Erlent

Mynd Spielbergs með flestar tilnefningar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steven Spielberg ásamt Daníel Day Lewis, sem leikur Lincoln.
Steven Spielberg ásamt Daníel Day Lewis, sem leikur Lincoln. Mynd/ AFP.
Kvikmynd Stevens Spielberg, Lincoln, hlaut flestar tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna að þessu sinni. Alls voru það tólf tilnefningar. Life of Pi, mynd Angs Lee hlaut 11 tilnefningar og Silver Lining Playbook hlaut tilnefningar í sex helstu flokkum.

Eins og áður hefur komið fram hér á Vísi hlaut Djúpið, sem var framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, ekki tilnefningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×