Ferðaþjónustan fær 1% af rannsóknafénu 23. september 2013 07:00 Sama er við hvern er talað, allir eru sammála um að rannsóknir á ferðaþjónustunni sárvanti. Fréttablaðið/vilhelm Ferðaþjónustan fær einn hundraðasta hluta af opinberu rannsóknafé atvinnuveganna. Árið 2007 runnu 70 milljónir til rannsókna í ferðaþjónustu, en þær eru rétt um 100 milljónir í dag. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, segir fjármagn sem rennur til rannsókna á ferðamálum ótrúlega lágt miðað við það sem rennur til rannsókna innan annarra atvinnugreina. „Eitthvað í kringum 1% af öllu því fé sem rennur til rannsókna á atvinnuvegum fer í ferðamálin. Þar sem greinin er orðin okkar helsta leið til gjaldeyrisöflunar skýtur þetta skökku við,“ segir Edward. Gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu hafa aukist mikið síðustu árin eins og kunnugt er, og voru árið 2012 alls 238 milljarðar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Það gerir 23,5% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Tölur ársins 2013 verða enn hærri en fjölgun ferðamanna til landsins var 22% í lok ágúst. Í þingsályktunartillögu um stefnumörkun í ferðamálum frá 2011 kemur fram að til rannsókna í iðnaði árið 2007 fóru tæp 55% af heildarframlögum til atvinnuvegarannsókna. Til rannsókna í fiskiðnaði og landbúnaði runnu 34,9%. Alls voru rannsóknir í þessum greinum styrktar fyrir um 11,2 milljarða króna. Rannsóknir á orkuframleiðslu og dreifingu fengu 1,3 milljarða, eða tæp 10% af því rannsóknafé sem var í boði. Ferðaþjónustan fékk þetta ár um 70 milljónir en þær eru rétt um 100 milljónir í dag, að því er næst verður komist. Nýja greiningu á hlutföllum á milli atvinnuveganna er hins vegar ekki að finna.Edward H. HuijbensEdward segir að efling fagmennsku og þekkingar meðal þeirra sem starfa í ferðaþjónustu sé undirstaða arðsemi í greininni. „Gæði þjónustu munu skera úr um gæði upplifunar gesta og þannig orðspor landsins sem ferðamannalands.“ Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur gert þetta að umtalsefni, meðal annars á aðalfundi samtakanna í fyrra. Hann sagði að lítil þekking á ferðaþjónustunni og fátæklegar grunnrannsóknir væru greininni hættulegar og í engu samhengi við þá áherslu sem lögð er á ferðaþjónustuna sem vaxtarbrodd í íslensku samfélagi. Hér má vísa til nýlegrar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group, sem kynnt var í Hörpu fyrir fáum dögum. Í skýrslunni er víða vitnað til mikilvægis rannsókna, og þá sem einnar undirstöðu þess að greinin vaxi og dafni eins og vonir standa til. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ferðaþjónustan fær einn hundraðasta hluta af opinberu rannsóknafé atvinnuveganna. Árið 2007 runnu 70 milljónir til rannsókna í ferðaþjónustu, en þær eru rétt um 100 milljónir í dag. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, segir fjármagn sem rennur til rannsókna á ferðamálum ótrúlega lágt miðað við það sem rennur til rannsókna innan annarra atvinnugreina. „Eitthvað í kringum 1% af öllu því fé sem rennur til rannsókna á atvinnuvegum fer í ferðamálin. Þar sem greinin er orðin okkar helsta leið til gjaldeyrisöflunar skýtur þetta skökku við,“ segir Edward. Gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu hafa aukist mikið síðustu árin eins og kunnugt er, og voru árið 2012 alls 238 milljarðar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Það gerir 23,5% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Tölur ársins 2013 verða enn hærri en fjölgun ferðamanna til landsins var 22% í lok ágúst. Í þingsályktunartillögu um stefnumörkun í ferðamálum frá 2011 kemur fram að til rannsókna í iðnaði árið 2007 fóru tæp 55% af heildarframlögum til atvinnuvegarannsókna. Til rannsókna í fiskiðnaði og landbúnaði runnu 34,9%. Alls voru rannsóknir í þessum greinum styrktar fyrir um 11,2 milljarða króna. Rannsóknir á orkuframleiðslu og dreifingu fengu 1,3 milljarða, eða tæp 10% af því rannsóknafé sem var í boði. Ferðaþjónustan fékk þetta ár um 70 milljónir en þær eru rétt um 100 milljónir í dag, að því er næst verður komist. Nýja greiningu á hlutföllum á milli atvinnuveganna er hins vegar ekki að finna.Edward H. HuijbensEdward segir að efling fagmennsku og þekkingar meðal þeirra sem starfa í ferðaþjónustu sé undirstaða arðsemi í greininni. „Gæði þjónustu munu skera úr um gæði upplifunar gesta og þannig orðspor landsins sem ferðamannalands.“ Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur gert þetta að umtalsefni, meðal annars á aðalfundi samtakanna í fyrra. Hann sagði að lítil þekking á ferðaþjónustunni og fátæklegar grunnrannsóknir væru greininni hættulegar og í engu samhengi við þá áherslu sem lögð er á ferðaþjónustuna sem vaxtarbrodd í íslensku samfélagi. Hér má vísa til nýlegrar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group, sem kynnt var í Hörpu fyrir fáum dögum. Í skýrslunni er víða vitnað til mikilvægis rannsókna, og þá sem einnar undirstöðu þess að greinin vaxi og dafni eins og vonir standa til.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira