Við Pálína tókum til í hausnum á mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2013 06:00 Magnús Þór Gunnarsson. Magnús Þór Gunnarsson stórskytta út Keflavík, stundum kallaður Maggi Gun, stóð ekki undir nafni fyrstu tvo mánuði tímabilsins enda ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna. „Tímabilið byrjaði ömurlega hjá mér. Ég handarbrotnaði rétt fyrir mót og það var eiginlega allt í volli hjá mér. Það var ekki rosalega mikill áhugi hjá mér og ég var bara leiður," segir Magnús Þór en nú er aðra sögu að segja af kappanum og Keflavíkurliðinu sem er líklegt til afreka það sem eftir lifir tímabilsins. Keflvíkingar töpuðu fyrstu fimm leikjum tímabilsins og Magnús klikkaði á 32 af 42 þriggja stiga skotum sínum í þessum leikjum. Lágpunktur var þó örugglega í tveggja stiga tapi á heimavelli á móti KR þar sem hann klikkaði á öllum sjö skotum sínum og skoraði hvorki stig né gaf stoðsendingu á 31 mínútu.Nú skal ég byrja tímabilið mitt „Síðan lentum við á móti KR í 32-liða úrslitum bikarsins. Þá sagði ég við Sigga Ingimundar þjálfara: Nú skal ég byrja tímabilið mitt," segir Magnús sem skoraði 27 stig og sjö þrista í leiknum. Magnús hefur hækkað meðalskor sitt úr 8,6 stigum í leik í október og nóvember upp í 20,4 stig í leik í desember og janúar. „Það höfðu allir áhyggjur af mér en ég vissi alveg sjálfur að ég ætti að koma til baka. Þetta ræðst allt saman í febrúar og síðan í apríl eða maí. Það var því alveg nóg eftir af tímabilinu. Ef maður hefði gefist upp þá væri maður ekkert í þessu lengur. Maður er aðeins sterkari en þetta," segir Magnús en hann fékk líka góða hjálp á „heimavelli".Pálína á fimmtíu prósent í þessu „Ég á svo rosalega skemmtilega kærustu og hún hjálpaði mér heilmikið. Við fórum bara í gegnum þetta og ég er kominn í fínt form núna og á bara eftir að verða betri og betri þegar líður að úrslitakeppni. Eigum við ekki að segja að Pálína eigi fimmtíu prósent í þessu. Við Pálína tókum til hausnum á mér og þá fór maður að hitta," sagði Magnús um þátt kærustu sinnar, Pálína Gunnlaugsdóttur, í endurkomu sinni.Komnir með Keflavíkurkana Keflvíkingar hafa tvisvar sinnum þurft að skipta um Bandaríkjamann í vetur en Magnús er ánægður með þann nýjasta, Billy Baptist. Keflavík hefur unnið alla fjóra leiki sína frá því að hann mætti fyrst í Toyota-höllina. „Við erum núna komnir með liðið sem við ætluðum að vera með. Við skiptum um tvo Kana og það hefur alltaf áhrif líka. Nú erum við komnir með mann sem er svona Keflavíkurkani. Hann er með rétta viðhorfið, stæla og hefur mikið sjálfsálit," segir Magnús sem gerir sér líka grein fyrir mikilvægi sínu. „Ef ég spila eins og maður þá spilar liðið betur því það smitar út frá sér. Nú eru bara allir glaðir og hoppandi hamingja," segir Magnús og bætir við: „Við erum með hörkulið og stefnum á að vinna þennan titil. Eins og liðið hjá okkur er í dag þá eigum við hörkugóða möguleika," sagði Magnús.Fyrstur til að vinna þrisvar sinnum Magnús Þór Gunnarsson vann þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleiksins um síðustu helgi og var það í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. Magnús vann hana einnig árin 2005 og 2010 og er fyrstur í 25 ára sögu Stjörnuleiks KKÍ til að vera þrisvar sinnum þriggja stiga kóngur. Þekktar stórskyttur eins og Valur Ingimundarson (1989, 1990), Brenton Birmingham (2001, 2002), Teitur Örlygsson (1996, 2000), Jeb Ivey (2004, 2006) og Guðjón Skúlason höfðu allir unnið þriggja stiga keppni Stjörnuleiksins tvisvar sinnum. „Ég var alveg búinn að ákveða það að vinna þessa þriggja stiga keppni og þannig fór það bara," svaraði Magnús spurður um sigurinn í þriggja stiga keppninni um síðustu helgi. Dominos-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira
Magnús Þór Gunnarsson stórskytta út Keflavík, stundum kallaður Maggi Gun, stóð ekki undir nafni fyrstu tvo mánuði tímabilsins enda ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna. „Tímabilið byrjaði ömurlega hjá mér. Ég handarbrotnaði rétt fyrir mót og það var eiginlega allt í volli hjá mér. Það var ekki rosalega mikill áhugi hjá mér og ég var bara leiður," segir Magnús Þór en nú er aðra sögu að segja af kappanum og Keflavíkurliðinu sem er líklegt til afreka það sem eftir lifir tímabilsins. Keflvíkingar töpuðu fyrstu fimm leikjum tímabilsins og Magnús klikkaði á 32 af 42 þriggja stiga skotum sínum í þessum leikjum. Lágpunktur var þó örugglega í tveggja stiga tapi á heimavelli á móti KR þar sem hann klikkaði á öllum sjö skotum sínum og skoraði hvorki stig né gaf stoðsendingu á 31 mínútu.Nú skal ég byrja tímabilið mitt „Síðan lentum við á móti KR í 32-liða úrslitum bikarsins. Þá sagði ég við Sigga Ingimundar þjálfara: Nú skal ég byrja tímabilið mitt," segir Magnús sem skoraði 27 stig og sjö þrista í leiknum. Magnús hefur hækkað meðalskor sitt úr 8,6 stigum í leik í október og nóvember upp í 20,4 stig í leik í desember og janúar. „Það höfðu allir áhyggjur af mér en ég vissi alveg sjálfur að ég ætti að koma til baka. Þetta ræðst allt saman í febrúar og síðan í apríl eða maí. Það var því alveg nóg eftir af tímabilinu. Ef maður hefði gefist upp þá væri maður ekkert í þessu lengur. Maður er aðeins sterkari en þetta," segir Magnús en hann fékk líka góða hjálp á „heimavelli".Pálína á fimmtíu prósent í þessu „Ég á svo rosalega skemmtilega kærustu og hún hjálpaði mér heilmikið. Við fórum bara í gegnum þetta og ég er kominn í fínt form núna og á bara eftir að verða betri og betri þegar líður að úrslitakeppni. Eigum við ekki að segja að Pálína eigi fimmtíu prósent í þessu. Við Pálína tókum til hausnum á mér og þá fór maður að hitta," sagði Magnús um þátt kærustu sinnar, Pálína Gunnlaugsdóttur, í endurkomu sinni.Komnir með Keflavíkurkana Keflvíkingar hafa tvisvar sinnum þurft að skipta um Bandaríkjamann í vetur en Magnús er ánægður með þann nýjasta, Billy Baptist. Keflavík hefur unnið alla fjóra leiki sína frá því að hann mætti fyrst í Toyota-höllina. „Við erum núna komnir með liðið sem við ætluðum að vera með. Við skiptum um tvo Kana og það hefur alltaf áhrif líka. Nú erum við komnir með mann sem er svona Keflavíkurkani. Hann er með rétta viðhorfið, stæla og hefur mikið sjálfsálit," segir Magnús sem gerir sér líka grein fyrir mikilvægi sínu. „Ef ég spila eins og maður þá spilar liðið betur því það smitar út frá sér. Nú eru bara allir glaðir og hoppandi hamingja," segir Magnús og bætir við: „Við erum með hörkulið og stefnum á að vinna þennan titil. Eins og liðið hjá okkur er í dag þá eigum við hörkugóða möguleika," sagði Magnús.Fyrstur til að vinna þrisvar sinnum Magnús Þór Gunnarsson vann þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleiksins um síðustu helgi og var það í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. Magnús vann hana einnig árin 2005 og 2010 og er fyrstur í 25 ára sögu Stjörnuleiks KKÍ til að vera þrisvar sinnum þriggja stiga kóngur. Þekktar stórskyttur eins og Valur Ingimundarson (1989, 1990), Brenton Birmingham (2001, 2002), Teitur Örlygsson (1996, 2000), Jeb Ivey (2004, 2006) og Guðjón Skúlason höfðu allir unnið þriggja stiga keppni Stjörnuleiksins tvisvar sinnum. „Ég var alveg búinn að ákveða það að vinna þessa þriggja stiga keppni og þannig fór það bara," svaraði Magnús spurður um sigurinn í þriggja stiga keppninni um síðustu helgi.
Dominos-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum