Henrik Stenson hélt ró sinni og landaði sigri á lokahring FedEx-bikarsins í golfi á PGA-mótaröðinni í Atlanta í gær.
Svíinn fór á kostum og lék hringina fjóra á þrettán höggum undir pari. Mesta samkeppnin kom frá hinum tvítuga Jordan Spieth en yngri kylfingur hefur ekki komist í úrslitakeppnina.
Stenson fékk tíu milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,2 milljarðs íslenska króna, í verðlaunafé fyrir að hafna í efsta sæti FedEx stigalistans. Tiger Woods, sem hafnaði í öðru sæti listans, lauk leik á pari samanlagt og náði aldrei að ógna Stenson.
Sá sænski fékk 1,2 milljarða króna
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn



Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti
