkar er búinn í dag. Tölvur og samskiptatæki eiga núorðið æ stærri hlut af veruleika þeirra. Og það mun ekki minnka. Það er og verður þannig að börn nútímans og framtíðarinnar muna ekki þá tíð þegar ekki var til internet, myndsímtöl, tölvur, snjallsímar, leitarvélar eða öpp. Hlutur þessara tækja í lífi þeirra mun bara aukast í framtíðinni. Jafnhliða sprettur fram þörfin fyrir kaup á nýjum tækjum inni í skólunum og sölumennskan og tíska láta á sér kræla. Þá stöndum við skólafólk frammi fyrir þeirri spurningu hvort við ætlum að bjóða nemendum þroskavænlegar aðstæður þar sem tölvur og samskiptatæki eru hluti af því að búa þeim sanna og menntandi reynslu. Enda segir Dewey að langmikilvægasta viðhorfið sem getur myndast meðal manna sé löngunin til að halda áfram að læra. Það er auðvelt að verða þræll tölvutækninnar og nýta hana sem stundargaman og festast þar með í sljóleika, vana og sjálfvirkri færni. Það er líka auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og taka ekki þátt í framþróuninni og halda að þannig muni hún hverfa og ekki hafa áhrif á veruleika okkar, hvorki í nútíð eða framtíð. Heimurinn er í framþróun og skólastarf nútímans verður að leika með. En raddir sölumennskunnar eða tískunnar eiga ekki að setja leikreglurnar. Það er skólafólksins að velja meðvitað að leika með á menntandi hátt, annars eigum við á hættu annaðhvort að hrífast af gylliboðum sölumanna eða starfa í sljóleika og vana og verða steinrunnin eins og nátttröll sem ekki nær heim fyrir sólarupprás. Heimurinn er á hreyfingu og því er kyrrstaða ekki valkostur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Við lok skólaárs er við hæfi að velta fyrir sér hvað teljast framfarir og árangur. Við lifum á tímum þar sem framfarir teljast sjálfsagðar og árangur er eftirsóknarverður. Það má velta fyrir sér hvort allur árangur og allar framfarir teljast góð eða menntandi. Heimspekingurinn og menntafrömuðurinn John Dewey, sem var uppi á fyrri hluta 20. aldar, segir að menntun eigi rætur sínar í reynslu einstaklingsins. Hann gengur út frá því að óhjákvæmileg tengsl séu milli náms, menntunar og persónulegrar reynslu. Það er skoðun hans að öll sönn menntun eigi sér stað með tilstyrk reynslu. En það merkir samt ekki að öll reynsla stuðli að sannri og jafngóðri menntun. Eins og hann segir sjálfur þá á ekki að leggja að jöfnu reynslu og menntun því sum reynsla er neikvæð í menntunarlegu tilliti. Að hans mati getur tiltekin reynsla til dæmis leitt til tilfinningaleysis og sljóleika. Enn fremur getur tiltekin reynsla leitt til þess að auka sjálfvirka færni manns og leitt til þess að hann festist í vana og sjálfvirkni. Upplifun getur líka verið stundargaman sem skilur lítið eftir af sannri reynslu. Reynsla af þessu tagi minnkar líkurnar á að einstaklingurinn hafi burði til að nýta sér síðari reynslu til menntunar. Það getur orðið til þess að upplifanir eru þá teknar rétt eins og þær koma fyrir, annaðhvort sem skemmtun eða sem óánægja eða uppreisn. Undir slíkum kringumstæðum er vart hægt að tala um sjálfstjórn eða stjórn á eigin reynslu og þar með sannri menntun og framförum.Auðvelt að verða þræll Ástæða þess að ég vel að draga fram aldargamla menntunarkenningu við lok skólaársins er sú að hún á enn við þegar við lítum til þess síbreytilega heims sem börnum okkar er búinn í dag. Tölvur og samskiptatæki eiga núorðið æ stærri hlut af veruleika þeirra. Og það mun ekki minnka. Það er og verður þannig að börn nútímans og framtíðarinnar muna ekki þá tíð þegar ekki var til internet, myndsímtöl, tölvur, snjallsímar, leitarvélar eða öpp. Hlutur þessara tækja í lífi þeirra mun bara aukast í framtíðinni. Jafnhliða sprettur fram þörfin fyrir kaup á nýjum tækjum inni í skólunum og sölumennskan og tíska láta á sér kræla. Þá stöndum við skólafólk frammi fyrir þeirri spurningu hvort við ætlum að bjóða nemendum þroskavænlegar aðstæður þar sem tölvur og samskiptatæki eru hluti af því að búa þeim sanna og menntandi reynslu. Enda segir Dewey að langmikilvægasta viðhorfið sem getur myndast meðal manna sé löngunin til að halda áfram að læra. Það er auðvelt að verða þræll tölvutækninnar og nýta hana sem stundargaman og festast þar með í sljóleika, vana og sjálfvirkri færni. Það er líka auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og taka ekki þátt í framþróuninni og halda að þannig muni hún hverfa og ekki hafa áhrif á veruleika okkar, hvorki í nútíð eða framtíð. Heimurinn er í framþróun og skólastarf nútímans verður að leika með. En raddir sölumennskunnar eða tískunnar eiga ekki að setja leikreglurnar. Það er skólafólksins að velja meðvitað að leika með á menntandi hátt, annars eigum við á hættu annaðhvort að hrífast af gylliboðum sölumanna eða starfa í sljóleika og vana og verða steinrunnin eins og nátttröll sem ekki nær heim fyrir sólarupprás. Heimurinn er á hreyfingu og því er kyrrstaða ekki valkostur.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun