Opið bréf til alþingismanna Hans Guttormur Þormar skrifar 12. september 2013 06:00 Illa laskaðri og næstum sokkinni þjóðarskútu Íslendinga var siglt í var árið 2008, seglin rifuð, siglt í hringi og reynt að dorga í matinn fyrir áhöfnina í sömu víkinni árið um kring. Um borð í skútunni er um 320 þúsund manna áhöfn, sem eftir margra ára deilur um hin ýmsu málefni er orðin langþreytt á þessari legu og vill leggja að nýju af stað í siglingu. Það er ekki auðvelt verk að koma skútunni aftur út á rúmsjó eftir fimm ára legu, þar sem hún þarf að geta siglt áfram bæði í logni og stórsjó. Til að koma skútunni úr vari þurfa menn að leggjast samtaka á árar og róa út fyrir brimskaflana á sterkbyggðri og vel uppgerðri skútu. Nokkur þúsund nútímautanborðsmótorar gætu reyndar hjálpað til líka. Það sem er að á þessari skútu og kemur algerlega í veg fyrir að menn leggist saman á árar er að 76% áhafnarmeðlima bera lítið eða alls ekkert traust til stjórnenda skútunnar (lesist Alþingis). Þetta vantraust á sér reyndar langa sögu og skýringar eru margar (http://www.althingi.is/vefur/frett.html?nfrettnr=2025). Áhafnarmeðlimir hafa í mörg ár bent á hluti sem þarf að viðhalda eða betrumbæta. Það virðist bara vera alveg sama á hvað er bent, stjórnendur halda bara áfram að rífast innbyrðis og sinna best þeim hlutum sem henta til að styrkja stöðu þeirra í rifrildinu við hina stjórnendurna. Þó að stórum hluta stjórnenda hafi verið skipt út hélt sama hegðunin áfram.Siglir ekki úr víkinni Til dæmis hafa nokkrir áhafnarmeðlimir í mörg ár bent á að laga þurfi hins ýmsu rými skútunnar. Það var leyst með því að fækka rýmunum, fækka stöðugildum og hefta byggingarplast yfir götin á skipsskrokknum þar sem sjórinn lak inn. Þessi rými eru nú að syngja sitt síðasta. Aðrir áhafnarmeðlimir bentu á að niðri í lest læki sjór inn á fjöldamörgum stöðum. Það var leyst með því að kaupa handvirkar sjódælur sem áhafnarmeðlimir þurfa að vinna á vaktaskiptum á allan sólarhringinn allan ársins hring til að skútan hreinlega sökkvi ekki í víkinni. Þrátt fyrir það siglir hún ekki úr víkinni. Málið er einfalt. Alþingismenn eru í vinnu og á launum hjá áhöfninni við að koma þjóðarskútunni aftur út á siglingu og taka stefnu til velferðar þjóðarinnar. Það verður ekki gert með þeim vinnubrögðum sem alþingismenn (ráðherrar meðtaldir) hafa sýnt undanfarin ár. Ég ætlast til þess að þið alþingismenn hafið það til brunns að bera að geta sökkt ykkur djúpt ofan í þau málefni sem til umfjöllunar eru, skoðað alla fleti málsins og tekið í framhaldi af því rökréttar (og að sjálfsögðu stundum pólitískar) ákvarðanir um hvernig við þurfum að lagfæra fleyið okkar til að koma því aftur á siglingu. Þið verðið að byrja á því í upphafi haustþings að búa svo um hnútana að áhöfnin geti betur staðið með ykkur og skilið betur þær ákvarðanir sem þið takið. Upplýsingar uppi á borði Það verður eingöngu gert með því að þið opnið betur á allar upplýsingar sem þið notið við ákvarðanatöku og þá vinnu sem raunverulega fer fram á Alþingi. Nefndarfundir milli umræðna, þar sem kallaðir eru til hagsmunaaðilar, eiga að vera opnir og allt skráð. Ekki nema í undantekningartilfellum eiga upplýsingar að vera undir trúnaði og þá með skýringum. Allar upplýsingar sem þið hafið um kostnað við verkefni, útreikninga, áætlanir, lögfræðimat, hvernig þess var aflað o.s.frv. eiga líka að vera uppi á borði. Samantektir um þingmál sem byrjað var að birta á vef Alþingis í ár er ágætis byrjun. Skv. vef Alþingis voru t.d. einungis fjórir fundir af 60 í allsherjar- og menntamálanefnd opnir fjölmiðlum á 141. löggjafarþingi. Með ofangreindum breytingum geta allir áhafnarmeðlimir skoðað nákvæmlega sömu gögn og þið hafið yfir að ráða við ákvarðanatöku. Það er eina leiðin til þess að þið getið áunnið ykkur traust áhafnarinnar og hún sest við árar með ykkur út fyrir brimskaflana. Opin, upplýst umræða með forgöngu ykkar, án upphrópana, útúrsnúninga, þvættings og málfundakeppnisstemningar er fyrsta og langmikilvægasta skrefið til að byggja traust milli þings og þjóðar. Þjóðin sjálf þarf reyndar líka að taka sér tak í þessum efnum. Ef einhver ykkar treysta sér ekki til að vinna undir því álagi sem slíkt upplýsingaflæði þýðir eða hafið hreinlega ekki getu til að sökkva ykkur djúpt niður í öll mismunandi málefni og taka upplýsta afstöðu sem tryggir framtíð þjóðarskútunnar er kannski best að þau hin sömu finni sér aðra vinnu. Ég bendi á að það eru alltaf laus störf við handvirku sjódælurnar í lestinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Illa laskaðri og næstum sokkinni þjóðarskútu Íslendinga var siglt í var árið 2008, seglin rifuð, siglt í hringi og reynt að dorga í matinn fyrir áhöfnina í sömu víkinni árið um kring. Um borð í skútunni er um 320 þúsund manna áhöfn, sem eftir margra ára deilur um hin ýmsu málefni er orðin langþreytt á þessari legu og vill leggja að nýju af stað í siglingu. Það er ekki auðvelt verk að koma skútunni aftur út á rúmsjó eftir fimm ára legu, þar sem hún þarf að geta siglt áfram bæði í logni og stórsjó. Til að koma skútunni úr vari þurfa menn að leggjast samtaka á árar og róa út fyrir brimskaflana á sterkbyggðri og vel uppgerðri skútu. Nokkur þúsund nútímautanborðsmótorar gætu reyndar hjálpað til líka. Það sem er að á þessari skútu og kemur algerlega í veg fyrir að menn leggist saman á árar er að 76% áhafnarmeðlima bera lítið eða alls ekkert traust til stjórnenda skútunnar (lesist Alþingis). Þetta vantraust á sér reyndar langa sögu og skýringar eru margar (http://www.althingi.is/vefur/frett.html?nfrettnr=2025). Áhafnarmeðlimir hafa í mörg ár bent á hluti sem þarf að viðhalda eða betrumbæta. Það virðist bara vera alveg sama á hvað er bent, stjórnendur halda bara áfram að rífast innbyrðis og sinna best þeim hlutum sem henta til að styrkja stöðu þeirra í rifrildinu við hina stjórnendurna. Þó að stórum hluta stjórnenda hafi verið skipt út hélt sama hegðunin áfram.Siglir ekki úr víkinni Til dæmis hafa nokkrir áhafnarmeðlimir í mörg ár bent á að laga þurfi hins ýmsu rými skútunnar. Það var leyst með því að fækka rýmunum, fækka stöðugildum og hefta byggingarplast yfir götin á skipsskrokknum þar sem sjórinn lak inn. Þessi rými eru nú að syngja sitt síðasta. Aðrir áhafnarmeðlimir bentu á að niðri í lest læki sjór inn á fjöldamörgum stöðum. Það var leyst með því að kaupa handvirkar sjódælur sem áhafnarmeðlimir þurfa að vinna á vaktaskiptum á allan sólarhringinn allan ársins hring til að skútan hreinlega sökkvi ekki í víkinni. Þrátt fyrir það siglir hún ekki úr víkinni. Málið er einfalt. Alþingismenn eru í vinnu og á launum hjá áhöfninni við að koma þjóðarskútunni aftur út á siglingu og taka stefnu til velferðar þjóðarinnar. Það verður ekki gert með þeim vinnubrögðum sem alþingismenn (ráðherrar meðtaldir) hafa sýnt undanfarin ár. Ég ætlast til þess að þið alþingismenn hafið það til brunns að bera að geta sökkt ykkur djúpt ofan í þau málefni sem til umfjöllunar eru, skoðað alla fleti málsins og tekið í framhaldi af því rökréttar (og að sjálfsögðu stundum pólitískar) ákvarðanir um hvernig við þurfum að lagfæra fleyið okkar til að koma því aftur á siglingu. Þið verðið að byrja á því í upphafi haustþings að búa svo um hnútana að áhöfnin geti betur staðið með ykkur og skilið betur þær ákvarðanir sem þið takið. Upplýsingar uppi á borði Það verður eingöngu gert með því að þið opnið betur á allar upplýsingar sem þið notið við ákvarðanatöku og þá vinnu sem raunverulega fer fram á Alþingi. Nefndarfundir milli umræðna, þar sem kallaðir eru til hagsmunaaðilar, eiga að vera opnir og allt skráð. Ekki nema í undantekningartilfellum eiga upplýsingar að vera undir trúnaði og þá með skýringum. Allar upplýsingar sem þið hafið um kostnað við verkefni, útreikninga, áætlanir, lögfræðimat, hvernig þess var aflað o.s.frv. eiga líka að vera uppi á borði. Samantektir um þingmál sem byrjað var að birta á vef Alþingis í ár er ágætis byrjun. Skv. vef Alþingis voru t.d. einungis fjórir fundir af 60 í allsherjar- og menntamálanefnd opnir fjölmiðlum á 141. löggjafarþingi. Með ofangreindum breytingum geta allir áhafnarmeðlimir skoðað nákvæmlega sömu gögn og þið hafið yfir að ráða við ákvarðanatöku. Það er eina leiðin til þess að þið getið áunnið ykkur traust áhafnarinnar og hún sest við árar með ykkur út fyrir brimskaflana. Opin, upplýst umræða með forgöngu ykkar, án upphrópana, útúrsnúninga, þvættings og málfundakeppnisstemningar er fyrsta og langmikilvægasta skrefið til að byggja traust milli þings og þjóðar. Þjóðin sjálf þarf reyndar líka að taka sér tak í þessum efnum. Ef einhver ykkar treysta sér ekki til að vinna undir því álagi sem slíkt upplýsingaflæði þýðir eða hafið hreinlega ekki getu til að sökkva ykkur djúpt niður í öll mismunandi málefni og taka upplýsta afstöðu sem tryggir framtíð þjóðarskútunnar er kannski best að þau hin sömu finni sér aðra vinnu. Ég bendi á að það eru alltaf laus störf við handvirku sjódælurnar í lestinni.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun