
Undir kögunarhóli
Í lögum um stjórn fiskveiða segir að „[n]ytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi og forysta Sjálfstæðisflokksins hafa ætíð talið þetta ákvæði vera merkingarlaust hjal, sem þjónar þeim tilgangi einum að skreyta ræður á sjómannadögum, en í raun séu nytjastofnarnir ævarandi eign núverandi handhafa kvótans og því sé óeðlilegt að kvótaeigendur greiði nokkuð til þjóðarinnar fyrir afnot af nytjastofnunum.
Kvótaeigendur urðu til sem stétt við upphaflega gjafaúthlutun kvótans á 9. áratug síðustu aldar, þegar almenningur á Íslandi var sviptur þeim rétti, sem hann hafði notið til a.m.k. 1100 ára, að gera út til fiskveiða, en sá réttur færður til þess fámenna hóps sem á örstuttu þriggja ára augnabliki í Íslandssögunni gerði út skip – sem og afkomenda þeirra.
Ákvæðið um sameign þjóðarinnar kom inn í lög um stjórn fiskveiða árið 1990. Síðan þá hefur a.m.k. helmingur flokka sem sæti hafa átt á Alþingi talið að ákvæðið þýddi það sem það segir, það er eign þjóðarinnar á fisknum og þar með réttarins til auðlindarentunnar. Þá hefur meirihluti svarenda í öllum skoðanakönnunum sem undirritaður man og snerta fiskveiðimál verið á sama máli, sem endurspeglaðist í afgerandi fylgi kjósenda við auðlindaákvæðið í kosningunum um stjórnarskrárdrögin.
Hálfkák og pottasull
Á árunum 1991 til 2009 fór Sjálfstæðisflokkurinn með völdin í sjávarútvegsráðuneytinu og notaði þau völd í mismunandi samsteypustjórnum til þess að standa vörð um hagsmuni kvótaeigenda. En með þeirri óbilgjörnu hagsmunagæslu og virðingarleysi við lagabókstafinn missti flokkurinn líka frumkvæðið til þess að leiða sjávarútvegsmálin til farsælla lykta á grundvelli markaðslögmála.
Nú er við völd minnihlutastjórn Samfylkingar og VG. Samfylkingin hefur a.m.k. opinberlega verið boðberi markaðslausna í sjávarútvegi með svokallaðri fyrningarleið og síðar uppboðsleið. Slíkar gagnsæjar markaðslausnir virðast hins vegar vera eitur í beinum VG sem illu heilli hafa farið með sjávarútvegsmálin í þeirri stjórn. Því virðist fórnarkostnaðurinn við að þokast í átt að sanngjarnari úthlutun auðlindarentunnar hafa orðið óskiljanlegt hálfkák og pottasull, sem hefur tekið sorglega litlum framförum frá upphaflegu skemmdarverki Jóns Bjarnasonar á málstað þeirra sem telja nytjastofna vera sameign þjóðarinnar.
Þorsteinn Pálsson og Sjálfstæðisflokkurinn geta því ekki fríað sig ábyrgð á því hversu illa sé komið í sjávarútvegsmálum; þeir gerðu lausn Jóns Bjarnasonar með síðari breytingum að einu færu leiðinni til réttlætis. Vel útfærð og gagnsæ innheimta á auðlindarentu, byggð á markaðslausnum og í samræmi við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er langskynsamlegasta tekjuöflunarúrræði ríkissjóðs og gæti greitt götu lækkunar almennra skatta á fólk og fyrirtæki í landinu.
Skoðun

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar