Borðum ekki útsæðið Kristín Ingólfsdóttir skrifar 31. október 2013 06:00 Við Íslendingar byggjum afkomu okkar og velsæld á nýtingu auðlinda og í vaxandi mæli á hugviti og þekkingariðnaði. Þekking er grundvöllur áframhaldandi aukinnar verðmætasköpunar, hvort sem litið er til hefðbundinna atvinnugreina eða sköpunar nýrra tækifæra. Ríki og sveitarfélög, sem halda utan um samneyslu okkar, hafa orðið fyrir miklum samdrætti í tekjum frá hruni og verða að forgangsraða verkefnum. Þá er mikilvægt að tvö meginsjónarmið verði látin ráða. Annars vegar að tryggja lágmarksöryggi landsmanna hvað varðar t.d. heilbrigðisþjónustu, félagslegan stuðning og löggæslu. Hins vegar að skapa grundvöll til sóknar með því að efla með öllum ráðum menntakerfi og vísindastarfsemi. Það er forsenda þess að unnt sé að skapa aukin verðmæti. Háskóli Íslands vinnur eftir skýrum markmiðum um verðmætasköpun. Þau miða annars vegar að menntun fólks til starfa í öllum megingreinum atvinnulífsins, þar með talið heilbrigðisþjónustu, menntakerfi, verkfræði- og tæknigreinum, menningargreinum, stjórnun og félagsþjónustu. Hins vegar er meginmarkmið í starfi skólans að efla þekkingar- og verðmætasköpun gegnum vísindastarf.Vísindi og verðmætasköpun Eftir niðurskurð fjárveitinga í kjölfar efnahagshruns, hefur rekstri Háskóla Íslands verið haldið innan ramma fjárlaga með lækkun kostnaðar og ströngu aðhaldi. Skólinn leggur einnig mikla áherslu á að sækja styrki úr samkeppnissjóðum til að tryggja framgang vísindastarfs. Árangur þeirrar sóknar byggist á markvissri uppbyggingu rannsóknastarfs við skólann undanfarin ár og áratugi. Vísindamenn Háskóla Íslands afla nú um 1,8 milljarða króna á ári úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum, sem koma inn í íslenska hagkerfið sem gjaldeyristekjur. Styrkirnir eru notaðir til tækjakaupa, rekstrar og til að greiða laun vegna nýrra starfa. Leiðandi einstaklingar og hópar innan skólans eru í sívaxandi mæli gjaldgengir í þessari hörðu alþjóðlegu samkeppni. Meðal verkefna við HÍ sem njóta erlendra styrkja má nefna rannsóknir í eldfjallafræði o.fl. greinum jarðvísinda, rannsóknir á krabbameini og árangursríkari lyfjagjöf, hugbúnaðarþróun fyrir hópslysaáætlanir, rannsóknir á öryggi neysluvatns og á sviðum fjarkönnunar, fiskveiðistjórnunar, fötlunarfræði, nanótækni, stjórnmálafræði og leit að lyfjavirkum efnum í hafi. Rannsóknarstarfsemin skapar þannig sjálf miklar gjaldeyristekjur og verkefnin leiða í kjölfarið til verðmætasköpunar á mörgum sviðum atvinnulífs. Auk þessara fjármuna kemur svipuð fjárhæð í erlendum gjaldeyri inn í landið vegna þátttöku vísindamanna HÍ í verkefnum annarra innlendra stofnana og fyrirtækja. Þannig má ætla að vísindastarfsemi við skólann skapi á fjórða milljarð króna í beinar gjaldeyristekjur. Fjárhæðir rannsóknastyrkja til HÍ úr innlendum samkeppnissjóðum eru mun lægri en úr þeim erlendu. Þannig veitti Rannsóknasjóður Vísinda- og tækniráðs samtals 416 mkr. til íslenska vísindasamfélagsins í heild árið 2012. Hlutdeild vísindamanna HÍ var 315 mkr. Þótt styrkirnir séu verulega lægri en þeir erlendu, skipta þeir sköpum, ekki síst fyrir unga vísindamenn. Verkefnin eru styrkt í harðri samkeppni og leiða til nýrrar þekkingar. Oft eru þeir grundvöllur þess að hægt sé að sækja erlent styrktarfé. Á síðasta ári voru veitt 5 einkaleyfi sem byggjast á rannsóknum vísindamanna HÍ. Þau eru á sviðum lyfjafræði, augnlæknisfræði, eðlisfræði, rafmagns- og tölvuverkfræði og fjarkönnunar. Einkaleyfi sem þessi hafa leitt til stofnunar tveggja sprotafyrirtækja á ári að meðaltali undanfarin 5 ár. Velta sprotafyrirtækja sem stofnuð hafa verið á grunni rannsókna starfsfólks og stúdenta við HÍ er á annan milljarð króna og þau veita 150 manns vinnu.Útsæði í harðindum Lykillinn að því að geta sótt sértekjur í harðri og vaxandi samkeppni er að geta styrkt innviði – aðbúnað, mannafla, rekstrarfé. Í fjárlagafrumvarpi 2014 er gert ráð fyrir niðurskurði fjárveitinga til HÍ sjötta árið í röð. Á sama tíma hefur nemendum fjölgað verulega og samkvæmt frumvarpinu vantar fjárframlag vegna 350 nemenda sem stunda fullt nám, eða um 200 mkr. Skrásetningargjöld sem stúdentar greiða verða hækkuð, en einungis hluti hækkunarinnar skilar sér til skólans, eða 39 mkr. af 180 mkr. Þessu verður að breyta. Ennfremur mun skerðing framlaga til samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs hafa veruleg áhrif á starf skólans af ástæðum sem raktar eru hér að ofan. Þegar kartöfluuppskera brást á Írlandi á 19. öld neyddust Írar til að borða útsæði næsta árs. Fyrir vikið leiddi uppskerubresturinn til langvarandi hungursneyðar og fólksflótta. Þegar harðnar á dalnum er mikilvægt að horfast í augu við kaldan veruleikann eins og hann blasir við. En það er jafn mikilvægt að hugsa fyrir morgundeginum og skynja þau tækifæri sem eru til að vinna sig út úr þröngri stöðu. Við megum ekki ganga svo nærri háskólastarfinu að við borðum útsæðið sem á að skapa okkur framtíðarviðurværi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar byggjum afkomu okkar og velsæld á nýtingu auðlinda og í vaxandi mæli á hugviti og þekkingariðnaði. Þekking er grundvöllur áframhaldandi aukinnar verðmætasköpunar, hvort sem litið er til hefðbundinna atvinnugreina eða sköpunar nýrra tækifæra. Ríki og sveitarfélög, sem halda utan um samneyslu okkar, hafa orðið fyrir miklum samdrætti í tekjum frá hruni og verða að forgangsraða verkefnum. Þá er mikilvægt að tvö meginsjónarmið verði látin ráða. Annars vegar að tryggja lágmarksöryggi landsmanna hvað varðar t.d. heilbrigðisþjónustu, félagslegan stuðning og löggæslu. Hins vegar að skapa grundvöll til sóknar með því að efla með öllum ráðum menntakerfi og vísindastarfsemi. Það er forsenda þess að unnt sé að skapa aukin verðmæti. Háskóli Íslands vinnur eftir skýrum markmiðum um verðmætasköpun. Þau miða annars vegar að menntun fólks til starfa í öllum megingreinum atvinnulífsins, þar með talið heilbrigðisþjónustu, menntakerfi, verkfræði- og tæknigreinum, menningargreinum, stjórnun og félagsþjónustu. Hins vegar er meginmarkmið í starfi skólans að efla þekkingar- og verðmætasköpun gegnum vísindastarf.Vísindi og verðmætasköpun Eftir niðurskurð fjárveitinga í kjölfar efnahagshruns, hefur rekstri Háskóla Íslands verið haldið innan ramma fjárlaga með lækkun kostnaðar og ströngu aðhaldi. Skólinn leggur einnig mikla áherslu á að sækja styrki úr samkeppnissjóðum til að tryggja framgang vísindastarfs. Árangur þeirrar sóknar byggist á markvissri uppbyggingu rannsóknastarfs við skólann undanfarin ár og áratugi. Vísindamenn Háskóla Íslands afla nú um 1,8 milljarða króna á ári úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum, sem koma inn í íslenska hagkerfið sem gjaldeyristekjur. Styrkirnir eru notaðir til tækjakaupa, rekstrar og til að greiða laun vegna nýrra starfa. Leiðandi einstaklingar og hópar innan skólans eru í sívaxandi mæli gjaldgengir í þessari hörðu alþjóðlegu samkeppni. Meðal verkefna við HÍ sem njóta erlendra styrkja má nefna rannsóknir í eldfjallafræði o.fl. greinum jarðvísinda, rannsóknir á krabbameini og árangursríkari lyfjagjöf, hugbúnaðarþróun fyrir hópslysaáætlanir, rannsóknir á öryggi neysluvatns og á sviðum fjarkönnunar, fiskveiðistjórnunar, fötlunarfræði, nanótækni, stjórnmálafræði og leit að lyfjavirkum efnum í hafi. Rannsóknarstarfsemin skapar þannig sjálf miklar gjaldeyristekjur og verkefnin leiða í kjölfarið til verðmætasköpunar á mörgum sviðum atvinnulífs. Auk þessara fjármuna kemur svipuð fjárhæð í erlendum gjaldeyri inn í landið vegna þátttöku vísindamanna HÍ í verkefnum annarra innlendra stofnana og fyrirtækja. Þannig má ætla að vísindastarfsemi við skólann skapi á fjórða milljarð króna í beinar gjaldeyristekjur. Fjárhæðir rannsóknastyrkja til HÍ úr innlendum samkeppnissjóðum eru mun lægri en úr þeim erlendu. Þannig veitti Rannsóknasjóður Vísinda- og tækniráðs samtals 416 mkr. til íslenska vísindasamfélagsins í heild árið 2012. Hlutdeild vísindamanna HÍ var 315 mkr. Þótt styrkirnir séu verulega lægri en þeir erlendu, skipta þeir sköpum, ekki síst fyrir unga vísindamenn. Verkefnin eru styrkt í harðri samkeppni og leiða til nýrrar þekkingar. Oft eru þeir grundvöllur þess að hægt sé að sækja erlent styrktarfé. Á síðasta ári voru veitt 5 einkaleyfi sem byggjast á rannsóknum vísindamanna HÍ. Þau eru á sviðum lyfjafræði, augnlæknisfræði, eðlisfræði, rafmagns- og tölvuverkfræði og fjarkönnunar. Einkaleyfi sem þessi hafa leitt til stofnunar tveggja sprotafyrirtækja á ári að meðaltali undanfarin 5 ár. Velta sprotafyrirtækja sem stofnuð hafa verið á grunni rannsókna starfsfólks og stúdenta við HÍ er á annan milljarð króna og þau veita 150 manns vinnu.Útsæði í harðindum Lykillinn að því að geta sótt sértekjur í harðri og vaxandi samkeppni er að geta styrkt innviði – aðbúnað, mannafla, rekstrarfé. Í fjárlagafrumvarpi 2014 er gert ráð fyrir niðurskurði fjárveitinga til HÍ sjötta árið í röð. Á sama tíma hefur nemendum fjölgað verulega og samkvæmt frumvarpinu vantar fjárframlag vegna 350 nemenda sem stunda fullt nám, eða um 200 mkr. Skrásetningargjöld sem stúdentar greiða verða hækkuð, en einungis hluti hækkunarinnar skilar sér til skólans, eða 39 mkr. af 180 mkr. Þessu verður að breyta. Ennfremur mun skerðing framlaga til samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs hafa veruleg áhrif á starf skólans af ástæðum sem raktar eru hér að ofan. Þegar kartöfluuppskera brást á Írlandi á 19. öld neyddust Írar til að borða útsæði næsta árs. Fyrir vikið leiddi uppskerubresturinn til langvarandi hungursneyðar og fólksflótta. Þegar harðnar á dalnum er mikilvægt að horfast í augu við kaldan veruleikann eins og hann blasir við. En það er jafn mikilvægt að hugsa fyrir morgundeginum og skynja þau tækifæri sem eru til að vinna sig út úr þröngri stöðu. Við megum ekki ganga svo nærri háskólastarfinu að við borðum útsæðið sem á að skapa okkur framtíðarviðurværi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun